Komin mánudagur og brjálað veður. Guð minn góður ég hélt ég mindi enda úti á hafi í nótt það var svo hvasst. Svo svaf ég yfir mig í þokkabót en náði þó að vera komin þegar fyrsti fyrirlestur var að byrja. Það var sem sagt samstarfsdagur kennara og við sátum á þremur fyrirlestrum sem allir voru mjög áhugaverðir. Einn var fyrir börn með takmarkaðan stærðfræðiskilning (góður)
Annar var um daufblindan dreng frá Vestmannaeyjum og hvernig hann hefur náð að vaxa og dafna á síðustu árum. Allt frá því að hann var lítill með mjög takmarkaðan skilning, í að vera farin að gera sig skiljanlegan bæði með tákni og tali. ( mjög góður)
Og svo að síðustu úrræði sem hafa gefist vel í sambandi við einhverfu, athyglisbrest, ofvirka og downs börn. (mjög góður). Og nú í allt annað...
Ætla svo að síðustu að segja ykkur að henda út þessum lifandi blómum ykkar. Sjáiði hvað ég á mörg flott plastblóm sem ekkert þarf að hugsa um. Aldrei að vökva, aldrei að umpotta, aldrei að ryksuga upp fallin laufblöð og þessháttar. Bara að skola þau tvisvar á ári og hrista þau og þau verða aftur eins og ný :)

veit ekki alveg hvað þetta heitir en þetta finnst mér mjög falleg af plastblómi að vera :)

Þetta sést nú ekki sem skildi en þetta eru haustlaufsþúfur og mjög fallegar. (úr plasti)

þetta stóra er annaðhvort rósmarín eða kannski dill man það ekki en það er allavega úr plasti. :) ha ha

í borðkrók í eldhúsinu eru svona ýmsar plast-kryddjurtir einkar hentugar:)