þriðjudagur, 27. nóvember 2012

Senn líður að jólum

Góðan dag gott fólk. Nokkur er langt síðan ég kíkti hingað inn. Nú er loksins komið að aðgerðinni minni eftir að vera búin að fara fýluferð einu sinni upp á land en sá 6.des varð fyrir valinu og er ég í framhaldi af því komin í jólafrí. Þá getur maður farið að huga að Floridaferðinni sem styttist æ í.
Lítið verður um jólaskreytingar á Fjólugötu 21 þetta árið en eitthvað þó. Ég nenni ekki að eiga eftir að týna allt niður þegar ég kem heim þann 12.jan.
En læt mig þó dreyma um hinar ýmsu skreytingar á netinu og dugir það mér í bili.
 Eigið góða viku. Kveðja Inga springa
~~**~~
 Er bara sátt við aðventukransinn minn þetta árið
 spurning samt að setja hann á langann disk til að hann njóti sín betur!
 Klippti síðan út ótal fiðrildi og límdi á vegg

 Bara sátt við það. Finnst það koma vel út
                                                                   svo ferlega sætt

                                            Fín hugmynd sem ég notfærði mér við aðventukransagerðina

                                            Sætir taupokar sem hægt er að nota sem jólaumbúðir
Að lokum sæt mynd af jólatré.
~~**~~

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo sætt og flott að vanda. verðum í bandi þegar þú kemur í bæinn :)
Knús úr Hveró

Nafnlaus sagði...

Elska aðventukransinn og er sammála um að setja á langan disk, það verður enn flottara.
Ég ætla ekki að skreyta heldur. Búin að setja tvær jólastjörnur út í glugga og thats it.
En það mætti segja mér að ég verði orðin hálf biluð seinnipart desember :(
En eins og þú þá nenni ég ekki að eiga eftir að taka allt niður þegar við komum heim.
Við förum líka fyrir jól suður svo....

Knús, syss

Guðný Björg sagði...

Vá hvað þetta er flott blogg :)
Kv Guðný Björg