miðvikudagur, 10. október 2012

miðvikudagur og lífið gengur sinn gang

Góða kvöldið . skemmtilegur dagur í dag í skólanum sem tengdist eineltisáætluninni  okkar þar sem skrifað var undir sáttmála þessu tengdu. Simmi og 
Jói heimsóttu okkur og börnin bjuggu til plakat sem þau fóru svo með í fyrirtæki og stofnanir og hengdu þar upp. Leiðindarveður á eyjunni, rigning með öllu tilheyrandi. Fór til bæklunarlæknis í gær og verð að fara  í aðgerðina til Rvk í næstu viku þar sem liðþófinn er illa farin og farin að skemma út frá sér. Já gamlan er að verða eldri og verr farin en aldur segir til um. Þá er um að gera að passa betur upp á sig. Ekkert meira hopp fyrir mig svo að zumba er úr sögunni. Göngur verður helsta hreyfingin mín ásamt sundi. Verð að fara að koma mér í þann gír! Þegar þetta er búið þá verða 3 vikur í næstu aðgerð. Þá verður legið fjarlægt. æ það
verður bara gott. Ekki ætla ég að eiga fleiri börn.. Það mætti halda að maður  væri eitthvað smeykur að flytja af eyjunni og væri að fara þaðan í pörtum... he he En að öllu gamni slepptu þá verður gott þegar þetta allt verðu búið. Þá getur maður virkilega farið að láta sér hlakka til Floridaferðarinnar.Keypti mér nýjar stofugardínur í haust og setti þær upp um daginn. Er bara nokkuð sátt við þær. Var orðin leið á blómakrúsindúllublúnduverkinu sem ég var með Myndir hér fyrir neðan af þeim. Einfaldar og flottar finnst mér. kveð að sinni er orðin sybbin. Góða nótt. Ingibjörg Angantýrs!!

~~**~~
 
                                                            sátt!!
                                                               

                                                                         við þær!!!
                                                                         
                                                                                   
                                                                            ;)
                                                                             

3 ummæli:

helga sagði...

Flottar gardínur :) verð í borginni fram á næsta miðvikudag, hvenær ferð þú? Gangi þér vel í viðgerðinni, knús Helga. Ps. Er að vinna með einni Ingu Angantýs. :):)

inga Heiddal sagði...

hahhaah... Helga eg kem ekki fyrr en á miðvikudaginn

Nafnlaus sagði...

Alltaf svo fínt hjá þér syss ! Ég kem svo og stjana við þig eftir fótadótið :)