miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Heill hafsjór af minningum!!!

Sæl öll sömul...
Margt og mikið hefur skeð í lífi mínu að undanförnu. Búin að vera lasin fyrir allan peninginn og var frá vinnu í dágóðan tíma... Þetta er sem betur fer allt á uppleið aftur. Það er ekkert eins vont og að vera lasin á líkama og sál. Ein mín besta vinkona sem er mamma minnar bestu vinkonu lést á dögunum og dreif ég mig því austur á Seyðisfjörð til að fylgja henni til grafar. ÞAð var falleg athöfn og langar mig að segja bara skemmtileg líka, eins og hún Gústa mín var sjálf. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið til hennar á sumrin eins og ég gerði alla tíð eftir að ég flutti, til að hlusta á þusið í henni og hlæja dátt með henni. Hún var yndisleg kona í alla staði sem átti þó ekki þrautarlaust líf. Aðra eins elju og þrautseigju í einni manneskju hefur maður varla kynnst. Ég veit að nú situr hún í gullstól með vinum og vandamönnum og heldur áfram að hlæja og þusa...:O) Ég flaug austur og til baka og hef ég ekki flogið innanlands í mörg ár. Sem betur fer var gott að fljúga því að síðast þegar ég flaug var ég rétt búin að fingurbrjóta manninn við hliðina á mér svo hrædd var ég. Ég komst að sjálfsögðu ekki alla leið til Eyja sama dag því það er orðið munaður að komast hér á milli lands og Eyja þegar manni hentar. Annað hvort vegna veðurs eða annara vandamála sem þetta fyrirtæki finnur uppá...:( ...Gott er að vera byrjuð að vinna á fullu aftur og að halda heimilinu í skefjum ég finn til með fólki sem ekki getur vegna veikinda af einhverju tagi getur ekki lifað lífinu sem skyldi. Ég er heppin manneskja að vera heilbrigð á sál og líkama að langmestu leyti. Ég læt hér staðar numið í bili og óska ykkur fljótlegs febrúarmánaðar..:O)
Kv Ingibjörg alheilbrigða.

~~**~~

Vinir og ættingjar Gústu hittust á góðri stundu

...og þá skiptust á skin...

...og skúrir.

ÞArna er þessi fallega fjölskylda samankomin á árum áður
Gústa, Steini og Gúa
.

Gústan mín svo fín á þessari mynd..



Í fallegu athöfninni...



og svo inni í kirkjugarði...


Og Gúan mín horfir til himins. og þakkar fyrir allt og allt og það geri ég líka
~~**~~

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Inga mín takk fyrir að vera þú:))

Sigga fræ sagði...

Þetta er Sigga Fræ sem er síðasti ræðumaður ;)

inga Heiddal sagði...

;) takk sömuleiðis!!!

Nafnlaus sagði...

Fallega skrifað hjá þér Inga mín....fékk bara tár í augun...gaman að sjá aðeins framan í þig...sérstaklega á náttbuxunum....kv. Hanna.

Gusta sagði...

knús og kossar til þín inga mín falleg orð sem þú skrifar alltaf bíð ég eftir næsta bloggi takk takk kv Guðsteina

Goa sagði...

Þetta er svo fallegt að ég brosi í tárunum.
Takk fyrir að vera vinkona mín, elsku góða Ingan mín.

Ég elska þig...

Sigga sagði...

Nú sit ég og brosi gengn um tárin. Hugsa sér í sorginni hvað var "gaman" að minnast Gústu.
Það segir okkur svo mikið. Hvernig viljum við kveðja ? Hvernig viljum við láta minnast okkar ?
Með fullt af vinum sem syrgja en geta ekki varist brosi af því þú varst svo góður vinur sem lét mann hafa það óþvegið ef þörf var á en nennti að hlusta þegar við átti.
Einnig lærðum við að auður og tilgerð eru ekki það sem lífið snýst um.
Ekki gleyma því að þeir sem telja Gústu til vina sinna eru flestir 30 og 40 árum yngri en hún og það er ekki öllum gefið að eiga slíkan vinahóp !!!
Fallegt hjá þér syssin mín, heyrumst :)

inga Heiddal sagði...

TAkk fyrir þessi fallegu komment öll sömul...

Synnøve. sagði...

Hej och godkväll Inga.
Har inte läst hennes blogg på evigheter så det här visste jag inte.
Pratar du med henne får du hälsa och kondolera.
Många varma kramar från mig.