þriðjudagur, 22. desember 2009

GLEÐILEG JÓL!!!

~~**~~

~~**~~
Gott kvöld.

Þá er ég nú komin heim aftur eftir vikudvöl í Reykjavíkinni. Þvílíkur kleppur og er ég mjög fegin að hafa lítið þurft með búðirnar að gera. Allt gekk vel og er ég saumuð má segja uppúr og niður úr..:O) Allir ánægðir með hvernig tiltókst og er það nú aldeilis ánægjulegt. Ég hef það svo bara sem náðugast og get lítið gert. Það verða skítug jól þessi jólin og "so what "eins og einhver sagði. Þau verða alveg jafn ánægjuleg og alltaf áður. Nú hugsið þið... Bíddu bíddu á manneskjan ekki kall sem getur þrifið?? jú ég á það og hann er búin að vera voooða duglegur . En það er líka brjálað að gera í vinnunni hans fyrir jólin. Ég hef svosem ekkert merkilegt að segja ykkur nema að það eru að koma jól!!!! Það er minn árstími og nýt ég í botn þess tíma sama hvernig er komið fyrir mér. Ekkert getur skemmt fyrir mér ánægjuna...

Ég óska ykkur öllum gleði og friðar yfir hátíðina, Verið góð hvort við annað, farið vel með ykkur . Þetta er eina lífið sem við eigum og njótum þess á meðan kostur er.

Þess óskar Ingan ykkar allra...




~~**~~


Hindin mín skreytti og skreytti...

Aðventustjakinn sem pabbi minn smíðaði snöggvast og sendi mér...


Svo duglegur og sætur hann pabbi minn alltaf.




Flottasti Friðrikinn í öllum heiminum


Rassgata rófumús...


Ég gisti alltaf hjá þessum flotta púka þegar ég er í Reykjó og Takk fyrir það brósi og mása...
Hjá Siggu fræ í HVERÓ

Svo á heimleið úr borginni er lífsins nauðsynlegt að koma við hjá flottustu hjónum í heimi!!!



Alveg sama hvernig stendur á þá eru þetta móttökurnar!!!


Svo er maður leystur út með gjöfum líka. Þetta fékk ég núna og er svo yfir mig hrifin en þetta bjó frænka mín til úr gömlum dúkum frá ömmu Siggu.
Það er ekki hægt að þykja vænna um nokkurn hlut en þennan. Takk fræið mitt.



Einstaklega fallegt eldhúsborðið hennar á jólunum... sem og öðrum tímum..


Hýjashintur í rólegheitunum hjá okkur í eldhúsinu...


Ættaróðalið vil ég að þetta heiti!!!..:O)



Flottustu jollar sem taka á móti manni í forstofunni hjá þeim hjónum.


Æ hann látinn hanga á hurð í forstofunni greyið að drepast úr kulda...



Við frænkurnar á góðri stund...



alltaf svo gaman hjá okkur þó mig minni að þessi sé uppstillt. hahahaha það er líka gaman..

~~**~~


fimmtudagur, 10. desember 2009

lokaviðvörun...

Dásamlegt jólalag...
~~**~~
Svo sætt á skenk í stofunni...
~~**~~
Góðan dag...

Hér er allt á fullu. Búið að pakka inn öllu sem á að fara út um kvippinn og kvappinn. Myndarlegasti haugur. Já já svo eru haugar til af þvotti til að brjóta saman sem er ekki eins skemmtilegt..:( En hvað um það það verður einhver að sjá um það og á meðan ég hef ekki efni á ráðskonu þá verð ég að gera þetta. Ég fór til bæklunarlæknis í dag út af hendinni minni og verð að halda áfram í Pollíönuleiknum því að svo slæmt er þetta brot mitt að ég á eftir að vera bólgin og með sársauka í þessu í nokkra mánuði í viðbót ef þetta lagast þá nokkurn tímann. þá hafiði það og ég þá helst...:O( En það er alltaf svona með mig þegar eitthvað svona hendir mig þá er það gert ja ekki 100 % heldur 175 %. Ég er síðan farin að huga að Reykjavíkinni og aðeins að pæla í hverju skal pakka niður fyrir þá ferð. Það verður erfitt. En hallast helst að einhverju víðu og þægilegu. Flottur dagur í skólanum í morgun þar sem 400 börn komu saman og föndruðu frá sér vitið. Gaman að því.Síðasti vinnudagurinn minn á morgun og langar mig að fara út að borða með góðum vinkonum annað kvöld, held ég láti verða að því. Notalegt spjall yfir góðum mat og kannski rauðvínstár með því.
Búið að vera dásamlegt veður í dag og vissi ég ekki fyrr en ég var komin í bæjinn á tásuskóm með lakkaðar táneglur. Jú ég fékk augngotur en hvað með það. . 7 stiga hiti og næsheit. Hundurinn minn er að verða að þvílíkum varðhundi að það má ekki fljúga fugl framhjá húsinu þá verður allt vitlaust . Kann einhver ráð við því???Er annars svooo skemmtileg en leiðinlegt þetta helv... gjamm í henni um leið og hún heyrir hljóð að utan. En hvað um það ég hef þá einhvern til að skeyta skapi mínu á. Hlakka til að koma til bróður míns og hitta þau þó aðalega litla kút sem ég hef ekki séð svo lengi. Þau verða fyrir austan um jólin ... Huh eins og mér sé ekki sama...:O) En jæja hér læt ég staðar numið og á ekki eftir að láta heyra frá mér fyrr en korter í jól. Þið hljótið að komast af þangað til...:O) ég bið að heilsa í bili og vona að þið hugsið til mín á hlýju nótunum á næsta miðvkiudag þegar það skeður allt.

Megi góðar vættir passa ykkur þangað til ég kem til baka og get haft augu með ykkur..:O)

Bless Ingibjörg svo undur róleg á þessum tíma árs...

~~**~~



Eldhúshíashintan mín...


grenibrúskar á skáp...




Krans á hurð...



Stofuborðið..


Stofuhíashintan mín...




Hilla í sjónvarpsholi....


borð í sjólvarpsholi...



Samansafn á skenk...



fuglahús á kamínu...


svo skemmtilegir kallar á brík....


gamli gamli á gamalli saumavél...


sunnudagur, 6. desember 2009

Andleysi og svefnleysi!!

~~**~~Hindin mín sæta~~**~~

~~**~~
Gott kvöld eða á ég að segja góða nótt klukkan hjá mér er 01:30 og ég er ekkert syfjuð ,svosem allt í lagi þar sem ég ætla mér að sofa út á morgun. Nú er ég laus við gifsið og er að reyna að þjálfa hendina en það gengur lítið þar sem mig finnur svo til í henni. Fer til bæklunarlæknis í eftirlit út af hnénu í næstu viku þá læt ég hann kíkja á hendina í leiðinni. Ég held ég hljóti að fá magnafslátt...:O) Fór á svo ljómandi flott jólahlaðborð í gær með vinnufélögunum. mmmm hvað það var gott. Fór svo í partý á eftir þar sem var sungið hlegið og sötrað. Fínt kvöld og takk fyrir það. Fegin hvað hefur hlýnað í veðri og öll þessi hálka farin. Það var nú ekki sjón að sjá mann dansandi um eins og drykkjusjúk hæna. Nú er vika í Reykjavíkurför mína. Mikið verð ég fegin og glöð þegar ég verð komin heim aftur til að takast á við hátíð ljóss og friðar. Það verður rólegt þessi jól bara þrjú í kotinu. Í fyrra voru mamma og pabbi hjá okkur og svo auðvitað trommarinn en hann verður fjarri núna. ..:O( Ég bara get ekki hætt að hugsa um það mér finnst það svo ömurlegt. Meira hef ég eiginlega ekki að segja þessa stundina. Er eitthvað tóm í kollinum aldrei þessu vant..:O) En hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr eldhúsinu. Ég vona að þið eigið góðan annan sunnudag í aðventu og kveikið á Betlehemskertinu glöð í hjarta. Heilsur í bili
Ingibjörg endalausa...


~~**~~

Jólaeldhúsið mitt



~~**~~
~~**~~

~~**~~

~~**~~

~~**~~

~~**~~

þriðjudagur, 1. desember 2009

Jólafjörið hefst fyrir alvöru!!!

~~**~~
Já gott kvöld
þetta ágæta þriðjudagskvöld og það er 1 des. Gaman að því. tuttugu og fjórir dagar til jóla og það finnst mér ennþá skemmtilegra. Eins og þið hafið kannski tekið eftir í gegnum árin.... eða allavega þeir sem þekkja mig þá er þetta bestasti besti tíminn minn. Ég hreinlega elska jólin og finnst ekkerteins fallegt og skemmtilegt. Nýt þess að vera til allan desember. Samanber daginn í dag þá gleymdi ég mér gjörsamlega í búðum . Var bara svona að skoða og var lengi inni í hverri búð. Keypti mér smá til að gera hyasintuskreytingu og svona smotterý. Svo var að byrja vinavika hjá okkur í skólanum og var ég að dúllast við það í langan tíma. Það finnst mér líka svo gaman. Vinavikan endar svo á jólamat í skólanum á föstudagskvöldið. Það er alltaf voða hátíðlegt og góður matur... Hlakka til. Svo líður nú að því að ég fari að láta flá mig. En ég fer til Rvk þann 14 og undir hnífinn þann 16. Hlakka til þegar það er búið. kem heima aftur 21.des. Veit ekket hvernig ég hef það á eftir en hef heyrt að það sé ekkert spes líðan... EN ég er vön svo að ég kvíði því ekkert. ÞAð var viðbjóðskalt hér í dag og hrikalega hált. Allir og þá meina ég allir sem ég mætti og hitti sögðu við mig ...:passaðu þig að detta ekki og brjóta á þér hina hendina...hahahaha... og ég hló og hló í öll skiptin..:O)..( not)
Ég losna við gifsið mitt kæra á föstudaginn. En hef á tilfinningunni að það sé eitthvað meira þarna í gangi...:O(. Finn of mikið til eftir 6 vikur. ÞAð getur ekki verið eðlilegt. En það kemur í ljós. Við familíen tókum skurk um helgina og þrifum allt hátt og lágt svona á bak við allt og þannig og skreyttum frá okkur vitið...:O) Erum meira að segja búin að skreyta jólatréð. En það sá Hindin mín um. Það er rosa flott hjá henni. En þið fáið ekki að sjá það strax...:O/
Ég læt þetta duga í bili og kveð að sinni.
Ingibjörg Íhaldssama!!




~~**~~




~~**~~
~~**~~



~~*~*~~



~~*~*~~


~~**~~



~~**~~

~~**~~


~~**~~


~~**~~


~~**~~