sunnudagur, 6. desember 2009

Andleysi og svefnleysi!!

~~**~~Hindin mín sæta~~**~~

~~**~~
Gott kvöld eða á ég að segja góða nótt klukkan hjá mér er 01:30 og ég er ekkert syfjuð ,svosem allt í lagi þar sem ég ætla mér að sofa út á morgun. Nú er ég laus við gifsið og er að reyna að þjálfa hendina en það gengur lítið þar sem mig finnur svo til í henni. Fer til bæklunarlæknis í eftirlit út af hnénu í næstu viku þá læt ég hann kíkja á hendina í leiðinni. Ég held ég hljóti að fá magnafslátt...:O) Fór á svo ljómandi flott jólahlaðborð í gær með vinnufélögunum. mmmm hvað það var gott. Fór svo í partý á eftir þar sem var sungið hlegið og sötrað. Fínt kvöld og takk fyrir það. Fegin hvað hefur hlýnað í veðri og öll þessi hálka farin. Það var nú ekki sjón að sjá mann dansandi um eins og drykkjusjúk hæna. Nú er vika í Reykjavíkurför mína. Mikið verð ég fegin og glöð þegar ég verð komin heim aftur til að takast á við hátíð ljóss og friðar. Það verður rólegt þessi jól bara þrjú í kotinu. Í fyrra voru mamma og pabbi hjá okkur og svo auðvitað trommarinn en hann verður fjarri núna. ..:O( Ég bara get ekki hætt að hugsa um það mér finnst það svo ömurlegt. Meira hef ég eiginlega ekki að segja þessa stundina. Er eitthvað tóm í kollinum aldrei þessu vant..:O) En hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr eldhúsinu. Ég vona að þið eigið góðan annan sunnudag í aðventu og kveikið á Betlehemskertinu glöð í hjarta. Heilsur í bili
Ingibjörg endalausa...


~~**~~

Jólaeldhúsið mitt~~**~~
~~**~~

~~**~~

~~**~~

~~**~~

~~**~~

7 ummæli:

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
Så kan eg ikke mere.
Har leita etter ett kurs i Islandsk men det er nesten umuligt å finne.
Så fortsett å skriv slik du gjorde nå. Da kan det hende at eg lerer med litt mere og litt fortere.

For noen flotte julevinduer du har der på bildene.
Dattra di er så fin der hun sitter og.

Eg skal snart i seng. Har jobbet natta og er litt trøtt må eg si.
Ønsker deg ein flott andre advent min venn.
Klems Synnøve.

Sigga sagði...

En hvað er fínt hjá þér Ingibjörg sys jólabarn :)
Knús í hús, Söstrena Grene :)

Sigga sagði...

P.s. Jólalúkkið á síðunni er dásamlegt :)

Nafnlaus sagði...

Vá!!!!flott hjá þér,jóla, jóla,jólabarn XOXOXOXOX Sigga fr...

Nafnlaus sagði...

Vá!!!!!flott hjá þér jóla,jóla,jóla.jólabarn XOXOXOXOX Sigga fr...

brynjalilla sagði...

oh æði, elska allt þetta jólaskraut og punt. Knúsibomm

Nafnlaus sagði...

Þyrfti að fá afrit af tímaskyninu hjá ykkur systrum ... og líka smá af sköpunargleðinni takk ;)fallegt hjá þér eins og venjulega.
knús
Ólöf