þriðjudagur, 28. júlí 2009

Feitt og ekki jafn feitt....:=)

Jáááá Sææææll... Eins og einhver sagði . Er búin að vera að velta því ofurlítið fyrir mér hvort ég ætti að vera að setja þetta hér inn. En svo segir maður af hverju ekki???Allir segja " Þú varst nú ekki svooo feit" uumm Jú eiginlega.. Allavega þegar ég sé þetta. Þetta er á 1 og hálfu ári og nú sé ég muninn. Er svolítið búin að vera að leita í sjálfri mér, af hverju mér finnst ég enn vera eins og ég var. En nú þegar ég sé myndirnar þá þarf ég ekki að leita lengur. Fyrir utan allt sem heitir sjálfsmat og sjálfsímynd, sjálfsálit og allt það þá á ég mér nýtt líf núna og er fær í flestan sjó sem ég var svo sannarlega ekki áður að þá er það það sem skiptir mig mestu máli. Hörku vinna framundan að halda þessu helv... í skefjum en ég gefst ekki upp þó á moti blási öðru hvoru . Eigið góða daga framundan love u all. Kveðja INGIBJÖRG ekki svo undurfeit lengur...:=)
~~**~~Sorry ég fann enga aðra nýja mynd af mér nema þessa sem tekin var nálægt... Frá því á 80´s ballinu... en á hinni...( sjáiði þjáningasvipin á mér)


Perustefni dauðans....


michelinmaðurinn ógurlegi....

það þurfti stærri linsu á myndavélina á þeirri feitu þess vegna er þessi mynd stærri...:=)
~~**~~

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert náttlega bara flottust kæra gamla vinkona ;-) það er mikill munur að sjá ,en ert alltaf sama Inga ;-) Gangi þér ætíð vel .
kv Inga Ósk gamla vinkona

Gusta sagði...

vá ekkert smá munur á þér elsku Inga mín þú hefur alltaf verið fær í flestan sjó vertu bara þú áfram sjarmatröll dauðans hvort sem þú er með smá spek eða ekki glæsilegri ertu alla vega núna en áður það fer ekki fram hjá neinum go Inga go drektu svo eins og einn drykk fyrir mig á þjóðahátið knús og kossar Guðsteina

Gusta sagði...

smá villa Drekktu 2 drykki veitir ekki af

Nafnlaus sagði...

Inga mín!!! þú dásemdar dós og dúlla
Þú ert best sama hvað kílóin telja
Þú ert best :)En mín eina og besta vinkona var að fara frá mér (10 mín síðan)og ég er vængbrotin.Ég sit hér með tárin í augunum og rauðvín í glasi. SANDRA ER FARIN
Knús Sigga fræ í Hveró

Synnøve. sagði...

Ja det var en stor skillnad.
Som dina före bilder ser jag ut just nu. Men vill nog se ut som dina efterbilder...
Jag får ta tag i det där ordentligt nu....
Kramen Synne.

Sigga sagði...

Veistu systir sæl að mér finnst mestu máli skipta að þér líður betur í kroppnum þínum, svo sakar nú ekki að vera hot líka :)

knús sys

Nafnlaus sagði...

Fyrir mitt leyti hefur mér altaf fundist þú vera stórglæsileg, þú lýtur æðislega út og það geislar svo sannarlega af þér.
Haltu áfram á sigurbraut.
Kveðja Jóhanna Reynisd.

syrrý sagði...

Vá skvísan!!!!!!!!!! Frábær árangur
Og brosið hjá þér segir meira en þúsund orð´. Líður greinilega vel og tek ofan fyrir þér að setja þessar myndir inn ( fyrir og eftir)
Go girl.

brynjalilla sagði...

Þú ert dugleg og fyrirmynd fyrir marga, þetta er hægt!!! Gangi þér vel Inga, kram og kremja
Brynja

solla sagði...

Þvílikur MUNUR!
Bara flott hjá þér :)
Haltu áfram að vera dugleg og Yndisleg :*

knús frá köben

solla