laugardagur, 22. janúar 2011

Minningarorð




Elsku besta Gústa mín er látin. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þó fyrst og fremst allt það góða og skemmtilega. Aldrei hef ég kynnst konu eins og henni sem alltaf og þá meina ég alltaf sá góðu hliðarnar á öllu. Ég man að hún sagði einu sinni við mig: Inga mín það er alveg sama hversu dimmt verður í hugskoti manns það er alltaf ljós punktur þarna einhversstaðar maður verður bara að leita svolítið betur stundum. Það er svo sannarlega satt og hef ég hugsað þessi orð hennar þegar eitthvað bjátar á og haft þau að leiðarljósi. Á unglingsárunum átti maður athvarf hjá henni eins og fleira ungt fólk sem hópaðist í kringum börnin hennar og þá ekki bara til að vera innan um þau heldur líka til að geta notið návistar hennar. Það var ekki sjaldan sem fullt var út úr dyrum á Túngötu 17 og þá stóð hún með hækjuna sína eða studdi olnbogunum á bekkinn hitandi kaffi og berandi á borð kleinurnar, lét mann svo heyra það óþvegið ef henni fannst eitthvað vera eins og það ekki átti að vera. Ég hélt satt að segja að þú myndir verða hundrað ára Gústa mín þú varst eiginlega búin að lofa því. En nú er komið að skilnaðarstund og ég er miður mín, en ylja mér þó, (með pínulítið bros á vör) við allar góðu minningarnar sem ég á um þig og hversu góð og dugleg þú varst. Það er leitun að annari eins konu og þér. Ég bið alla heimsins engla að vaka yfir þér og veit að þú ert ekki ósátt við þitt hlutskipti núna.
Hvíldu í friði elsku Gústa mín!!!


~~**~~







6 ummæli:

Fúsi sagði...

Fallega skrifað Inga og eins og ég sagði í gær, sú gamla gleymist seint.Blessuð sé minning hennar og megi allar góðar vættir passa hana

Sigga sagði...

En fallega skrifað syssin mín.
Við eigum svo mörg skemmtilegar minningar um Gústu. Þegar ég las "studdi olnboganum á bekkinn" þá sá ég stellinguna ljóslifandi fyrir mér.
Blessuð sé minning þessarar kjarnakonu :)

Sigga fræ sagði...

Blessuð sé minning góðrar konu.

Goa sagði...

ohhh, hvað ég elska þig mikið!
TAKK! *og svo renna tárin*

Það slær mig eftir þetta kvöld hversu gott fólk er. Og hversu margir fundu faðm mömmu.
Og ég er svo stolt og full af friðsæld.

Takk Fúsi, Sigga og Sigga...

Hanna sagði...

Fallega skrifað hjá þér Inga mín...
Blessuð sé minning hennar Gústu....

Gusta sagði...

falleg orð fyrir góða konu sem hvilir nú lúin bein blessuð sé minning Gústu