þriðjudagur, 10. janúar 2012

Og svo er bara allt búið...:(

Ástarguðinn AMOR skaut hjörtum á allt sem fyrir varð þetta kvöld!!





..... Eða næstum því!!!



Jú gott kvöld. Við sem kvöddum jólin hér á Fjólugötunni gerðum það með stæl og hittumst við þjóðhátíðabúningasystur ásamt viðhengjum á þrettándagleði sem endaði með grímuballi í höllinni!!! OMG hvað var gaman og var dansað fram á morgun við mikinn og góðan undirleik Lands og sona. þá var næst að vakna og taka jólin niður sem ég var eiginlega ekki að týma.. Finnst þetta svo fallegt allt saman að mig langar að hafa þetta áfram en druslaðist þó til að taka niður mestan partinn um helgina en læt sumt halda sér um óákveðin tíma. Föstu skorðurnar komnar á sinn stað en bíð með óþreyju eftir næsta fríi því það er svo gaman að byrja að vinna aftur..he he..Trommarinn minn veðurtepptur í Reykjó en á nú kannski von á honum á morgun. Hann er búin að vera í Danaveldi ásamt fyrrverandi vinnufélögum á Dönsku kránni og átti bara góða daga þar að mér skilst!! Þá verður hann nýkomin heim þegar mjói minn ætlar að bregða sér á norðurlandið til að fá bót meina sinna á hinum ýmsu liðum leggjanna. Vonum að það gangi vel. Hindin mín byrjuð að blása í þverflautuna aftur eftir hlé og blæs eins og engin sé morgundagurinn!! Ég læt þetta duga af fréttum af Fjólugötunni að sinni og bið að heilsa Inga T og öðrum öðlingum. Kveðja Ingibjörg búningameistari!!!



~~**~~



Borðið í partíinu skreytt í anda grímunnar!!!



með ,bombum og tilheyrandi..

og kósý!!

Systurnar í voða samræðum!!



Íris að bregða sér á klóið!!! he he



Held hún sé að segja Evu að hún þurfi!!



Þessi var bara hún sjálf þetta kvöld..



Geisha og Sigga Ása (dirty bitch)...:D


Anna Lilja "NElly" úr húsinu á sléttunni!!!...;)


Sigga Inga ( Dirty bitch)...;)







Sólheima Anna!!!...;)



Ástarguðinn AMOR...






Þessi felldi ofurlítið fjaðrirnar á ballinu!!


~~**~~

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Merkilegt hvað búningafjör er alltaf gaman. Maður breytist í einhverja allt aðra persónu :)

Elska nýja lúkkið á síðunni.....rómó og flott.

Knús, syssin'ðín :)

Nafnlaus sagði...

plús fyrir útlitið líst vel á það:):)
kv
Sigga Ása

Synnøve. sagði...

Så det har värt fest hos deg igjen ser eg... Masse godt å spise og drikke.
Ikke minst gode venner og familie.
Det er kosligt det.
Håper alt er bra.
Klems fra Digernes :))

Nafnlaus sagði...

Flott útlit bæði á þér og síðuni.
Sendi Inga T með heilsu til þín og þinna. Sigga fræ í Hveró

Gusta sagði...

nei það þar ekki að vera búið koma bara á blót elsku Inga mín Systir þín formaður og allt, mikið hlýtur að hafa verið gaman hjá ykkur í grímó flottir búningar þið eruð snillingar í Vestmannaeyjum að vesenast með búninga ekki veit ég hvað eru mörg ár síðan ég fór í búnig sennilega þegar ég var 7ára sem sveppur hafðu góða helgi knús Guðsteina