laugardagur, 22. ágúst 2009

Herbergi fyrir og á meðan á framkvæmdum stóð...

Jæja þá er allt að ske... LOKSINS búin með þetta herbergi. Það lá við skilnaði...:=/ Ég er náttlega að drepast úr frekju og vildi fá allt sem ég ekki gat gert sjálf, gert í gær!!!! Ég er eiginlega búin að ákveða það að ef ég ætla í fleiri framkvæmdir þá kaupi ég þá vinnu sem ég ekki get gert sjálf. Ég vil endilega ekki skilja við manninn minn bara út af einhverju svona. :=/ Það verður að vera eitthavð stórvægilegra en þetta. Það er náttlega alltaf þannig að þegar ég ætla að framkvæma að þá er ekki allt til sem ég þarf að panta eða það týnist á leiðinni og akkúrat það gerðist núna þannig að ég get ekki klárað aaaalveg fyrr en í næstu viku svo að núna fáið þið bara myndir sem voru teknar eins og herbergið var og myndir á meðan á framkvæmdum stóð. Svo þegar allt er tilbúið þá koma myndir eins og allt er núna. Góður dagur að kveldi komin og ég ætla að hafa það kósý í kvöld og glápa á imbann, borða góðan mat, og letihaugast. Ég bið að heilsa ykkur í bili og kem að vörmu spori aftur... Kv Ingibjörg öfluga..:=)

~~**~~
Svona hefur herbergið litið út um nokkra ára skeið...



~~**~~
Svona á meðan á framkvæmdum stóð...
Þetta er dúkurinn sem fyrrverandi eigandi setti á og ekki var til nóg af svo að þetta var undir rúminu öll árin og hafði hann skrifað á gólfið að ekki hafi verið til nóg af honum og hann settur á þann 23/06 1988...:=)



Þetta skemmtilega betrek kom í ljós á bak við plöturnar sem við rifum af...
Þennan vegg þufti að taka allan og heilspartla og pússa trekk í trekk...:=/ OJJJ..




Ansi skrautlegt...:=)


Partur af plötunum sem rifnar voru af!!! djöfuls vinna og leiðindi en ég greinilega þrífst á þessu.. Þarf alltaf að vera að gera eitthvað svona manninum mínum til mikillar armæðu....=)

4 ummæli:

Sigga sagði...

Duglega duglega systir mín, fannst reyndar herbergið fallegt eins og það var en það segir meira um mig en þig :)Vá hvað þetta hefur verið mikil vinna ! Efast ekki um að þetta verði æðislegt.
knús sys

Nafnlaus sagði...

O,M,G !!!!! Knús úr Hveró

Ingmarie sagði...

Vi tycks hålla på med samma sak....fast härhar det varit vattenläcka!!!!!Tänk att få bo på sagoön Island...fantastiskt!

Kram på dig!

Gusta sagði...

hlakka til að sjá myndir af nyja herberginu þínu gangi þér vel að klára