mánudagur, 26. apríl 2010

80´s fjör á næstunni!!!
Dásamlegi Adam Ant... Antmusic!!!

~~**~~

Þegar einhver pantar bloggfærslu þá verð ég auðvitað að verða við þeirri ósk... Ég svosem hef ekki mikið að segja þessa dagana nema það að ég hlakka alveg óskaplega til um næstu helgi en þá er einmitt ár liðið frá síðasta 80´s fjöri og í ofanálag á mjói minn afmæli sama dag svo að við ætlum halda upp á það með því að fara á Michael Jackson show og svo í framhaldi af því á 80´s ball... Ætlum að hafa matarboð og fjör áður en við förum með góðu fólki!!!... Hugurinn hefur verið í bleyti um nokkra hríð í hverju ég égi að fara því ekki getur maður farið í sömu múnderingu og síðast... nei nei það er alveg ófært svo að þá er að fara og kíkja í skápana og sjá hvort ekki er eitthvað til síðan á þessum flottu árum. Eitthvað á ég nú til af herðapúðum og grifflum og já jafnvel legghlífum líka!!... Ég set svo að sjálfsögðu inn myndir af því eftir næstu helgi!.. Af veðrinu er það að frétta að það er ískalt og rok og bara eintóm leiðindi. Er alveg viss um að þetta gos okkar hefur breytt veðurlaginu hjá okkur og það verður kalt hjá okkur í sumar...:O/.. En vonandi ekki samt. Mikið er ég fegin að hafa ekki þurft að ferðast til útlanda á þessum tíma ég held hreinlega að ég hefði glatað glórunni ef ég hefði þurft að fara í hverja flugvélina á fætur annari til að komast á áfangastað. Hvað þá að vera föst á einhverjum flugvelli í óratíma... Hefði svosem verið í lagi að vera tepptur á hawai um ókomna tíð en það er nú ekki svo gott. Ég læt þetta duga í bili og bið að heilsa að sinni...

Inga pinga..

~~**~~

Tekið frá stórskemmtilegu 80´s partíi í fyrra

~~**~~

10 ummæli:

Synnøve. sagði...

What a nostalgick kick Iv got. Of Adam....

What are you celebraiting now?
Nice pictures tho...
Hugs from Digernes.

Helga sagði...

Adam Ant !!!! :) Hlakka til að sjá myndir úr næsta 80´partýi :o)

Nafnlaus sagði...

Æ hvað það var nú gott að geta lesið smá frá þér Inga mín , ég er svo glöð í hjarta mínu að ég varð bara að drullast til að kvitta fyrir .....hlakka til að sjá myndirnar , góða skemmtun mín kæra vinkona kveðja Hilda

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
inga Heiddal sagði...

he he Hilda mín ég geri allt fyrir þig!!!
Helga hér hefðir þú nú getað verið ef við hefðum hugsað aðeins fyrr... Við ætluðum þetta alltaf English skvísurnar!!!
Synne... Japp nostalgik trans och kick...:O) de skulle vera 80´s dance nesta helgen och den fotoen er 1 år gammal so kommer nya fotos efter nesta helgen..:O) Kram INGA

inga Heiddal sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Hlakka svooooo mikið til að sjá 80´s myndir, þú verður flottust jejeje,
knús í hús Hverófrænka :)

Sigga sagði...

Þekki enga sem hefur geymt eins mikið af gömlum fatadruslum og þú. En það kemur sér nú oft vel.
Hlakka til að sjá myndir :)
Vá hvað manni fannst Adam ant flottur og var svooo búin að gleyma þessu lagi :)

knús í hús :*

syrrý sagði...

Adam Ant minnir mig nú alltaf á Bjössa Ásgeirs, enda var hann einlægur aðdáandi. Þú finnur eitthvað flott til að fara í, þú klikkar aldrei. Góða skemmtun,

Gusta sagði...

guð hvað ég vildi einhverntimann fara með þér á þetta ball :) hlakka til að sjá myndir knús og kossar til Eyja