föstudagur, 3. júlí 2009

Héðan og þaðan...

Jamm langt síðan ég hef gert eitthvað hér en það er svo mikið að gera hjá mér að gera ekki neitt þessa dagana að ég hef ekki haft rænu á að líta hér inn. En semsagt þá sit ég hér þunn núna og reyni að pára eitthvað. Ég fór á ógó góða tónleika með U2 project í gær og þaðan svo á Volkano og dansaði fram á rauða nótt með vinkonum og Sigga Hlö sem klikkaði ekki heldur í þetta skipti. Hann tók mann 25 ár aftur í tímann, á minn uppáhaldsstað the 80´s... Er svo búin að vera sunnan við mig í allan dag. En Það er allt í lagi og vel þess virði. Nú er goslokahátíðin að bresta á svo ætli maður verði ekki fullur aftur á morgun. Ég veit ekki hvar þetta endar!!! Ég fór í stórgóðan útreiðatúr í gær en afturendinn bíður þess væntanlega ekki bætur fyrr en seint á árinu. Kramið klof og rasssæri... ái..:=) Nú er ég að hugsa um að færa mig fyrir framana imbann og láta kallinn nudda á mér rassinn. ég bið að heilsa í bili og kem von bráðar aftur. Myndirnar hér fyrir neða eru frá hinni stórgóðu austurför minni .


Gústa mín mamma hennar Gúu vinkonu og ég í góðum gír eftir að hafa hámað í okkur nammi...:=)

partur af sæta pallinum hennar systu...
Það skildi éta brunsið á pallinum þó að væri kalt...:=)
~~**~~
Flotta húsið hennar systu..

ég örugglega á leið á kaffihús í góða veðrinu...Marý duglega að raka fyrir mömmu sína... eftir miklar fortölur...:=)uppáhaldshorn systur minnar ... hún fer mjög sjaldan þaðan!!!


Dúskur hennar Helgu vinkonu á Akureyri og Hindin mín... Þeim varð mjög vel til vina...


Og að lokum 1 árs afmælið hjá Friðriki litla frænda mínum sætasta í heimi...

5 ummæli:

Sigga sagði...

Hahaha... góð myndin af dögurðinum, það vantaði bara húfu og vettlinga :)

Nafnlaus sagði...

Mikið áttu fallegt heimili kæra frænka á Seyðis,kanski fæ ég að sjá það í sumar.(eins og ég hafi aldrei séð það)Knús til þín Inga mín að leifa okkur að sjá. Bæó Sigga fræ

Goa sagði...

yndislegar myndir!
Og af ykkur mammsen...*ÆÐI*..:)

Kossinn og klemman mín er þín...

Synnøve. sagði...

Hej Inga.
Här var det mycket festande.
Både 1 årskalas och bröllop.

Härliga bilder.
Hoppas att allt är bra med dig.
Här är det gråväder och regn.
Men det gör inte så mycket. Jag älskar det.

Ha det gott min vän. Så hörs vi av via mail.
Stor kramen Synne.

Sigga sagði...

Er ekki kominn tími til að tengja kæra systir !!!!!!!!!!!!