laugardagur, 12. mars 2011

Blogg eða ekki blogg..

Góðan og gleðilegan dag þennan fagra laugardag. Yndislegt veður á eyjunni og sólin skín sem aldrei fyrr. Mér segir svo hugur að vorið sé í nánd og verð ég óendanlega glöð þegar það brestur á. Hef setið í nokkra daga og
velt fyrir mér hvort ég hafi eitthvað að blogga um... Svo er ekki, en það er alltaf hægt að tína til eitthvað. Fann hér eina mynd sem er hér fyrir neðan af mér áður en ég fór í aðgerðina frægu og svo aðra af mér eins og ég lít út í dag. Ég verð reglulega að minna mig á að einhver breyting hafi orðið á kellunni og þessar ættu að segja allt sem segja þarf. Er rosa glöð með árangurinn þó að ýmsir kvillar hafi verið að angra mig síðan en það er dropi í hafið miðað við sem áður var.

Útlitsbreyting ...
hmmmm já smá!!!...:O)

Engin gleði í augunum og þreyttust í heimi...:(
~~**~~
Tók þesar fallegu myndir úti á svölum hjá mér áðan Þetta er eini snjórinn sem komið hefur í allan vetur og ér ég því óendanlega fegin. Austanáttir í kortunum á næstunni svo að þetta verður farið innan tíðar.


Á svo myndarlega dóttir sem tók sig til og prjónaði þessa fallegu lopapeysu á Yasmín í handavinnu í skólanum...


Alsæl í nýju peysunni

~~**~~
Verið góð hvort við annað
og elskið friðinn
Ingibjörg íturvaxna!!





9 ummæli:

Gusta sagði...

þú ert æðisleg Inga mín ég var búin að gleyma því hvernig þú varst fyrir aðgerð þvílík breyting vonandi hættir þú ekki að blogga ég bíð eftir því næsta knús og kossar á Eyjuna förgru

Nafnlaus sagði...

Maður hefur alltaf eitthvað að blogga um.....já þú ert glæsileg Inga mín...(mér fannst það líka before)...en auðvitað veist þú best hvernig þér líður elskan mín...stórt knús á þig...já ég er líka farin að þrá vorið....en það kemur á endanum...sit hér með hvítt í glasi..að bíða eftir Erlu vinkonu...skál...kv. Hanna

Sigga fræ sagði...

Elsku dúllan mín, þú ert bestust og flottust, nú sem fyrr. Knús frá fræinu fagra í Hveró. :))

Nafnlaus sagði...

Ert flott Inga mín ;-) og æði voffa peysan ,myndarleg dóttir þín ;-) knúsInga mín ..

þín gamla vinkona Inga Ósk

inga Heiddal sagði...

TAkk elskurnar fyrir kommentin!!!

Nafnlaus sagði...

Það er svo skrýtið elsku besta Ingan mín að mér finnst þú aldrei hafa verið eins og þú ert á seinni myndinni.
Alltaf svo flott og yndislegust í heimi.
Takk fyrir að vera til
Þín Anna LIlja

inga Heiddal sagði...

Takk elskan sjálf fyrir að vera á jörðinni ...:O)

syrrý sagði...

Mér hefur nú alltaf fundist þú líta mjög vel út Inga mín. En jú maður sér ekki neina smá breytingu á þessum myndum. En andlega hliðin skiptir jú mestu máli, ekki satt:)

Æðisleg peysa. Bara smá pæling, neglurnar á Yasmín þurfa þær ekki snyrtingu :)))) Eða er myndin að villa um fyrir mér.
Sorrý, en mín gamla var einmitt að koma úr naglaklippingu, læt vinkonu mína klippa treysti mér ekki í svartar neglur sjálf.

inga Heiddal sagði...

Jú Sirrý hún þarf reglulega að fara en það þarf alltaf að svæfa hana til að klippa þær því að taugaendarnir vaxa svo langt fram og það blæðir svo mikið... Dýralæknirinn hefur bara ekki komið svo lengi svo við bíðum bara eftir að komat með hana!!!KNús INGA