miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Úr ýmsum áttum

Ég er ekkert í spes skapi myndavélin batteríislaus og veit ekkert hvar á að fá svona batterý. Þess vegna eru myndir bara svona héðan og þaðan . Ekkert svona þema í gangi. Nú er ég t.d. búin að skreyta allt hjá mér og langaði að mynda það allt. Enn nei nei það er ekki hægt. Átti þessar myndir inni í tölvunni sem eru hér fyrir neðan. Í dag var ég annars nóg að gera var að vinna til 14:15 og skrapp þá heim og fór svo á söngæfingu. Þar var mikið hlegið við vorum að semja fyrir laugardaginn og guð minn góður alltaf skal þetta enda með einhverju hryllilega vitlausu. Ég hló svo mikið að ég gat ekki sungið lengi á eftir. Tárin runnu og það er langt síðan það hefur gerst. Við Hind fórum í sund eins og venjulega á miðvikudögum, það var dásamlegt eins og alltaf og gott að koma svo heim tilbúin að fara að sofa hreinn og fínn og uppgefin eftir daginn. Englar alheimsins passi ykkur í nótt og gefi ykkur góða drauma. knús og kossar til allra sem ég þekki góða nótt.

Diskurinn úr Húsasmiðjunni og skeljarnar frá Danmörku tíndar af systur minni af mikilli natni...:)
pantaði í 40 afmælisgjöf og fékk.... ein bara frek...

Æ enn ein ný króna... en mig vantaði hana...


Stóðst ekki mátið og keypti mér þessa...hummHryllilega sætir hengistjakar sem Gúa vinkona gaf mér...
dásamlegur kross sem Þórey vinkona gaf mér...


3 ummæli:

Goa sagði...

Ég bara syng nú...gott er að vera með glóðarauga, blá bauga, undir auga..jósep, hanh,hann,hann!!!
Mér þykir þetta nú orðið eitthvað grunsmalegt hvað þér er "gefið" allt fallegt...hmmm!
Á maður ekki að gefa áfram...ha,ha...já,svaraðu!!!
Það er svo fínt hjá þér hjartað mitt...við getum kannski skipst á hlutum...hmmm!!
Þórir vill að ég spyrji þig...hvort þú: Vitir hvað ljóminn er ljómandi góður...???!!
Og ég kem ekki um jólin..
Puss og kram alla leið á Kárahnjúka!!

Sigga sagði...

....ok, þetta er einmitt krónan sem við vorum að tala um í gær að mig vantaði yfir borðstofuborðið mitt. Það myndi smellpassa. Þú manst máltækið "gott er að gefa góða hluti". Ef ekki þá tek ég skeljarnar aftur, aha,ha.
Hilsen

inga Heiddal sagði...

ha ha ha ha... þú ert svo sniðug systir góð en hún er of lítil´hjá þér. Skeljarnar getur´þú fengið ég get bara tínt mínar eigins skeljar!!!!!!