Þessi helgi búin að vera dásamleg í alla staði. Hitti fullt af ættingjum sem ég hef ekki hitt lengi. Það var gaman. Fór í jarðaför á laugardaginn hjá henni ömmu Villu sem við köllum, en hún er reyndar ekkert skyld okkur en tengdist okkur órjúfanlegum böndum þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu. Hún var mikil vinkona ömmu Gunnu og er fædd og uppalin á Borgarfirði eystra. Þar sem rætur okkar beggja liggja. Það var svo gaman að hitta hana og tala um fólk að austan sem við þekktum báðar. Sonur hennar er Ásgeir Sigurvins og hann einmitt passaði Gísla minn svo oft þegar hann var lítill og þess vegna hefur vinskapur haldist síðan og mín börn alltaf kallað hana ömmu Villu. Ef hægt er að tala um skemmtilega jarðaför þá var þessi skemmtileg. Í minningarorðinu var hlegið dátt og í erfisdrykkjunni var kátt á hjalla. Svona eiga jarðarfarir að vera ef fólk er orðið fullorðið og hefur skilað af sér ævistarfinu þannig að við hin munum það sem skemmtilegt.
Svo var fótboltaleikur sem ég að sjálfsögðu fór á og mér fannst skemmtilegt að sjá núna hvers vegna Valsmenn geta ekki rassgat í fótbolta. Þvílíkur hörmungarmórall sem er í liðinu... segjandi hver öðrum að halda kjafti og ekki var þjálfarinn í boss jakkafötunum skárri...Hindin mín farin í skólaferðalag upp í Alviðru sem er að ég held stofnun á vegum Náttúrufræðistofnunnar. Hana hlakkaði til og ekki. Vildi náttlega frekar bara vera í sínu verndaða umhverfi hjá ma og pa...:=) Litla dramadrottningin mín...:=) Það var smá partý hjá okkur í gær og komu fótboltastrákarnir til okkar í teiti. það var gaman og svo komu Víðir frændi og konan hans . Það var gaman. Það er svo langt síðan ég hef hitt hann. 'eg hellti bjór í þau og þau fóru frá mér um 2 leitið sæl og glöð og áttu svo að fara í Herjólf í morgun. Hindin mín var svo heppin að fá lundapysju hér í gærkvöldi upp í hendurnar. Það er nú mjög sjaldgæft að þær fljúgi hingað uppeftir í götuna hjá okkur. Og merkilegt fannst okkur líka hvað hún var lítil og full af dún... Hún var því skýrð Dúna með það sama og var síðan sleppt á haf út í dag áður en hún fór í Herjólf... Bara gaman. En ég býð góða nótt og megi þið eiga góða vinnuviku framundan.... Ingibjörg ullarlagður..:=
~~*~~