mánudagur, 1. október 2012

aðallega ekkert sko!

Já góða kvöldið. Mánudagur er það og ný vinnuvika hafin. Veðrið búið að vera gott og rólegt, sést vel til allra átta.  Svosem ekkert að frétta en alltaf gaman að röfla svolítið um ekki neitt. ÞAð styttist óðum í Orlando. Jamm gott fólk þar skal eyða Áramótunum með fjöllunni allri, momms, pomms og allir fylgifiskar. Maður getur farið að láta síg hlakka til. Svona hvað að hverju. Tvær vikur í sól og sumri... Vonandi.!!! Er alltaf með hugann við húsið innandyra og er svona pínku að breyta og bæta lét td yfirdekkja þennan gamla stól sem var með bláu ullarefni á og setti hvítt leður og járnbólur. Allt annað að sjá hann og svo glöð meðann!!! Búin að setja upp nýjar gardínur í stofuna en er ekki með mynd af þeim núna geymi það þangað til næst. Annað er svosem ekki að frétta nema á von á að fara í litla hnéaðgerð í næstu viku, vonandi get ég farið í Zumba innan tíðar.. Sakna þess að geta ekki dansað þann tryllta dans.. Svo gaman.
 Ég bið að heilsa að sinni. Ingibjörg endurunna¨!

~~**~~



Flotti stóllinn minn!!! 

Fékk svo sæta leirplatta að gjöf frá vinkonum  yfir mig ánægð með þá!


Við mæðgurnar að leggja okkur... thí hí
~~**~~

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geggjaður stóll !!!! hlakka til að sjá gardínurnar
Knús úr Hveró :) Sigga fræ

Nafnlaus sagði...

ELSKA STÓLINN !!!

Já það verður sko legið í sólbaði (vonandi) í famelíuferðinni :)))

Smúts, syss