þriðjudagur, 7. september 2010

Gissmossgeim á Akureyri part one!

Helloj!!
Jæja þá er komið að frásögn af ferðalagi okkar Gissmoss systra til Akureyrar!!!
Sem var hreint út sagt frábær ferð en ég var svoooo þreytt eftir ferðina að ég svaf eiginlega stanslaust í tvo daga. Greinilegt að maður hefur ekki mikið úthald í svona ferðalög sem standa heila helgi ásamt svo fríðu föruneyti og mikilli drykkju já ég sagði mikilli drykkju. Og þá á ég við svona 2 daga í röð... Það er ekki alveg að gera sig. Geri það ekki á þjóhátíð heldur þá tek ég frí á laugardeginum til að hvíla lúin bein en það var engin tími til þess þarna!!!
Ferðin byrjaði á Herjólfsferð á fimmtudeginum já var svo blessuð að farin var ferð þann dag í góðu veðri síðan hefur varla verið farið... Eða jú annars þegar ég kom heim á sunnudagskvöldinu!!. En hvað um það ég keyrði til Ólafar vinkonu sem er ein af Gissmosssystrunum... Morguninn eftir lá leið okkar keyrandi á Akureyri sem tók okkur um 6 tíma frá Selfossi, við brunuðum beint í ríkið þar og birgðum okkur upp. Svo röltum við aðeins í búðir þar sem Seyðisfjarðar,Reykjavíkur og Egilstaðagellurnar voru ekki komnar. En þær birtust svo með flugi og á bílum einni af annari og vorum við komnar í bústaðinn kl 18:00 Frábær bústaður í alla staði og nýtískulegur með öllu tilheyrandi... Þar sem förinni var ekkert heitið það kvöldið þá bara pöntuðum við bara pizzu og gerðum okkur klárar í pottinn. Sumir af körlunum sem heima sátu fannst það nú skrýtið að fara alla leið á Ak til að panta svo pizzu en so... hvað með það. Kvöldið einkenndist svo af upprifjunum fyrri Gissmossfunda og frumflutningur á Gissmosslagi systranna sem einn af eiginmönnunum samdi. Stórkostlegur texti við lag sem við erum búnar að syngja í svo mörg ár við texta Valgeirs Sigurðssonar gamla kennara míns og tónlistar og kórkennara míns Gylfa Gunnarssonar!!!... 'Eg læt svo bara myndirnar tala sínu máli það er bara best held ég. Bið ykkur góðrar nætur...
Ingibjörg Akureyrarmær!!!

PS: ÞAð er rétt að komi fram að Gissmoss stendur fyrir upphafstafi okkar allra systra og erum það mamma og við systur og besta vinkona mömmu og dætur hennar en við ólumst allar upp saman á sömu torfunni eins og eins stór fjölsk...


~~**~~


lesið upp úr gömlum fundargerðum!!
verið að blaða í því besta...


Og sungin söngur...

áheitalegar þarna þessar mæðgur...Eitthvað fannst mömmu voða fyndið þarna...


og enn fyndnara þarna...


mikið hlegið....

mamma og við systur...

.....


það var lítið annað en .... þetta kvöldið í ísskápnum!!!


Sigga vinkona mömmu og hennar dætur...


Stína og Sigga....


Við söstrerne á góðri stundu nýkomnar í bústaðinn!!!Sögur sagðar!!!

Frumflutningur....


Gissmosslags...

7 ummæli:

syrrý sagði...

Lítur út fyrir að hafa ekki verið EKKI MJÖG leiðinlegt hjá ykkur, enda seyðfirðingar ekki vanir að láta sér leiðast. Framhald takk...

Helga sagði...

Frábært að sjá hvað þið skemmtið ykkur vel, annað væri nú ekki hægt :o) en svona smá forvitni, í hvaða bústað voruð þið?

Synnøve. sagði...

Hej på dig.
Ser ut som ni har en körövning. Härligt med sång och musik.
kramen.

Sigga sagði...

Sit hér eins og kjáni alein og brosi eyrna á milli :)
Ó MINN GUÐ hvað var gaman :D
Er ekki farin að sjá eina einustu mynd úr ferðinni !!!! Svo þú mátt gjarnan meila mér rest :)

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá ykkur :)

inga Heiddal sagði...

Og hver ert þú nafnlausa kú????

Nafnlaus sagði...

Sorry Inga mín það er bara ég Stóra fræ!! :)