fimmtudagur, 12. nóvember 2009

Jólasjúkdómur miklu betri en svínaflensa!!!

~~**~~
Hreindýrið sem flytur til mín jólapakkana...og jólastjarnan sem vísar því veginn!!!



~~**~~


Gott kvöld!!!..

Ég er hér alveg að fara á límingunum!!! Held mér liði svipað núna og ef ætti að fara að leiða mig til slátrunar!! Eirðarlaus,eirðarlaus,eirðarlaus...Langar svoooo mikið að byrja að grafa í jóladótinu mínu. Ég ætla að sleppa því að þrífa út úr dyrum fyrir þessi jól. Ég er löglega afsökuð en um helgina ætla ég að neyða dóttur mína í að ná í seríur og eitthvað svona jóla jóla og standa svo yfir henni og segja henni hvernig ég vil hafa allt... Í staðin fær hún að skreyta jólatréð eins og hún vill þegar þar að kemur!! hún verður ánægð með það!!! Helgin 20-22 er ég upptekin upp fyrir haus þar sem búið er að bjóða mér í jóla partý þar sem þemað er jólaskart og jólaskór... ohhh hlakka svo til. Svo þann 21. er konukvöld hér í höllinni okkar þar sem fram koma frábærir skemmtikraftar og Páll Óskar sér svo um dansinn. Ekki leiðinlegt það. Ég fer með eða án handarinnar sem fræg er orðin. En að öðru. Ég fór í vinnu í dag og fer á morgun. Ekki eru nú mikil not í kjellingunni!!! Verð íka heima í næstu viku eða þangað til er búið að taka spelkurnar af fingrunum. Þá ætti ég nú að geta allavega gripið um blýant...:O) að auki kemst ég ekki í neina utanyfirflík svo að ekki fer ég út fyrir dyr í þessum kulda nema í bíl...:O/ Vá hvað ég verð glöð þegar þessum kafla í ífi mínu er lokið. En það tekur að vísu annar leiðindarkafli við um miðjan des. En ég ræði það síðar!!!

Jæja er þetta ekki orðið bara helvíti fínt í bili. Ég pikka hér með annari og reyni svona að hjálpa til með hægri. Það er ekki alveg að gera sig þar sem ég slæ yfirleitt á 3 lykla í einu..:=/

Ég bið bara að heilsa í bili og óska ykkur góðrar helgar!!!

Ingibjörg óeirðaseggur!!!

~~**~~


smá dúll á eldhúsborðinu!!!

nótur við oh holy night...


Fuuullur glervasi af jólakúlum!!!



Indælasteik ég færi svo upp á jólafatið mitt eftir 42 daga..:)


Fallegar servéttur..Þó ekki jóla!!!



Halastjarna svo falleg þegar er búið að kveikja upp í henni!!!




demöntum prýtt jólatré...


glerslaufa á jólapakkann...

~~**~~

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ!! fallegt! fallegt! smá jóló, þetta er byrjunin Knús í hús Fræið í Hveró

Sigga sagði...

fallegt hjá þér sys :)
Smúts :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert snilli Inga mín.Vildi að ég hefði snefil af þessu í mér,en batakveðjur til þín og farðu bara að jólastússast og láttu frænda minn þjóna þér í þeim málum:):):):

inga Heiddal sagði...

hver ert þú elskan sem skrifar hér svo sætt???

brynjalilla sagði...

yndislegt, njóttu veislunnar en passaðu hendina þína,)

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

Hallojs goa Inga!!!
Vad mysigt du har det..härlig julstämning när man kikar in här!!!!

Kram fr regningt sverige!!!

Millan