mánudagur, 12. október 2009

dittin og dattin...

~~**~~

Góðan dag. Sit hér heima með lítinn sjúlla kjúlla sem er búin að vera með niðurgang síðan í gærkvöldi... Já ég veit þetta er of mikið af upplýsingum en svona er þetta nú samt. Átti góða og rólega helgi og fór með yngsta meðlim fjölskyldunnar í langa og góða göngutúra. Það fannst henni gaman. Gleymi allta fað taka mynd af henni í mokkakápunni sinni . Það verður að fara að gerast hún er alveg frábær í henni. Ég hætti að reykja í gærkvöldi kl 23:00 Og gengur það bara vel ennþá hahaha... enda bara nóttin liðin og ég reykti aldrei þá. Sigga sys er hætt líka og er ég voða stolt af henni.... Þangað til hún byrjar aftur..:)Þegar ég kom frá Englandi þarna um daginn lennti ég í svo helv... skemmtilegu partýi með gömlum og góðum vinkonum. Tók nokkrar myndir þar og eru þær hér fyrir neðan. Svo varð náttúrulega að taka mynd af fallegasta rauðhaus í heimi.O.M.G hvað barnið er fallegt.... Bróðir minn á hann. Já it runs in the family þessi fegurð!!!!...:=)
Ég þarf nú ekekrt að segja ykkur frá því sem gekk hér á fyrir helgi með rokið og allt það það var út um alla fréttatíma... Nema að það kom hvergi fram að grinverkið mitt var búið að fá nóg af því að hanga við þetta hús svo það dreif sig eitthvað annað. Og síðan hefur ekkert til þess spurt!!!!
Eigið góða viku framundan og þá sérstaklega ég og mitt reykingarbindindi... bless í bili Ingibjörg útreykta!!!


~~**~~


Fririk Heiðdal!!!flottastur minn...


Ég og Rannveig...


Ég ,Tobba og Rannveig...


Tobba og Hilda...

Sigurrós og Addi...


Bogga og sigurrós...


Árni jón og Laufey....



Hrafnhildur og Rannveig...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir,bíð eftir kápumyndunum
Knús!!! Fræið :0

Gusta sagði...

biddu við við engin mynd af mér bara flottar af restinni af skvísunum knús og kossar Guðsteina

inga Heiddal sagði...

Já hvað á þetta eiginlega að þýða.. Þú varst líka alltaf úti að reykja!!!!

Gusta sagði...

já það hlýtur að vera eða myndast bara ekki :(