~~**~~
Góðan daginn öll sömul. Þá er nú allt að verða komið í höfn fyrir ferminguna. Búið að ákveða matinn og hver á að baka hvað... Er svo heppin að eiga dásamlegar vinkonur sem ætla að baka hver sína frönsku súkkulaðikökuna. Og ein sem ætlar að gera fyrir mig tvær ostakökur. Svo er náttlega ómissandi kransakakan hennar tengdu en hún gerir bestu í heimi. Höfum farið út um allt hér að reyna að fá kjól en ætli að við endum ekki í RVK til að kaupa hann... Er svo "heppin" að þurfa að skreppa til læknis um mánaðarmótin svo við tökum hann þá bara í leiðinni. Hlakka til að fá fólkið mitt í heimsókn og momms og pomms ætla meira að segja að stoppa í viku. En maður getur nú kannski fengið leið á þeim þar sem maður þurfti nú líka að vera með þeim í tvær vikur í janúar..he he.. Allt fjólublátt er inn hjá Hindinni þessa dagana og einkennist fermingin af því. Fjólublátt skraut og fjólubláir skór, fjólublátt boðskortið og þá verður væntanlega að leita að fjólubláum kjól. Henni myndi nú ekki leiðast að vera með þessar kökur sem eru hér fyrir neðan á myndunum. En hún vill enga sérstaka fermingartertu svo að það verður ekki. Vildi bara kransaköku frá ömmu sinni , ostakökur og franska súkkulaðiköku! Svo svona svo að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð þá ætlum við að hafa smáréttahlaðborð líka frá Einsa kalda. Ymmí hlakka til að borða!!!
Eigið góða daga í vændum börnin góð og lifið lífinu lifandi. einhvernvegin er það svo miklu skemmtilegra.
Over and out Ingibjörg er kát!
~~**~~
Hún er flott þessi!! sko kakan!
Og þessi er ekki síðrikúl greiðsla finnst mér en fæ engu ráðið um hvernig ungfrúin ætlar að vera um hárið!
smáréttahlaðborð með ýmsu góðgæti!
Svolítið kúl og öðruvísi þessi kransakaka
Hún hélt ekki vatni yfir þessum Jeffrey Campel skóm en móðurinni varð um og ó!!
Já þessir voru líka alveg að gera sig... En nei sagði mamma gamla!!!
~~**~~