mánudagur, 24. ágúst 2009

Nýja hjónóið mitt... ásamt fleiri pælingum!!!

Jæja ég get ekkert beðið lengur með að setja inn myndir af nýja hjónóinu mínu... Enn er þó eftir smá fínisering eins og listar á panilinn og svo koma tréhattar ofan á staurana en þeir hafa ekki verið til eða allavega ekki komnir til mín eftir 12 daga bið...:=/ Ég er þó alsæl með árangurinn og finnst alveg allt annað að sofa þarna núna. ...=) Átti svefnlausa nótt í nótt sem var náttlega alveg hundleiðinlegt. Þegar maður veltist um í bælinu og bíður eftir að geta sofnað þá tekst það ekki. Fór að horfa á video, las og reyndi með öllu móti að syfjast en ekkert gekk. sofnaði um 6 leitið og var vakin af bóndanum 7:40 . Ég gargaði á hann en honum var slétt sama og fór til vinnu , ég veltist um aðeins lengur og fór svo í vinnu. Kom heim um hádegi kom Hindinni á ömmu sína og þær fóru í berjamó. Hún kom heim með það mikið af berjum að ég gat búið til 2 stórar krukkur af krækiberjahlaupi... Gaman. Ég fór svo og lagði mig. Er einhvernvegin öll úr lagi gengin núna en ákvað þó að fara til Önnu Lilju vinkonu eftir kvöldmat og horfa á "so you thing you can dance" .. Þá er skólasetning í fyrramálið og Hindin mín orðin svo stór að hún er að byrja í 5. bekk... Það segir manni bara að maður er að eldast. Trommarinn fluttur að heiman fyrir um ári síðan og Hindin á síðasta ári í yngstu deild og færist yfir í "stóra skólann" á næsta ári...:=/. Nú getur maður farið að láta sér hlakka til að fara út á tónleika í sept með Coldplay !!! það verður dásamlegt... OHHH hvað mig hlakkar til. Verst er að Herjólfur Gubbólfsson er akkúrat að fara í slipp þá svo að við verður að fljúga á fokkings papparellu á milli lands og eyja en það hef ég ekki gert í rúmlega 10 ár... Hlakkar ekki til þess!!!!! Ætla að vera hálf rænulaus af róandi lyfjum á leiðinni. En jæja það er seinni tíma vandamál. Ég bið að heilsa ykkur í bili og eigið góða viku framundan.Kv Ingibjörg örvæntingafulla...:=)

~~**~~
Nýja hjónóið mitt!!
svo rómó...



old white oak parket sem ég féll fyrir...

dásamlega orðsendingin mín sem ég lifi eftir .. sem Gúa vinkona gaf mér...hangir þarna og minnir mig á um hvað lífið fjallar...


Ætlunin er að setja panilinn allan hringinn í herberginu en það var ekki gert núna... Það er ekki 2007 lengur svo að við bíðum aðeins með það.


Þarna situr líka Himmi minn heitin á hillu og vakir yfir mér....
þarna koma svo tréhattar eða pýramídar ofan á staurana og svo vegglistar ofan á panilinn. Það verður miklu flottara...

Rúmteppastandurinn fékk nýtt hlutverk og heldur nú uppi blómalengjum í stórum stíl

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega flott herbergið þitt. Gert með stæl, mátt sko vera ánægð með árangurinn þinn.
kveðja Jóhanna Kristíns

Goa sagði...

Mjöööög flott! Gaflinn = Snilld..:)

Sov gott min käraste vän...

Sigga sagði...

Vá systir sæl.... svo floooottt !
Gólfið tú dæ for :*

Mmmm.... og búin að gera krækiberjahlaup, elska það :)

knús sys

Nafnlaus sagði...

Bara flott, gólfið er geggjað
Knús í hús Sigga fræ

Gusta sagði...

til hamingju með fallega herbergið þitt kv Guðsteina

Ingmarie sagði...

Sovrummet är så underbart vackert!Gillade parketten ni valt.Jag förstår din svenska alldeles utmärkt!

Kram på dig!

Berglind sagði...

rosalega flott þið hljótið að sofa vel þarna :)