föstudagur, 18. nóvember 2011

Smá-köku-bakstur.

~~**~~
Júbb það verður að segjast eins og er að ég er alltaf snemma í jólagírnum. En ég er bara ánægð með það.. Gæti alveg verið í þeim gírnum allt árið! Hentist í að baka 4 sortir í vikunni og gerði svo sörur áðan með Hindinni minni sem er svo dugleg þegar kemur að eldhúsverkunum... og þá sérstaklega bakstri og matargerð. Ætli þau systkini hafi það ekki frá mér þar sem mér finnst gaman að stússast í þessu og trommarinn ekki síður. Hann er snilldarkokkur. Mjói minn er ekki alveg eins áhugasamur hann getur jú sett kalt vatn í pott og hitað það...:)
Lifandis ósköp og skelfing er ég ánægð alltaf þegar kemur helgi ég og virkir dagar eigum bara einhvernvegin ekki saman ég bara skil það ekki. Ætli það sé ekki þessi týbíska B manneskja sem blundar frekar fast í mér. Þyrfti svoooo mikið að vinna eftir hádegi en það er ekkert áhugavert þar í boði og þar að auki tými ég ekki að missa vinnuna sem ég er í þar sem mér líkar hún vel. Svo ætli ég verði ekki að hengslast þetta áfram og bíð með óþreyju eftir jólafríinu og svo páskafríinu og svo sumarfríinu... hahaha... En elskurnar ég setti hér inn nokkrar myndir af bakstrinum og óska ykkur góðrar helgar svona í nesti...
Góðar stundi.. Ingibjörg ofurlata til uppvöku!

~~**~~Lakkrístoppar..Heppnuðust svo ansi vel þetta árið.

Komnar í gamlann ömmu Siggu dunkSúkkulaðibitakökur sem okkur fannst tilvalið að setja einn hvítann súkkulaðidropa ofan á..


Flottar!!

hmmm... Þetta eiga að vera kókostoppar en urðu óviljandi kókos útflattningar... en góðar samt..:)
Hindin að föndra við Sörurnar á meðan kókosútflatningarnir fylgdust með..

Bara smá sýnishorn af sörunum.. er svo hrædd um að þið hópist öll til mín í kaffi og borðið þær allar frá mér...;)

Kókosklessurnar..:)

Komnar í krukkur!!

~~**~~

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já kanski maður skelli sér bara í kaffi á Fjólugötu. En mikið svakalega ertu dugleg, ég hugsa BARA um ALLT sem ég ætla að gera.
Knús í hús Hveragerðisfræið :)

inga Heiddal sagði...

vertu velkomin elsku fræið mitt!!!