sunnudagur, 13. nóvember 2011

Það var mikið!!!

Jæja gott fólk ...ekki það að ég hafi eitthvað merkilegt fram að færa en þá var ég pínulítið farin að skammast mín fyrir að hafa tekið mér svona langt frí frá blogginu. Það hlýtur nú samt að fyrirgefast og kannski kemur jólaandinn yfir mig og ég blogga kannski eitthvað jólablogg líka..;) ÞAð hefur svosem ekki margt á daga mína drifið nema það að ég fór í vinnuferð til Frankfurt það var mjög gaman en ég var hálflasin þar og var svona eiginlega með hlutverk þar um að standa mig og reyna að taka þátt í öllu. ÞAð tókst svona bærilega en ég fékk það allt í hausinn þegar ég kom til baka á Frón og lá í 10 daga með hita kvef eyrnabólgu og ýmislegt annað óvelkomið!!!Þó var nú farið að versla og skemmta sér inn á milli skólaheimsókna og kaffiboða í boði bæjarstjórans og skólastjóra skólanna. Ofsalega fallegur bær sem við vorum í í 3 daga, hann heitir Mickelstad og er um 17.000 manns sem þar búa. Í Frankfurt vorum við í 2 daga og þá var tekið til hendinni og verslað sem mest maður mátti. Náði að fata fjölskylduna upp og kaupa nokkrar jólagjafir. Kannski sem betur fer var maður ekki upp á marga fiska því ég hefði alveg getað verslað MIKLU meira ef heilsan hefði leyft það. En kortið mitt var rosa glatt og ekki þá síður hann mjói minn sem var með verki yfir því að ég væri að fara þetta og ekki getað haft stjórn á eyðslu minni...;) En gott fólk hér fyrir neðan eru reiðarinnar býsn af myndum sem ég læt tala sínu máli um hvað þetta var allt flott og fínt. Ég kveð að sinni og óska ykkur góðrar viku sem í vændum er.
Kv Ingibjörg efnislitla!!



~~**~~




Í Leifsstöð



Studdurnar sem deildu sætum og herbergi




í flugrútunni á leið í flugstöðina í Frankfurt




Svo gaman hjá Kollu og Herði í flugrútunni...




Þessi hópur var voða mikið saman þegar kom að því að versla og borða.. Þetta er einn af okkar uppáhalds stöðum þar.




Kolla og Siggi komin með daglega skammtinn af bjór og hvítu.



á meðan ég engillinn drakk kaffi og pepsi!!..;)




dásamlegur ostborgari sem ég gat ekki hálfan étið v/ stærðar en hann var með cheddarosti,camenbert og gráðosti...mmm...



Einn daginn á staðnum okkar tókum við smá koktailflipp á meðan karlarnir fóru í gogart...





;)



Mohito...mmmm...



Strawberry dairysomething...;)



Lóa alveg að fíla það sko... Finnst ekki mojhitoið gott..



Þarna voru karlarnir komnir og voru ekkert rosa glaðir hvað við hlógum hátt og skemmtum okkur..




Við að hjálpast aðeins að!!!





Með góssið eftir daginn!!!



....



Eitthað ljúfengt sem Hjödda fékk sér.





<þýskar pizzur eru góðar en mjög skrýtnar,... Þynnri en servétta!!





Ekta þýskur staður sem við fórum á... súrkál með öllu!!





Þessi unga dama var þjónninn okkar og auðvitað í ekta þýskum búning... Heidi hvað!!??




HEld að þetta sé Hjödda við vorum rosa fyndnar þarna og tókum myndir af hver annari...



Ráðhústorgið í Mickelstad og ráðhúsið þar sem tekið var á móti okkur.. Þetta hús var byggt 1484.




ÞEtta er ártalið á húsinu og þýðir 1484 þar sem átta er bara hálf þá þýðir það 4



Þarna var kaffi í boði bæjarstjórans..



Fórum út að borða og ég fékk mér strút hann var ljúfengur..



Eins og sjá má!!





Ég fékk að velja hvorn ég vildi éta... he he nei djók.. þetta var á náttúruvísindasafni sem við fórum á sem var afar skemmtilegt að skoða!!!






í eftirre´tt fékk ég mér eplapæ og kaffi.. Guðdómlegt..




Stund milli stríða við að senda sms á fjölluna




Svava kom sér vel fyrir og hringdi í sína fjöllu.





Dásamlega falleg hús þarna..




Ráðhústorgið!!

~~**~~


Gríska kvöldið!!




Emma stuðpinni..





Lilja Rut átti afmæli þann dag og rosa stuð á liðinu






Súrkál í forrétt...





3 tegundir af kjöti sem allt var rosa gott...



Og að sjálfsögðu lærðu sumir Zorba...



Helga og Diddi í góðum gír á gríska...



7 ummæli:

Goa sagði...

ÞAÐ VAR MIKIÐ!!!
Þetta var greinilega vel heppnuð ferð..:)))

koss og klemma fallega vinkonan mín ♥

Nafnlaus sagði...

Heimsins panna Solla systir!!!!! það var mikið. Flottar myndir krúttið mitt
Sigga fræ.

Gusta sagði...

mikið er gott að fá smá blogg frá þér Inga mín sé að ferðin hefur heppnast fyrir utan veikindi hlakka til að hitta þig í desember heyrumst knús og kossar til þín

Nafnlaus sagði...

Gott að þú ert að ná þér eftir þessa óhræsis pest Inga mín.
Knús og kossar frá Akureyri :)

Sigga sagði...

Ég er að drepast úr hungri eftir að skoða þessar myndir og er enn að spá í hvað fjölla er ;)

inga Heiddal sagði...

TAkk fyrir commentin elskurnar... Sigríður sullskór systir mín Fjölla er fjölskylda þín fattlausa og feita fóa feikiróa í köldum klakahelli!!!...:)

Ásgerður sagði...

Gleðilegt ár Inga mín og takk fyrir að deila þessum myndum. Mér þótti virkilega gaman að sjá myndir af gömlu vinnufélögunum úr GRV. Ég bið voða vel að heilsa öllum þar. Bestu kveðjur frá Ameríku.