fimmtudagur, 10. desember 2009

lokaviðvörun...

Dásamlegt jólalag...
~~**~~
Svo sætt á skenk í stofunni...
~~**~~
Góðan dag...

Hér er allt á fullu. Búið að pakka inn öllu sem á að fara út um kvippinn og kvappinn. Myndarlegasti haugur. Já já svo eru haugar til af þvotti til að brjóta saman sem er ekki eins skemmtilegt..:( En hvað um það það verður einhver að sjá um það og á meðan ég hef ekki efni á ráðskonu þá verð ég að gera þetta. Ég fór til bæklunarlæknis í dag út af hendinni minni og verð að halda áfram í Pollíönuleiknum því að svo slæmt er þetta brot mitt að ég á eftir að vera bólgin og með sársauka í þessu í nokkra mánuði í viðbót ef þetta lagast þá nokkurn tímann. þá hafiði það og ég þá helst...:O( En það er alltaf svona með mig þegar eitthvað svona hendir mig þá er það gert ja ekki 100 % heldur 175 %. Ég er síðan farin að huga að Reykjavíkinni og aðeins að pæla í hverju skal pakka niður fyrir þá ferð. Það verður erfitt. En hallast helst að einhverju víðu og þægilegu. Flottur dagur í skólanum í morgun þar sem 400 börn komu saman og föndruðu frá sér vitið. Gaman að því.Síðasti vinnudagurinn minn á morgun og langar mig að fara út að borða með góðum vinkonum annað kvöld, held ég láti verða að því. Notalegt spjall yfir góðum mat og kannski rauðvínstár með því.
Búið að vera dásamlegt veður í dag og vissi ég ekki fyrr en ég var komin í bæjinn á tásuskóm með lakkaðar táneglur. Jú ég fékk augngotur en hvað með það. . 7 stiga hiti og næsheit. Hundurinn minn er að verða að þvílíkum varðhundi að það má ekki fljúga fugl framhjá húsinu þá verður allt vitlaust . Kann einhver ráð við því???Er annars svooo skemmtileg en leiðinlegt þetta helv... gjamm í henni um leið og hún heyrir hljóð að utan. En hvað um það ég hef þá einhvern til að skeyta skapi mínu á. Hlakka til að koma til bróður míns og hitta þau þó aðalega litla kút sem ég hef ekki séð svo lengi. Þau verða fyrir austan um jólin ... Huh eins og mér sé ekki sama...:O) En jæja hér læt ég staðar numið og á ekki eftir að láta heyra frá mér fyrr en korter í jól. Þið hljótið að komast af þangað til...:O) ég bið að heilsa í bili og vona að þið hugsið til mín á hlýju nótunum á næsta miðvkiudag þegar það skeður allt.

Megi góðar vættir passa ykkur þangað til ég kem til baka og get haft augu með ykkur..:O)

Bless Ingibjörg svo undur róleg á þessum tíma árs...

~~**~~



Eldhúshíashintan mín...


grenibrúskar á skáp...




Krans á hurð...



Stofuborðið..


Stofuhíashintan mín...




Hilla í sjónvarpsholi....


borð í sjólvarpsholi...



Samansafn á skenk...



fuglahús á kamínu...


svo skemmtilegir kallar á brík....


gamli gamli á gamalli saumavél...


10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúllan mín!! sem býr í dúlluhúsi :)
Sigga fræ í Hveró

Gusta sagði...

settu geltstoppara á litla svínið knús á þig Inga mín dúlleríiskona af guðs náð

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín ... æðislegt og jólalegt hjá þér ;-) gangi þér vel í því sem þú ert að fara að gera ..knús Inga Ósk

Nafnlaus sagði...

Elsku Inga, gangi þér vel sendi þér hlýjar hugsanir.
kv. Jóhanna Kristín

inga Heiddal sagði...

Takk allar!!!

Nafnlaus sagði...

Elsku Inga Það er aldeilis orðið flott og jólalegt hjá þér. Gangi þér sem allra best hugsa til þín á miðvikudaginn og sendi þér góða strauma. Kveðja Svandís.

inga Heiddal sagði...

Takk Svandís mín!!!

Sigþóra sagði...

Músin mín. Verst að við komumst ekki saman út að borða á föstudaginn!!! Við eigum það bara inni þegar þú kemur aftur! Tökum okkur kannski bara tíma, korter í jólin ;) Knús til þín frá mér ;)

inga Heiddal sagði...

Takk gullið mitt...:)

Synnøve. sagði...

Godmorgon på dig.
Reykjavik ja. En plats jag gärna skulle vilja besöka. EN dag ska jag komma till Island......

Vilken vacker sång du bjöd på så här i den tidiga morgonstunden.
Här har det kommit snö...
Det är några minusgrader. Julstämningen börjar infinna sig rejält.
Du reser för att besöka sonen som inte kan komma hem i jul...
Förstår du är lite ledsen för det. Här kommer styvsonen hem den 19. Det känns gott i stymorshjärtat ska jag säga dig.
Hälsa sonen så gott att jag ska tänka på honom där han jobbar i jul. Han är en tuff karl.

Ta hand om honom nu och ha det bra i Reykjavik tills du far hem igen.
Kramen allra goaste du.
Synnöve.