Það er byrjað að snjóa á Seyðis eins og sjá má það var reyndar ekkert spes veður þar í dag frekar enn hér. Ég er að segja ykkur að ég þarf ekki að fara í botox eða anlits-strekkingu næstu árin vegna þvílíks vinds hér í morgun og dag. ég var á útivakt í skólanum og ég er eiginlega búin að brosa út að eyrum í allan dag það strekktist svo mikið á manni..En ég er sem sagt að fara á jólahlaðborð á morgun ef ég hef ekki verið búin að nefna það :) ég fékk dásamlegan kertavasa glæran m/frostrósum á og silfrað kerti í honum ég er svo sæl með vininn minn sem upplýsist á morgun einnig..Góða helgi elskurnar mínar og gangið hægt um gleðinnar dyr. knús!
búið að setja jólatréð upp og seríurnar komnar á. ég varð að setja þessa mynd inn þetta er svo smart sjónarhorn.












































