miðvikudagur, 1. september 2010

Dagsferð til mín!!!

~~**~~
Jæja Loksins. Einhvernvegin finnst mér bara ekkert að frétta þessa dagana en samt alveg fullt að ske í lífi mínu. Fékk svo flotta og góða gesti um daginn í dagsferð til mín. Júbb gott fólk nú er hægt að koma í dagsferð til mín og það ekki svo leiðinlega eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. En SIgga fræ í Hveró og Hilmar komu til mín með litlu börnin sín tvö...hmmm en það eru Hrekkur rokkari og Tinna tindilfætta. Yasmíni minni fannst það nú ekkert spes og reif sig niður í rassgat fram eftir degi og reyndi að ná yfirráðum í sínum afmarkaða heimi og tókst það nú bara nokkuð vel. Allavega var Hrekkur ekki alveg að skilja þessi læti. Hann er svona það sem maður kallar tilgangslausan hund. Hann gerir ekkert og þá meina ég ekkert hann bara er. Vildi svo sem alveg eiga þannig hund miðað við mína frekju sem allt þykist eiga og ráða yfir. Hún ætlar seint að skilja að inniskórinn sem hún riðlast á alla daga er það eina sem hún stjórnar...:O)Fór í dásamlega mæðgnaferð norður á Akureyri um síðustu helgi ég segi ykkur allt um það í næsta bloggi og læt þá fylgja myndir með sem eru vel yfirfarnar af æskulýðsráði..:)
Ég er sybbin nú sem endranær og læt þetta duga í bili. ADJÖ.
Ingibjörg engill!!!


~~**~~

Ég og fræið mitt flotta... Þarna var ættarhláturinn við völd!!!
var með síðbúið Brunche.... mmm. svo gott.. Humar og læti.

Pestó, ostar,hráskinka....


allskonar brauð bæði heitt og kalt....


Þau voða spekingsleg ..en það stóð nú ekki lengi yfir...hahaha...

En þeir voru spekingslegir og það stóð lengi yfir...

Þetta var áður en þau skiptu um sæti . Þeir heyrðu ekki í hvor öðrum fyrir ættarhlátrinum í frænkunum...

Yasmín frekja....

Hrekkur rokkari af guðsnáð... En þó bara á ytra byrðinu... hann er alltaf svona . Þau gætu eins bara átt mynd af honum..:O)

Og svo hún Tinna tindilfætta. Hún var með bleyju en það er nú verið að venja hana af henni... snilldin ein!!!
~~**~~

6 ummæli:

Gusta sagði...

æðislega flottur bröns hvaða flotta brauð var þetta með fyllingunni ? ég hlakka til að koma í heimsókn til þín vonandi núna í haust ef þú vilt fá mig leiðinda guddu alltaf gaman að skoða bloggið þitt knús í hús

Nafnlaus sagði...

Knúsknúsknúsknús!!! elskan mín, mikið er gott að þú ert mætt hér aftur :) Og takk fyrir okkur,dýrðar og dásemdar móttökur eins og þér einni er lagið. Kveðjur í bæinn :)
(Tinna er farin)

Sigga sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Sigga sagði...

skemmtilegar myndir af skemmtilegu fólki ..... og hundum :)

Synnøve. sagði...

Godförmiddag på dig min vän.
Ser på dina bilder att du haft det gott igen. God mat, goda vänner och familj. Det är mysigt det.

Vilka goa hundar.

Här går hundarna bara och väntar på jakten. Älgjakten börjar väl om inte allt för länge. Då blir det liv och rörelse här.

sänder många varma hälsningar från oss här.
kramen Synnöve.

Helga sagði...

sæl ljúfan, hlakka til að sjá og heyra ferðasögur frá norðurferðinni :) Leitt að missa af þér og þinu fríða föruneyti. Knús !