laugardagur, 24. nóvember 2007

Verðum við að Norðurljósum??

Ég varð fyrir svo miklum hughrifum í gær!!! Ég var að keyra heim úr búð og þurfti að taka veika dóttur mína með, hún sat í aftursætinu hugsi, og sagði svo: mamma ég vildi að það væri ískalt úti. Nú af hverju sagði ég. Þá sagði hún: jú mamma af því að þá sjást norðurljósin svo vel og amma langa mín er í norðurljósunum að horfa á okkur. Alltaf þegar ég held að dóttir mín geti ekki orðið öllu eldri sál þá kemur hún með svona komment. Því það hefur alltaf verið sagt um hana að hún hafi fæðst með gamla sál. :) Ég tileinka þessa mynd henni ömmu minni og öllum þeim sem ég sakna og eru nú í norðuljósunum að fylgjast með okkur.Til minningar um ömmu siggu mína sem dó í mars... ég sakna hennar svo mikið.






4 ummæli:

Hanna sagði...

Sæl Inga mín og til hamingju með nýju síðuna, loksins kemst ég inn á síðuna þíns( systa þín var að hjálpa mér). Aldeilis fínt að fylgjast með þér á eftir að vera daglegur gestur hér, ekki spurning, bið að heilsa í bili.

Sigga sagði...

Ég þurfti að hafa mig alla við til að skæla ekki hjá Jóhönnu áðan þegar ég var að lesa bloggið þitt. Knús til ömmuSiggulöngu. Hindin komst vel að orði þarna eins og svo oft :)
Faðmlag frá mér til ykkar.

Goa sagði...

Æi, já...ekki þurfti nú svona mikið til að ég færi að skæla!!
Mikið er maður orðin eitthvað viðkvæmur...eða fjallar þetta um þroska og þakklæti?!
Hvað veit ég!
En ég veit eitt og það er að...við erum svo ríkar að eiga allar minningarnar!
Pældu í hvað lífið væri tómlegt án þeirra!
Faðmur minn..er þinn...alltaf!
Ástarkveðja til ykkar allra...frá konunni í landinu langt í burtu, sem langar svo að fara í Seyðisfjaraðarkirkju á aðfangadagskvöld.

Sandra sagði...

Hæ frænkan mín og til hamingju með síðuna. Hún er ekkert smá flott hjá þér eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur :-) Ég réð nú ekki við tárin þegar ég las hvað Hindin sagði um ömmu Siggu. Hún er algjört yndi þetta barn! Nú mun ég alltaf hugsa til ömmu þegar ég sé norðurljósin. Knús ogt kossar til ykkar allra :-)