sunnudagur, 13. júlí 2008

Fyrstu dagar í firðinum fagra....

~~**~~

Gott kvöld gott fólk. Það er gott að vera komin á æskuslóðirnar og veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum. Já ótrúlegt en satt því það er ekkert búið að vera gott á austurlandinu nema náttúrulega eftir að ég kom þá birti yfir öllu. Var þreytt eftir ökuferðina löngu og fórum við Hind bara snemma að sofa á föstudagskvöldið. Laugardagurinn var góður og fórum við allar mæðgurnar í langa og góða göngu. Um kvöldið var svo humarveisluboð hjá Lilju vinkonu og Freyr manninum hennar.MMMM... Mjög góð humarsúpa og svo grillaður humar og hvítlaukssósa og hvítlauksbrauð svo að maður angaði langt fram á rauða nótt. En gott var það. Við sátum þar í mestu makindum og spjölluðum og hlustuðum á músik, Ég Sigga sys,Kalli Lilja og Freyr. Svo kom góð vinkona mín hún Helga Jóh.. og hitti mig þar og Þegar við vorum að fara tygja okkur heim á leið ákváðum við að koma aðeins við á Lárunni þar var fullt út úr dyrum enda ættarmót ofan í ættarmót hér í firðinum fagra alla helgina. Þar var stutt stoppað og allir ákváðu að best væri að fara heim að sofa. Það var nú gott.
Ég vakanði svo í morgun eða dag skulum við segja við steikjandi hita og sól og fór í garðinn hjá ma & pa sem er í blóma núna og svo fallegur. Þar var legið þangað til tími var komin fyrir göngutúrinn minn sem var í styttri kantinum því að fótboltaleikur átti að hefjast kl 16:00 og ætlaði ég að sjá hann. Það var stórgóð skemmtun sem endaði á að við unnum leikinn 3-1 á móti Dalvík... Ekki leiðinlegt. Þegar heim var komið grillaði faðir minn ofan í stórfjöslkylduna eins og hún lagði sig og tókst það prýðisvel hjá gamla manninum og mamma sá um meðlætið. Já það klikkar ekki matargerðin á því heimilinu. Von er á góðu veðri á morgun svo það verður legið annað hvort hjá Siggu eða mömmu og sleiktir geislar svo langt sem það nær. Ég heyri í ykkur síðar þarna úr rigningunni hvar sem þið eruð stödd he he. Mig getur ekkert stoppað nú þegar ég er búin að anda að mér fersku fjallaloftinu hér í firði seyða og galdra. Eigiði góða viku sem framundan er og munið að ég elska ykkur öll sem vilja vera vinir mínir. Bless og takk, Kjöthakk :=) INGA
~~**~~


Garðurinn hann pabba míns er jú fallegur í meira lagi... Mamma á heiðurinn af sumarblómunum...







gamla settiðað sóla sig....




Unga snótin ég að sóla mig.....
Þessi dvergur passar tjörn og blóm svo allt sé eins og það á að vera....

Frú grenitré að vinna hörðum höndum......

~~**~~

Siggu pallur er líka svo rómó og flottur....



Og hér liggja þau mæðgin og sóla sig á góðum sunnudegi.....
~~**~~
Mamma og Sigga að ræða boltann af sinni alkunnu snilld...:=) (not)
KOMA SVO SRTÁKAR.......

Fjallasalurinn fallegi sem umkringir fallegasta bæ landsins þótt víðar væri leitað....

~~**~~




~~**~~

13 ummæli:

Synnøve. sagði...

Nu ska vi se...
Hummersoppa och vitlöksbröd inte helt fel det alltså.
Förstog av texten att du träffat vänner och har det bra.
Bilderna sa mer. Dina föräldrar bor så fint....
Alla statyer och dvärgar i trädgården....
Härligt att se på.
Sen är ni visst lika fotbollstokiga där som här hihi....
Ha en bra måndag nu. Här är det grått och regn....
Kram Synne.

MiaMaria sagði...

Hej!

Har också försökt läsa mig igenom...
God mat i trevligt sällskap vitlöksbröd, det är ju gott det...

Och sola och ha det riktigt gott...

En fotbollsmatch och vackra vyer, kan det var sonen som spelar...

Och härliga bilder från trädgården med träflickan, tomtar mm.....

Ha det så gott denna vecka!
MiaMaria

Berglind sagði...

það er nú orðið svo að maður þekkir þig ekki!!! og greinilega langt síðan ég hef komið í garðinn á árbakka 7, ekkert smá flottur, og maður sækir nú alltaf í pallinn hjá siggu þar er svo gott að vera, en gaman að þú skulir vera komin heim,sjáumst vonandi sem oftast. knús

Nafnlaus sagði...

elska þig líka stelpa, og er ég allveg dolfallin yfir æðislegum garði hjá foreldrunum og Pallinum hjá Siggu, örugglega ekki leiðinlegt að vera í þínum sporum og vera í fyrðinum fagra, já fallegasti staður. knús á alla sem vilja kannast við mig.

Sigga sagði...

gott að hafa þig sys

Goa sagði...

...ég vil líka!!!

Kristjana sagði...

Hæ kæra vinona gaman að sjá myndir af fallega garinum hjá foreldrum þínum og hrikalega krúsílegt hjá Siggu grenilega jafn smeklegar systurnar hafið það sem allra best kærar kveðjur ú eyjum þin vinkona Kristjana

inga Heiddal sagði...

ææææ gaman að þú skildir kommenta Kristjana mín og skilaðu kveðju til: Grandma tvítelítví in the woods... hahahahaha....

Nafnlaus sagði...

Já sæl og takk fyrir síðast :) alltaf gaman að koma á Seyðis ekki skemmir fyrir að hitta þig þar líka. átti mjög skemmtilega daga, já það er ansi langt síðan ég hef komið í garðinn á Árbakka 7, flottur! Hafðu það sem allra best.
kveðja úr þokunni á Akureyri.
Helga

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín , æ hvað ég öfunda þig ..það er svo æðislegt að vera þarna í örmum hárra fjalla og svoooo fallegur garðurinn hjá mömmu þinni og pabba.Bið að heilsa öllum :)
Ástarkv.
Hilda

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra.
Gott að þú hefur það gott fyrir austan. Passaðu bara að sólin haldist þarna því nú styttist í að stórfjölskyldan leggi land undir fót og skelli sér á Egilsstaði.
Já ég veit þú ert brjáluð yfir því en Inga mín það kemur annar þjóðari eftir þennan og þá tökum við sko á því saman thíhí.
Vona að þú hafir það áfram gott í firðinum fagra.
Saknaðarkveðjur af eyjunni fögru.
Þín Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Mig langar líka að vera á Seyðis
knús til allra kv,Sigga fræ

Anna Lisa sagði...

Hæ!!
Takk fyrir ad skrifa hjà mèr:)
Gaman ad sjà Ìslenskt blogg:)

FÌnar myndir, gott ad thid getid notid sumars og sòl:)

Kvedja frà Önnu Lìsu ì Noregi:)