þriðjudagur, 14. september 2010

Gissmossleiðangur til Akureyrar part 2!!!

Góðan dag...
Jæja þá er það taka tvö úr Gissmossferðinni okkar . Þ.E. Seinni dagurinn og kvöldið!! Hann byrjaði náttlega á því að vakna og fá sér ljúffengan morgunverð en hmmmm... það gleymdist eiginlega að kaupa eitthvað ljúffengt svo að við létum okkur duga ristað brauð og kaffi. Dagurinn var misgóður hjá okkur og þá aðallega mér... Ákveðið var að halda inn á Glerártorg og kíkja í búðir en það gat ég bara með engu móti... mér fannst allstaðar svo heitt og allastaðar loftlaust svo ég hékk annað hvort á bekkjunum frammi eða úti og beið eftir að þær hinar svöluðu þörfum sínum í búðarrápi...Síðan var haldið í göngugötuna og farið á Bautann og fengin sér hin besti þynnkumatur. Þar á eftir átti svo að fara í dekur... Flestar okkar gerðu það á meðan ein okkar fór heim og lagði sig til að missa ekki af kvöldinu!!!...:) Þegar hinar komu svo heim voru þær búnar að versla í dýrindis grillerý og allar sjænuðum við okkur upp og elduðum .. Borðuðum svo um 22:30 um kvöldið... Eilítið var talað um hvort ætti að fara út á lífið í Akureyrabæ en úr varð að halda náttfatapartý sem gjörsamlega sló í gegn með leikjum söngvum og potti!!!! Já okkur fannst sko alveg nóg bara að hittast í þessum sumarbústað og halda partý fyrir hvor aðra... Þurftum enga Akureyríska skemmtistaði til þess...Hahhaaha Snilld..
Þarna hefðu sjálfsagt eiginmenn líka sagt " Að fara alla þessa leið til að fara varla út úr dyrum" En betri hefði þessi ferð aldrei orðið!!!! Ég er enn brosandi út að eyrum!!!
Læt heyra í mér síðar og þakka mínum flottustu enn og aftur fyrir þessa frábæru ferð!!!!
Ingibjörg ofurhugi!!!



~~**~~

Búnar að sjæna sig fyrir matinn!!!
mmmmmmmmm..............

dásamlega gott salat!!!
dásamlega gott salat!!!
dásamlegur fylltur kjúlli grillaður!!!

mamma sæta...í frábæru veðri... En pínu kalt


Jóhanna vinkona okkar allra kíkti aðeins á okkur...

Við að sóla okkur aðeins áður en haldið var í búðarrápið!!!

Ég þurfti smánudd eftir að hafa legið eitthvað illa eftir nóttina eins og sjá má kannski á hárinu á mér...hahaha hvað er að frétta af því bara...
Selma og Ólöf siams eitthvað voðalega....
Sigga að leggja yngstu dótturinni lífsreglurnar!!!!
Sigga sys á meðan hún lifði... hún svaf af sér mestalla laugardagsskemmtunina... En komst þó í náttfötin til að geta sagt að hún hefði verið með í náttfatapartýinu!!!..:O)

Flottur hópur!!!

Einhver leikur... HEld ég...:O)
dans og söngur!!!
Vinkonurnar....og mæðgurnar S.I.Ó.G.
gleði gleði gleði!!!
Og yfir þessu svaf systir mín alla nóttina!!!
Fórum í ýmsa leiki þar sem klósetburstar komu mikið við sögu!!!..:O) Þeir koma líka í ýmsar þarfir svo sem kertastjakar!!
Mamma og Sigga í einum leiknum af þeim!!

Svo var sungið svolítið í þá líka!!!
Og ælt ofurlítið... Eða sýning í því allavega!!!
Heyja heyja heyja!!!
Fjöldasöngvar í klósetbursta og statíf...
Af mikilli innlifun!!!...:O)

Að lokum fórum við vinkonurnar í pottinn sumir minna klæddir en aðrir!!!...:O)

3 ummæli:

syrrý sagði...

Það hefur aldeilis verið fjör hjá ykkur. Hva fór Sigga til Akureyrar til að horfa á sjónvarpið ( miðið við allar fjarstýringarnar sem hún svaf með í fanginu :))

Sigga sagði...

hahaha frábærar myndir :D
Rosalega hefur verið gaman hjá ykkur ;)
Knús Syss

Nafnlaus sagði...

Jeminneini....ég sit hér brosandi við skjáinn í vinnunni og greinilega ekkert bankatengt sem ég er að skoða ;)... þetta var bara gaman og algjör óþarfi að fara út úr húsi í svona skemmtilegum félagsskap.

Hvað heitir vinsælasta lagið með AHA? ;)

Risaknús
Ó ið