miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Flottasti fjörðurinn og flottasta fjölskyldan...

~~**~~

Gott kvöld...
Enn og aftur er ég vakandi langt fram á nótt og ég veit eiginlega ekkert af hverju.. En stundum finnst mér bara gott að vera hér í tölvunni og vafra aðeins og gleyma mér í einhverjum leik. Dagurinn í dag var bara fínn. Fór í morgun á námskeið í Numicon stærðfræðikubbum afar fróðlegt og verður gaman að fara að vinna svolítið með þá í vetur. Þegar ég kom heim eftir að hafa farið aðeins í búðina þá las ég svolitla stund og tók aðeins til. Seinni partinn kom Þórey og hennar familí í mat. Friðrik hennar var að parketleggja hobbyherbergi mjóa míns og verður það klárað á morgun. Gott þá er ég laus við allt dótaríið hans sem hann getur svo dundað sér í í kjallaranum um ókomna tíð. ( um 3000 vinilplötur,hundruði geisladiska,þúsundir fótboltablaða svo eitthvað sé nefnt) hér fyrir neðan eru myndir sem Ágúst bróðir sendi mér en þau, litla fjölskyldan fóru austur á Seyðó um síðustu helgi þar sem var hverfahátíð og var raðhúsið okkar sem ég ólst uppí að halda upp á 40 ára búsetu. Hugsa sér. Og ég missti af því Hurrfmm. Svo er alveg dásamleg mynd af honum Friðriki litla bróðursyni mínum hérna fyrsta myndin. Sjáiði bara hvað hann er langflottastur og mikið efni í ljósmyndafyrirsætu... Um leið og ég bíð ykkur góða nótt segi ég þetta : Látum gott af okkur leiða hvenær sem við getum það er svo gott fyrir sálartetrið okkar. Tjingeling INGA
~~**~~




Friðrik Heiðdal...

~~**~~
Farið á Bjólfinn með dúsk litla...
Bergþóra vinkona Ágústar og Ingu Bjarkar með í för .....
Það gerist bara ekki fallegra....
~~**~~

Pabbi stoltur af afmælisrenningnum.....en pínu einmanna að sjá...( er örugglega að hugsa um nafna sinn litla)


Heldur uppi heiðri fjölskyldunar með bjór í hönd (systursonur minn)
Verið að æfa hverfadansinn....
Mamma og Sigga sjá til þess að nóg sé handa öllum að borða... t´hi hí sjá pabba... Ég hef allan minn fíflaskap frá honum....
Langflottust... Og ég á þau....

~~*x*~~

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JESSSSSSSSS....djö hefur þetta verið flott og gaman og bleikt. Maður hefði náttl. þurft að vera á staðnum á 40 ára afmæli Lönguvitleysunnar og fengið sér nokkur öpl og ærisköff...
Litli Ágústarmoli er algjört dúllurassgat...
knus frá Selfossi

Sigga sagði...

híhí
Sigga sys

Unknown sagði...

Þetta er DÁSAMLEGT,ég er sko líka skyld þessu fólki
Knús úr Hveró

Gusta sagði...

omæ god hvað drengurinn er fallegur og fjörðurinn líka bestu kveðjur Guðsteina

Synnøve. sagði...

Hallojsan.
Hoppas att allt är bra.
Har haft lite problem med datorn men nu är jag här igen.
Vilka bilder du bjuder på....
Jag får sån lust att resa till Island.
Den ölen såg inte helt fel ut måste jag säga.
Jag hör av mig på mail.
Storkramen mig.
synne.

Nafnlaus sagði...

já satt er það, flott er það, og alger krúttkútur sonur hans Ágúst. bara lang flottastur. knús í Eyjar

Nafnlaus sagði...

flottar myndir frá "hverfahátíðinni" og "Dúskur" bara sætastur!.
kveðja frá Ak
Helga