Góða dag þennan ágætisdag... En ég verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í dag. Það er nefnilega þannig að í reiði minni geri ég stundum hluti sem koma sjálfri mér á óvart. Einu sinni vildi mjói minn fá að fara með Hindina okkar í einhverrri papparellu upp á Bakka hún var 4 ára og ég gjörsamlega tapaði mér. Hélt það nú að hann færi ekki með barnið í pínulitla flugvél þó það væru ekki nema 5 mínútur!!! En úr varð að hann fór með barnið og eftir sat ég heima gjörsamlega hamslaus úr hræðslu og reiði yfir að ráða þessu bara ekki!!! FREK??? hmmm veit ekki. En þá semsagt reif ég allt út úr svefniherberginu frá toppi til táar og spartlaði og málaði allt herbergið á mettíma. Henti svo öllu draslinu inn í herbergi aftur og svaf þar um nóttina...Allllein!!..:O/
En semsagt í gær frétti ég það að hætt væri við 80´s hátíðina og ég fæ engann 80´s búning að fara í . Ég sem var búin að plana þetta allt og bjóða fólki í mat og partý og hvað eina!!!Þá gerði ég hlut sem ég svosem sé ekkert eftir en HALLÓ!!! fyrr má nú aldeilis fyrr vera, ég sem sagt fór og lét klippa af mér allt hárið og lét lita það appelsínugult!!! JÚ það er rétt. Ég fæ að vísu ekki 80´s hátíðina mína til baka en ég ætla samt að bjóða fólkinu í mat og ætla samt að fá mér rauðvín sem passar einstaklega vel með appelsínugula hárinu mínu. Takk Hafdís mín mér líður miklu betur!!!
:O).... Góðar stundir
Kv. Ingibjörg appelsínugula!!!
~~**~~
Þetta var fína síða hárið mitt... (sem ég var nú orðin svolítið leið á!!!)
Þarna var ég komin með efni til að taka litin úr hárinu...
O.M.G... en þetta lagast
Jesús... ég hefði getað farið svona á 80´s hátíðina þá var í tísku að vera með aflitað..:O)
Hafdís voða kát með þetta allt
og jú jú ég alveg líka!!
Búin að fá litinn sem við völdum í hárið..
já nokkuð flottur!!!
Klippi, klippi, klippi!!!
blási, blási, blási...
Mjög sáttar með útkomuna!!!
~~**~~