fimmtudagur, 24. júlí 2008

Í faðmi fjallasala......

~~**~~
Helloj...
Það var hreint dásamlegur dagur í dag. Sólin skein og steikti mann inn að beini. 24°c og næs.
Við ákváðum að nú væri tími til komin að leggja land undir fót og ganga út í Skálanes. Ég ,Hind, Sigga, Kalli, Fjóla og Sjonni. Við lögðum af stað kl 14:00 og vorum komin út eftir kl 15:30. Leiðin þangað var heill heimur af dásamlegum lækjum og fossum, Já náttúran hreint stórkostleg. Þegar úteftir var komið beið okkar Kaffi og lummur og ískaldur El grillo bjór. Önnur öxlin á mér steikt inn að beini en það gerir ekkert til. Í bakaleiðinni var maður orðin ansi þreyttur og steiktur og sybbinn. Og þegar heim var komið var sturtan og koddinn það eina sem hugsað var um. En ég er búin að ákveða það strax að þarna fer ég um leið og ég kem aftur næsta sumar. Það er engin vitleysa að manni finnst maður nokkrum árum yngri eftir svona góðan göngutúr og útiveru. Að finna lyktina af náttúrunni er eitthvað sem ég var hreinlega búin að gleyma og ekki fundið frá því ég var barn. Svona lyng-berja-lækja-fossa-náttúrulykt!!! Kannist þið við það??? MMM... Mér finnst ég vera fær í flestann sjó eftir þennan dag. Og kannski eins gott því á morgun verður keyrt af stað til Reykjavíkur :=( en ljósi punkturinn þar er að ltili frændi minn fær nafnið sitt á laugaraginn og verður gott að geta kallað hann sínu rétta nafni áður en nafnið Dúskur festist við hann.:=) Jæja gott fólk svo verður farið alla leið til Vestmannaeyja á laugardagskvöld og byrjað að undirbúa Þjóðhátíðina... Ég veit að sumir verða glaðir þegar ég verð komin alla leið og get einbeitt mér að því að ákveða hvað á að hafa í tjaldinu og hvernig þemað verður í ár. Góðar stundir gott fólk og gangið í náttúrunni sem er bara handan við hornið hjá ykkur og finnið angan af lífinu. mmmm hvað er gaman að lifa. Ykkar INGA

~~**~~
Sjonni minn að mynda.....


göngubrúin yfir Austdalsá....
verið að leggja í hann við Austdalinn.....
Séð út í Skálanes frá Austdal....
Séð út að Brimnesvita frá Austdal.....
Smá kleinu og vatnspása.....
Sjonni og Hind í góðum gír.....
Sigga,Kalli og Fjóla....
Svona vogar og víkur eru á leiðinni út eftir.....
Farið yfir göngubrúnna yfir Austdalsá... Þar fékk ég svima og alles.....(ein lofthrædd)
~~**~~

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar myndir hjá þér,
svona er nú fjörðurinn okkar fallegur
Ég veit ekki hvort maður megi eiga von á ykkur mæðgum í heimsókn á morgun?hver veit?
kveðjur til allra Sigga fræ í Hveró

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Vackra bilder du visar idag.
Är så trött efter en kväll med ost och vin tillsammans med Cattis. Sovit i bara 3,5-4 timmar sen upp och jobba.
Ska posta änglar snart.
Kramen vännen.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Hæ. já finnst þér ekki frábært að fara út í Skálanes, aldeilis búið að breyta frá því í gamla daga. heyri kannski í þér á morgun og fæ að vita nafnið, ég veðja á Friðrik!
kveðja
Helga Akureyri
(stödd í Garðabænum)

Berglind sagði...

ég held að hann eigi að heita guðríður.. en það var gaman að hafa þig,knús

Hanna sagði...

Flottar myndir frá Skálanestúrnum, er einmitt að fara þangað í dag með matarklúbbnum( það verður ekki leiðinlegt) annars bara Inga mín, takk fyrir samveruna og góða skemmtun á þjóðhátíð(það er bara stanslaus skemmtun hjá þér, ekki leiðinlegt) kveðja úr firðinum fagra.

Nafnlaus sagði...

Vá fallegar myndir úr gönguferðinni aldeilis duglegt göngufólk og ekki spillir veðrið.

Hvernig væri að hafa Halloween þema?
(lesist Halló vín)megið alveg koma í búningunum til mín þá fáið þið skot bara svona nammi eins og Ísak Elí og Goggi smökkuðu um daginn á Stuðlabergi hjá Anitu sáu opal merki á svona litilli flösku afmeyjuðu og smökkuðu efnilegir drengir en þeim fannst drykkurinn verri en nammið verð samt ekki í tjaldinu á aðfaranótt sunnudagsins tek mér eina hvíldarnótt eða ekki passa barnabörnin alltaf eina nótt! Til hamingju með litla frænda og góða heimkomu!

Goa sagði...

Æi, já...þetta er allt undur fallegt og ég hef ALDREI komið í Skálanes!!!
En það verður víst að hafa það..:(
Og svo verður sjálfsagt voða gaman á þjóðhátið...hvað veit ég...*fúl*

En eitt veit ég þó að litli dúskur fær bara það nafn sem passar honum best! Svoleiðis er það bara alltaf!

Hjartansklemma...

Nafnlaus sagði...

Elsku Inga,takk fyrir komuna það er altaf jafn gaman að fá þig(ykkur)
vonandi sjáumst við fljótlega aftur
Sigga fræ í Hveró

Gusta sagði...

vá æði ég held að ég hafi heldur ekki komið í skálanes frekar en Gúa ekki svo ég muni þarf að gera það greinilega hafðu það gott bestu kveðjur Guðsteina