fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Innlegg í helgina....

~~**~~

Gott kvöld..
Þá sit ég hér og reyni að fá yl í kroppinn. Var að koma af fótboltaleik sem við unnum svo snilldarlega 5-1 á móti Haukum. En rigningin var slík að eini bletturinn sem var þurr á mér var inni í naflanum... :=) En að öllu gríni slepptu þá er nú vinnan að komast í rétt horf ,held ég hafi gengið um 10 kílómetra frá 8-2 í gær og annað eins í morgun bara af því ég mundi ekki hvar þessi bekkur var í stofu og hvar hinn bekkurinn var og hjá hvaða bekk ég ætti að vera núna. Er búin að hengja stundartöfluna á nefið á mér fyrir morgundaginn svo að þetta ætti nú að ganga betur.Ég er glöð að einu leyti að það sé að hausta og það er að nú er gaman að hafa kveikt á kertum og seríum og gera svolítið kósý hjá sér. Var svona aðeins að reyna að gera kósý hjá mér fyrir veturinn og setja kerti og dúllerí hingað og þangað um húsið. Hér fyrir neðan eru myndir af sumu af því. Þessar myndir verða innlegg mitt inn í helgina fyrir ykkur og vonandi njótið þið helgarinnar eins og ég ætla að gera... Því þetta verður víst síðasta helgin í bili þar sem verður hægt að hafa hreint og kósí svo byrjar fjörið með eldhúsið... Og af fenginni reynslu þá verður örugglega ryk í öllu húsinu og kannski bara í naflanum á mér líka næstu 2 mánuðina eða svo . Góða helgi öll og stórt knús til ykkar . INGA

~~**~~


Sæt lítil krús....
Á baðherberginu....
Svo dúlluleg...
Gangurinn minn skartar kósýheitum....
Augun eru Spegill sálarinnar....
Litlir hrafnsvængir á spegli....
Vonandi fara þeir ekki að fljúga um.....
~~**~~


7 ummæli:

Goa sagði...

Ohh, hvað er fínt hjá þér!
Og hrafnsvængirnir...love it!!!
Gott að allt er að komast á sinn stað..."láttu stundaskrána samt ekki verða þér fjötur um fót"...sagði maðurinn og skeit í pokann..;)
Passaðu naflann and believe me, you´ll need it..;)

Besta helgin til þín...frá mér (sem er auðvitað að deyja úr forvitni um hvað það á leiðinni frá þér?!)
Þú ert alltaf svo sæt og góð elsku bestasta Ingan mín...
Massa kramar....

Synnøve. sagði...

Godmorgon käraste Inga.
Du bor vackert vill jag säga.
Hoppas du får packen snart.
Kram mig.
Synne.

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Åh du är så go..*kram*!

Vad fint du har gjort vid spegeln..det blev verkligen jättebra!

Hoppas solen skiner på dig idag..här är det strålande sol..20 grader varmt..de har lovat att det skall vara jättefint väder över helgen..uppemot 25 grader (!) sommar igen.??

Kram och ha det så bra!
Mia

Sigga sagði...

Talandi um hrafnsvængi þá er best að henda inn einu ljóði úr "Svörtum fjöðrum" efitr Davíð Stefánsson.

Þegar sólin dvelur

bak við drungaleg ský,

þá er hún að gráta

með guði yfir því.

hvað myrkrið er elskað

mannheimum í.

Sammála þér systir góð ég elska það þegar er komið myrkur á kvöldin. Er reyndar ekki hrifin af björtu nóttunum eins og svo margir. Ég vil hafa myrkur frá c.a. 10 á kvöldin.

Knús. sys

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga..jæja mikið er ég sammála með kertin, seríurnar og öll kósýheitin svona á þetta að vera og nóg af því...Jæja ég lét verða af því sem að ég sagði þér frá í vikunni...sko kellu...Góða helgi..
sjáumst nú samt á mánudaginn.
kveðja Vala

Berglind sagði...

jæja þá er maður komin heim úr sólinni og sælunni, ekki gaman, nema að lesa bloggið þitt, bíð spennt eftir nýja eldhúsinu þínu.knús

Nafnlaus sagði...

Sæl dúllan mín
Ég er sammála um kerti,lampa og kosý
heit.Mikið hlakka ég til að fylgjast með þegar nytt eldhús fæðist
Knús úr Hveró frá Siggu fræ :)