mánudagur, 14. febrúar 2011

Háskaför með Herjólfi og hár!!!

Oj, Oj og aftur oj!!
Komiði sæl!!


Jamm einhvernvegin lengist bilið á milli þess sem ég skrifa. En á endanum kemur nú eitthvað... Búið að vera hér skítabræla á eyjunni í fleiri, fleiri daga og er þetta nú bara alveg að verða fínt. Þetta byrjaði allt á að maður fékk það óþvegið hér fyrir um viku þegar gerði vonskuveður og kofinn hristist allur og skalf... Endaði með því að tvær stenilplötur af vesturhlið hússins flettust af og bílhurðin fauk upp og allt í tjóni...Man bara ekki eftir svona leiðinlegu veðri á Fjólugötunni í þau tólf ár sem við höfum búið við hana. Ég þurfti síðan tveimur dögum seinna að fara til Rvk í smá aðgerð og fór með Herjólfi seinni ferð á miðvikudegi sem var ágætisferð.Morguninn eftir var ég hármódel fyrir dóttir vinkonu minnar uppi í Tækniskóla og leyfði henni heldur betur að dedúa við mig og kom eins og unglamb með smá pönk ívafi frá henni... (rosa ánægð sko) Takk fyrir þetta Anna Ester mín þú veður algjör snillingur að námi loknu ef þú heldur svona áfram... En viti menn á meðan ég lét mér líða vel þarna í stólnum hjá henni þá var hringt í mig og mér sagt að búið væri að fresta aðgerðinni um óákveðin tíma þar sem eitthvert tæki sem nota átti á mig væri bilað...:( Ég brjálaðist... Jú það má segja það... Að hringja svona morguninn áður að segja mér þetta var algjör skandall. Það er eins og þetta fólk haldi að maður búi í næsta húsi. Ég sagði aumingja konunni þetta og henni fannst þetta voða leitt... Ég sagðist skyldu nú ætla það að henni þætti það. Það væri nú það minnsta sem henni þætti. Hún sagðist hafa reynt að hringja í mig en ég ekki svarað... Og viti menn jú hún hafði það á meðan ég var í Herjólfi. Mér finnst lágmark að manni séu allavega gefnir tveir til þrír dagar þar sem maður býr úti á landi... En hvað um það það þýddi bara eitt að ég þurfti að hunskast heim aftur í kolvitlausu veðri suðaustan 22 m stóð á skiltinu í Þrengslunum... :( Mig hlakkaði ekki til Herjólfs... Ég var nýlögst í kojuna þegar ég dauðsá eftir að hafa farið... Þvílík hörmungarferð upphófst sem stóð í 4 tíma og ég í lausu lofti á milli koja alla leiðina eða að reyna að skorða mig af til að fljúga ekki út á gólf sem ég nú samt gerði og ælubakkinn á eftir mér... Ég var þó ekki sjóveik sem betur fer... En hrædd var ég fyrir allan peninginn..:(..Hefði fengið 10 fyrir fimleikaæfingarnar sem ég stundaði þessa fjóra tíma og er enn með harðsperrur eftir að reyna að halda mér kyrri.... Ég er búin að ákveða að fara aldrei aftur með skipinu í febrúar. ALDREI!!!!!. Ég komst einhvernvegin heim til mín titrandi og skjálfandi á bílnum. Þar sem ekki var þurr þráður á mér þegar ég kom heim þá skreiddist ég í bað, raðaði í mig róandi lyfjum og skreiddist þaðan upp í rúm gjörsamlega búin á því!!!Fór í millitíðinni inn á veður.is til að gá hvernig veðrið væri og þá voru suðaustan 33 m...:( Ég veit núna hvernig það er að vera á skipinu þegar VONT er í sjóinn, hélt ég væri búin að því einhverntíman en svo var ekki fyrr en nú. Ég vona að ég eigi ekki eftir að lenda í svona aftur... Eða ég ætla ekki að lenda í svona aftur.... Þetta er nú það eina sem ég hef um að tala núna það kemst eiginlega ekkert annað að hjá mér.. Það er ekki gott að vera hræddur og gráta aleinn í einhverjum ógeðsklefa niður í einhverju skipi. Bless í bili...:(


Ingibjörg ofurhetja!!!

Before
After

6 ummæli:

Sigga fræ sagði...

Knús hetjudúllan mín :)

Gusta sagði...

þér var nær að vera ekki bara hjá mér og skunda á Nasa :) á tjúttið en þú ert töffari með nýju hárgreiðsluna þína Inga mín og það var gaman að fá að hitta þið þó stutt væri knús og kossar til Eyja kv Guðsteina

Sigga sagði...

Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé eins og ferðin forðum daga þegar mín familí kom í heimsókn til ykkar. En ó mæ Lord ég man ennþá hvað þú sagðir þegar familí Karlsson steig frá borði: Ég hélt að það hefði verið fínt í sjóinn alveg þangað til systa kom niður landganginn,hahaha.

En það sem fólk ekki veit er að ég var að var búin að æla og hjálpa tveimur börnum að æla og reyna að halda þremur æludöllum í skorðum sitjandi við sjónvarpið. Einhverja hluta vegna hvarf sjómannspabbinn akkúrat þarna en birtist skömmu síðar og frúin gargaði "HVAR HEFURU VERIÐ" og grínlaust karlfjandinn sagði "ég fór og fékk mér að éta og svo út að reykja".
Ef þið hafið einhverntímann lent í bálreiðri eiginkonu þá skuluð þið margfalda með 100 og þá skiljið þið hvað karl greyið fékk framan í sig, eftir að ég var búin að æla !!!
Svo kæra syss, eftir þessa lýsingu áttu alla mína vorkunn !!! :))))

Og bæ þö vei þetta var í ágúst !!!

Knús á Fjólugötuna og p.s. þú ert ruuusalega flott um höfuðið ;) Gúas'style. Það kemur að því að ég læt mitt fjúka. Kannski Anna Ester græi mig næst þegar ég kem :O)

inga Heiddal sagði...

Og bæ ðö way þá var þetta í mars vina mín... Þetta var þegar þið komuð einu sinni um páska!!!! Ég græja þetta með Önnu Ester!!!

Sigga sagði...

Þar sem ég er ekki mynnugasta manneskja í heimi, rengi ég þetta ekki. Það hvarflaði bara ekki að mér að ég hefði ferðast á þessum tíma :)

inga Heiddal sagði...

En klannski ertu "minnugasta" manneskja í heimi.....:O)