föstudagur, 6. nóvember 2009

Heilsur og hitt líka!!!

Og enn bætist í safnið... Alltaf vera að bæta við gifsi og spelkum. Fékk svona fallegar spelkur á fingurnar líka...:O)
~~**~~


Jæja þar fékk ég það óþvegið frá lækninum í morgun. Eftir að búið var að fylla mig af járni í morgun var ég kölluð inn á stofu til hans og sagt að hendinn væri tvíbrotin... Fock ég var ekki glöð. Fyrir utan að vera búin að engjast um í tvær vikur með eitthvað gifs til einskis þá verð ég að hafa þetta helv... í 6 vikur!!! já sæll!!! korter í jól. Það kostar að eitthvað lítið verður um skreytingar og enn minna um bakstur!!! Jæja maður tekur bara Pollíönu á þetta og er ánægður með að hafa ekki hálsbrotnað við þetta fall.
Sit hér alein heima núna þar sem restin af familíunni fór á Todmobiltónleika. Ég nennti ekki þar sem ég á erfitt með að klæða mig og finnst nóg að fara í einn klæðnað á dag og líka það að ég á mjöööög erfitt með að snyrta mig og farða. Humm þá er nú betra að vera heima bara með ljótuna og vera ekkert að ergja annað fólk með þeirri nærveru!!!..Trommarinn minn kom heim úr borg ótta og myrkurs í dag og ætlar að vera hjá mömslu sinni um helgina. Hann byrjaði daginn á að fara með mér í búð og halda á pokunum og koms vo heim og eldaði þennan líka góða pastaréttinn. Ánægð með drenginn. Hefur svo gaman af að kokka.Það er Todmobilball annað kvökld... ég hef alltaf farið á ball með þeim...:=/ En núna ætla ég bara að vera hin fullkomna eiginkona og fara ekki. Þá fer mjói minn pottþétt... Það er svo skrýtið að þegar ég ætla ekki þá ætlar hann og svo öfugt. Það er kannski bara ágætt... Ég ætla að reyna að byrja að vinna eftir helgi. Veit svosem ekki hvaða gagn verður af mér en ég ætla allavega að reyna. Það e r hægt að tapa vitglórunni á að vera heima og geta ekkert gert... Jú ég gat lesið og horft á sjónvarp. Það var nú allt og sumt. Langaði aldrei meira að fara í göngutúr bara af því ég gat það ekki. Ég ætla að byrja aftur að ganga eftir helgi. Ákveðin í þvi. Byrja bara rólega og svo smá kemur það. En jæja ég er orðin rennsveitt og rugluð á að reyna að pikka hér með annari hendi. ég óska ykkur góðrar helgar og læt heyra í mér um leið og eitthvað verður að frétta. Þó ég voni að þær fréttir verði farsælli en áður. Blessm bless Ingibjörg the indjured one!!!


~~**~~


Nýja gifsið svo hvítt og fagurt!!!
Trommarinn að elda oní fjölskylduna!!!


Dýrindis pastarétt!!Yrði flottur kokkur ef hann vildi!! og hann langar !!
6 ummæli:

Gusta sagði...

knús í hús

Nafnlaus sagði...

duglegur drengur sem þú átt,Knús Sigga fræ

Sigga sagði...

Trommarinn duglegi, kyss på kynnen.
Dáist að þér að nenna að pikka þetta með annari :)
Knús á hægri, knús á vinstri og knús á fótinn :)
Love sys

syrrý sagði...

Þetta verður enga stund að líða. Það er ótrúlegt hvað maður getur komist langt á annari hendinni. Reyndar rústaði ég vinstri, en var orðið mjög flink að gera allt með hægri. hafðu það gott.

Synnøve. sagði...

Hej på sagoön.
Vilken härlig header du har. Blev helt förälskad i den bilden.
Har du tagit den?

Vart har du hittat snöflingorna som faller? Skulle gärna byta ut mina blå hjärtan nu....

Hoppas du är på bättringsvägen med din hand och ditt knä.
Nu vet du att du INTE ska tvätta mera. Låt resten av familjen göra det nu...
Trappor är farliga. Tänk om det hade gått mycket värre....

Här i the land of trolls har vi ingen snö än. Inte här. Men uppe i fjellene finns det.

Här är allt annars bara bra.
Det är mörkt på kvällarna nu. Vill ha lite snö. Men det kommer nog.

Halloween är INGET att fira så där. Det är nått som kommit från amerikat. Gillar det inte. Men tyvärr så blir det mer och mer av det.
Jag tycker det är bättre att tända ljus och göra fint på gravarna där man har sina anhöriga.
Tände ljus här utanför för min syster som dog 1991.
Det är på det viset vi ska fira här.
Så var glad att NI inte har halloween på Island.

Önskar dig min vän där ute i Atlanden en fin kväll.
Tänker på dig.
Kram Synne.

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

Hallojs Inga!! Härligt såå med Island besök!!!! Så mysig bild i headern!!!
Men aajajaj då..sg ju inget kul ut med gips!!! Jobigt!!!

kram fr sverige!!!!