þriðjudagur, 12. júlí 2011

Í sól og sumaryl á Seyðis!!!

~~**~~
Loksins loksins loksins..Kom sumarið á Seyðis... Allavega núna í 3 daga svo er nú víst spáð rigningu í 3 daga...En það gerir ekkert til ég fékk allavega sól og hita fyrir allann peninginn þessa daga... Er bæði skaðbrennd og viðbrennd og það er líka allt í lagi. Kjellingin búin að fara bæði á Ölduna í Latté og bjór þessa daga og hitta fuuullt af góðu fólki. L.ung.A hafið með öllum sínum listasmiðjum út um allar trissur. Leiklistasmiðjan var á æfingum úti á Austurvegi á túninu þar og bara gaman að fylgjast með því. Svo í Waage húsi voru allir sem völdu sér listasmiðjuna hjá Öllu þar úti í garði að smíða á fullu... Fórum á frábæra listverkasýningu hjá einhverfum dreng sem málar að meðaltali 5 myndir á dag... Hreint út sagt frábært að fylgjast með honum. Hönnunartískusmiðjuna og rafmagns og drasl smiðjuna á ég svo eftir að kíkja á....Ég læt myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli um hversu yndislegt er hérna þessa dagana á Seyðis. Þær voru flestar teknar þegar við fórum í fossagönguna okkar í dag og sulluðum í lækjum og fossum... Lífið gæti ekki verið betra. Bless jú.
Ingibjörg svo unduránægða!!!

~~**~~

Hindin mín að sulla í Dagmálalæk..

mm... svo gott vatnið tæra..

Frænkurnar í Lundinum græna...


mæðgurnar í Lundinum græna!!!


Náttúran í allri sinni dýrð...


Þennan læk eltu við upp eftir öllu!!!


köstuðum mæðinni og hittum fólk á leiðinni!!!


Fallegt!!!

mmmm....


Ég vafin í klút vegna viðbrenndrar húðar...:)Séð úr fjallaferðinni yfir innbæjinn...


Á uppleið...
Best að smakka vatnið úr þessum fossi!!!


wow... þarna var hún rétt dottin.. Svolitlu seinna datt hún í læk rétt hjá!!!...:)Séð yfir útbæinn!!!


Ég fór ekki þarna framá.. Þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt neitt en það var hátt þarna framaf...:/

Tekið í garðinum hjá momms og pomms~~**~~


pabbi að sóla sig..


Sigga og Fjóla...Söstrene gröne!!!Monthænan við nýju kamínuna sína!!


Viskubrunnurinn hans pabba míns...;)


veðurathugunarstöðin hans pabba míns...Frikki litli að sulla í tjörninni hans afa gamla!!!
Svoooo gaman að sulla!!!


Útiplássið hjá momms og pomms!!!~~**~~

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga mín.....flottar myndir og greinilega gaman hjá ykkur....lofa að vera á svæðinu næsta sumar elskan mín svo þú getir komið í kaffi og rautt eða hvítt til mín.....njóttu sumarsins í firðinum fagra....knús á þig og smelltu stóru knúsi á systu...kv. Hanna.

Nafnlaus sagði...

Fékk hamingjusting í hjartað að skoða þessar myndir, svoooooo fallegt og langar að vera með ykkur þarna. Hitti þig vonandi í eyjum síðar í Júlí en knús á þig þangað til Inga mín og knús á Siggu litlu líka ;)
kveðja í austfirsku sæluna
Ólöf

Sigga fræ sagði...

Oooo flottar myndir enda hvernig á annað að vera á þessum stað, ekki tekur maður ljótar myndir á Seyðis.
Mig langar aftur austur í sólina ;(
Knús á alla Sigga Hverófræ :)