sunnudagur, 11. apríl 2010

Ferðalag. (part two) Fermingin!!

Gott kvöld. Þetta er búin að vera dásamleg helgi. Ég fékk aðeins að dekra við Víðir minn sem kom í heimsókn. Það var legið í leti á föstudagskvöldið og glápt á video, Á laugardaginn var svo farið með fermingargjöf til meistara Geirs. til hamingju með daginn þinn flotti!!!! Um kvöldið fór Hindin mín svo í afmæli til Nökkva vinar síns. Já það eru að breytast tímarnir á afmælispartíunum.. Nú er ekkert kúl að fara í afmæli nema á kvöldinn...:O) Bara gaman . Það þurfti sko að velja partýdressið gaumgæfilega og hárið þurfti að vera flott. Æ litli unglingurinn minn!!! Í dag var svo að mestu legið í leti en eldaði þó mat sem Víðir var búin að panta. Læri a.la mamma sín. Hann fer svo í sollinn aftur í 101 RVK á pöbbann sinn að vinna!!!En að ferðinni austur á land aftur... Þá er komið að fermingarundirbúning og veislumyndum!! Dagurinn var alveg ferlega skemmtilegur mikið hlegið í kirkjunni undir ræðu prestsins. Gaman þegar maður skemmtir sér í kirkju... Loksins þegar maður fer. Þyrfti eiginlega að prófa að fara í eitthvað annað en jarðafarir,giftingu eða fermingar. Ætli séu svona skemmtilegar ræðurnar í venjulegri messu. F'or einmitt í jarðaför hér í haust og þó skrýtið sé frá að segja þá var líka hlegið í henni... Bara svona smá útúrdúr hér . En best að hafa það á 12 mánaða planinu að fara í messu. Veislan var skemmtileg og notaleg bara setið og spjallað. Ekkert stress bara gaman. Þannig á það að vera. Fermingarbarnið tók svo upp gjafirnar að fjölskyldunni viðstaddri um kvöldið og mér var litið á Hindina mína sem var orðin rauðdílótt í framan og sagði mér aðeins að koma... Hún dró mig semsagt afsíðis og var mikið niðri fyrir. Þegar fermingarbarnið var að taka upp alla peningana sem hún fékk þá fór mín dóttir að gráta og sagði." Ég fæ örugglega ekki nema þúsundkall þegar ég fermist"...:O) Það var svo auðvitað borðað aðeins meira af tertum um kvöldið en þar með var það eiginlega búið. Gott að hafa ekki mikin afgang. Það hefur engin gott af því!!!. En Kæra fólk nú er ég farin að sofa. og býð ykkur góðrar nætur.
Ingibjör alt muglit kona!!!~~**~~

Jú reyndar setti hún á brauðtertuna... næstum því alla..:O)

mmmmm...

mmmmm....


Og þá var það greiðslan...


sem heppnaðist mjög vel... Reyndar hrundu krullulokkarnir svolítið úr svo ég krullaði það allavega 3svar yfir daginn!!!


Allt var skreytt með svörtu ,hvítu og silfruðu.. Mér fannst servétturnar svo flottar en mjói maðurinn minn prentaði á þær. Það er hægt að klikka á myndirnar svo þær verði stærri og þá sést allt miklu betur


Svo útbjuggum við vona glærumyndir til að setja í gluggana.. Svo flott...Sæturnar mínar svo fínar!!


Einfalt og látlaust!!!fermingartertan pöntuð ofan úr Fellabakarí og var mjög flott og góð og að sjálfsögðu með svörtum rósum!!!Þarna er nú brauðtertan tilbúin...og kransakakan frá tengdu klikkar aldrei!!mmmmm....
Glærumyndir heftaðar utan um kertaglas (stór) af fermingarbarninu á ýmsum aldri!!


Fermingarkertið skreytt af Finni pabba hennar Nönnu vinkonu. Gestabókin gerði fermingarbarnið sjálf í smíði í skólanum!!!Marý fékk lánaða skóna hans Gísla míns þegar átti að fara að vaska upp.. Hún var orðin þreytt á hælunum sínum... Minni svolítið á chaplin...:O)

~~**~~
Og þá er það fjölskyldan

Fín mynd!!þarna minnir nú Marý á mig...grettur og fettur á öllum myndum!!


Og allir í hvítu svörtu og silfruðu í tilefni dagsins...:O)


mjög fín mynd!!!


smæl.....
~~**~~

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldeilis flottar kökur hjá ykkur og náttlega fermingarbarnið og fjölsk ;-) æj krúttið bara 1000 kall ;-/ nei það er ég nú ekki viss um ;-) en rosalega flott allt hjá ykkur Inga mín sannkallaðar myndar konur ;-))
knús Inga Ósk ...

Nafnlaus sagði...

Það vantaði bara mig, þar fyrir utan þá er þetta æði. :) Knús úr Hveró

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Fjólu Lind. Hrikalega girnilegar kökur og flott fjölskylda:)

Takk fyrir síðast og vonandi ertu orðin sprækari
knús
Ólöf

Synnøve. sagði...

Hallå der på sagoöya.
For noen herlige kaker...
Slikt kan eg ikke motstå.
Vad var det dere feiret nå?
Klems Synnöve.