þriðjudagur, 19. júlí 2011

Enn meira af fossum og fersku fjallalofti!!

Enn og aftur var verið í fossagöngum.. Dásamlegt veður, Að þessu sinni var farið upp með Vestdalsá og þessir fossar hér fyrir neðan urðu á leið okkar...Ískallt vatnið lék um tærnar og þegar við urðum þyrstar svolgruðum við í okkur ferskt og gott fjallavatnið. Það fer nú að styttast í heimferð en fyrst þarf ég nú að gifta bróðir minn svo ég sé nú laus við hann...:) LungA-helgin var algjörlega mögnuð og hitti ég mikið af flottu og góðu fólki þar. Flottir útitónleikar þar sem maður gat bara engan vegin staðið kyrr. Eftir síðustu fossaferð brann ég svo á öxlunum að í dag er ég plokkandi af þessar litlu húðpjötlur sem eftir eru þar.. Veðurspáin framundan er rosa góð svo að vonandi getur maður tanað í nokkra daga í viðbót...Undibúningurinn fyrir brúðkaupið kemst í hámæli á fimmtudag og föstudag og fólk fer að tínast í bæinn á morgun . Það er bara gaman, um 85 manns verða í þessari gleði sem mun standa fram á nótt...Við systur munum sjá um að skreyta salinn og dekka upp borð og skreyta þau... Það verður gaman að geta látið gamminn geisa þar!!.. Verð í bandi við ykkur síðar.
Heilsur Inga All bran= albrunna..:)



~~**~~

Fossagangan á Vestdal..



Vestdalsfoss

mæðgurnar!!

Systurnar..

Frænkurnar!!

Sigga sys..


passa sig!!!



kallllllt!!!!


Einn tveir og.... en ég þorði ekki það var of kallt!!!


Var að pæla í að gera þá "cannon ball" en þorði því ekki heldur!!!


mmmmm......


Fallegt!!!

Yasmíni leiddist ekki í þessari gönguferð þar sem hún fékk að valsa laus um allt!!! og var voða þreytt á eftir!!!

~~**~~

kósí að horfa í kaminuna hjá sys..

mmm...


Séð inn í Kirkjubæjarkirkju









Mamma pabbi og Ágúst bro...




Kirkjubæjarkirkja. Þar eru amma, afi, Víðir frændi og langamanna jörðuð!!

~~**~~


Fyrirpartý hjá Fúsa fyrir tónleikana á LungA





Heimildarmynd fyrir Björgvin vin okkar


Já maður hittir ótrúlegasta fólk í firðinum fagra... og ekki af verri endanum!!


og flest eru það Vestmannaeyjingar annað hvort búandi hér eða þar!!..;)



Selman mín mætt á svæðið!!!


Heimildarmynd fyrir Aldísi og Vigga...;)


~~**~~

þriðjudagur, 12. júlí 2011

Í sól og sumaryl á Seyðis!!!

~~**~~
Loksins loksins loksins..Kom sumarið á Seyðis... Allavega núna í 3 daga svo er nú víst spáð rigningu í 3 daga...En það gerir ekkert til ég fékk allavega sól og hita fyrir allann peninginn þessa daga... Er bæði skaðbrennd og viðbrennd og það er líka allt í lagi. Kjellingin búin að fara bæði á Ölduna í Latté og bjór þessa daga og hitta fuuullt af góðu fólki. L.ung.A hafið með öllum sínum listasmiðjum út um allar trissur. Leiklistasmiðjan var á æfingum úti á Austurvegi á túninu þar og bara gaman að fylgjast með því. Svo í Waage húsi voru allir sem völdu sér listasmiðjuna hjá Öllu þar úti í garði að smíða á fullu... Fórum á frábæra listverkasýningu hjá einhverfum dreng sem málar að meðaltali 5 myndir á dag... Hreint út sagt frábært að fylgjast með honum. Hönnunartískusmiðjuna og rafmagns og drasl smiðjuna á ég svo eftir að kíkja á....Ég læt myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli um hversu yndislegt er hérna þessa dagana á Seyðis. Þær voru flestar teknar þegar við fórum í fossagönguna okkar í dag og sulluðum í lækjum og fossum... Lífið gæti ekki verið betra. Bless jú.
Ingibjörg svo unduránægða!!!





~~**~~

Hindin mín að sulla í Dagmálalæk..

mm... svo gott vatnið tæra..

Frænkurnar í Lundinum græna...


mæðgurnar í Lundinum græna!!!


Náttúran í allri sinni dýrð...


Þennan læk eltu við upp eftir öllu!!!


köstuðum mæðinni og hittum fólk á leiðinni!!!


Fallegt!!!

mmmm....


Ég vafin í klút vegna viðbrenndrar húðar...:)



Séð úr fjallaferðinni yfir innbæjinn...


Á uppleið...




Best að smakka vatnið úr þessum fossi!!!


wow... þarna var hún rétt dottin.. Svolitlu seinna datt hún í læk rétt hjá!!!...:)



Séð yfir útbæinn!!!


Ég fór ekki þarna framá.. Þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt neitt en það var hátt þarna framaf...:/

Tekið í garðinum hjá momms og pomms



~~**~~


pabbi að sóla sig..


Sigga og Fjóla...



Söstrene gröne!!!



Monthænan við nýju kamínuna sína!!


Viskubrunnurinn hans pabba míns...;)


veðurathugunarstöðin hans pabba míns...



Frikki litli að sulla í tjörninni hans afa gamla!!!




Svoooo gaman að sulla!!!


Útiplássið hjá momms og pomms!!!



~~**~~

miðvikudagur, 6. júlí 2011

Seyðis í austan kalda!!!

Góðann daginn..
Þá er ég nú búin að vera hér á Seyðis í eina viku og þetta gula þarna sem mig minnir að heiti sól hefur látið sjá sig 1 einasta dag...:(.. En þetta hlýtur að koma. Friðrik litli hans Gústa bro er hér á hótel mömmu/ömmu líka og fer voða vel um okkur. Við vöknum á morgnana og svo leikum við á daginn og svo fer hann að sofa kl 20:00 og þá fer ég á rall..;) Mestmegnis hefur þó verið legið yfir imbanum hjá Siggu sys á kvöldin en okkur hefur þó tekist að raða í okkur rauðvíni og hvítvíni eina góða kvöldstund með góðu fólki. Við systur héldum smá boð fyrir Siggu fræ og hennar mann og mikið var gaman og gott að borða hjá okkur. Þetta fer að verða árviss viðburður með þetta litla laglega smáréttahlaðborð og smá uppáhelling í leiðinni... thí hí!!!
L.ung.A sem er listahátíð ungs fólks á austurlandi hefst núna um helgina og stendur í eina viku.. Hlakka til að fylgjast með því. Toppurinn á ísjakanum er svo uppskeruhátíðin annan laugardag og þá er alltaf svoooo gaman að fylgjast með hver afrek vikunnar voru í hinum ýmsu listgreinum. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr litla partýinu okkar og svo myndir af Frikka litla og af Hindinni minni sem urðu að leggja sig í gær í smástund.. Læt þetta gott heita í bili og bið algóðan guð um sól og sumaryl annars verð ég brjáluð .. Og Hann hefur ekki séð mig brjálaða!!!..;)
Góðar stundir. Ingibjörg Englakroppur.




~~**~~
Svo mikið þreyttur og sofnaði í afastól!!!



Og mæðgurnar í mömmubóli!!!

Litla fína matarboðið okkar!!






mmmm....




Ég ætla að verða svona ástfangin þegar ég er orðin "GÖMUL"... ææ nú verður hún vond við mig...




Flottasta fólkið!!




Hilmar með töffarana Móra og Hrekk...





Marý fékk að fylgjast með hvernig á að skemmta sér í smástund...;)





Fræið mitt bað til guðs um að ég hætti að syngja...





En ég söng og söng og söng....hahahaha....






En svo bara sungum við saman og skáluðum...*FLISS*





Sigga sys að segja sögur af sjálfri sér...:)




Og pósaði með hatt og alles...





Dansaði síðan fyrir okkur regndans...Nú drepur hún mig fyrir að hafa sett þessa mynd inn... en ég get tekið því!!! Hún hefur margreynt það en aldrei tekist!!




~~**~~