sunnudagur, 15. janúar 2012

Nýja stofan mín!!!

Já góðan daginn. Þá er nú góðri helgi að ljúka og mín rosa dugleg tók og umbreytti stofunni ja eins og hægt er það bíður nú ekki upp á marga möguleika en ég er sátt. Áskotnaðist þetta flotta sófaborð og hornborðið svo ég varð þá náttlega að lakka borðstofuborðið í stíl. Nei ég sé ekkert eftir því. Þar sem ég gerði plötuna á það áður er engin skaði skeður, það er mitt frá upphafi og hönnunin líka. Tók svo hina ýmsu muni og lakkaði hvíta. Það léttir heilmikið til og birtir upp. Ég er nú að leggja lokahönd á niðurpakkningu jólanna en það tekur mig alltaf svolítin tíma því bæði langar mig ekkert að ganga frá jólunum og svo er þetta svoddan hrúga að ég tek bara niður í áföngum!!Þá getur maður farið að undirbúa sig fyrir áframhaldandi líf sem einkennist af svefni áti og vinnu næstu mánuðina. Fell alltaf í hálfgert þunglyndi á þessum tíma en ætla að reyna að vera dugleg í ræktinni og fara öðru hvoru í ljós mér finnst það oft duga til að halda manni gangandi í gegnum þessa leiðinlegu fyrstu mánuði ársins. Ég ætla ekki austur á þorrablótið að þessu sinni en langar alveg hroðalega. Sigga sys er´formaður þorrablótsnefndar og aðrar góðar vinkonur á fullu með henni í þessu öllu saman svo ég sé nú lítið af þeim þannig að ég geymi þetta þangað til á næsta ári! En jæja ég tuða ekki meira hér að sinni og segi bara gleðilega vinnuviku.

Kveðja Þykkildið þunglynda..;)


~~**~~

nýja stofan mín!!!


1 ummæli:

Gusta sagði...

til lukku með fínu stofuna þín jæja ég er farin á þorrablót knús Guðsteina