Mynd tekin yfir Seyðisfjörð á áramótunum
~~**~~
Gott kvöld og Gleðilegt ár... Það er víst komið 2011. Maður þarf að hugsa sig um áður en maður skrifar það... Pínuflókið finnst mér. Ég er allavega búin að þurfa að strika yfir vitleysurnar nokkum sinnum... Ég ætla að vona að þetta ár verði upphaf af mörgum skemmtilegum hlutum. Þegar ég fer í huganum yfir síðasta ár þá var það bara nokkuð gott og er ég þakklát fyrir það. Á marga góða vini og góða fjölskyldu svo að eitthvað sé nefnt. Er búin að plana nokkurn vegin þetta ár eða svona part og part af því... Ég vona að það gangi allt saman eftir.Varð pínu döpur þegar ég var að taka niður jólin og öllu því sem því fylgir. Fannst allt svo tómlegt og dimmt. Sit hér nú með kertaljós og ákvað loks að reyna að blogga svolítið. Eins og ég hef áður sagt þá verð ég voðalega sjaldan kjaftstopp en einhvernvegin hefur það verið mér erfitt að blogga síðustu misseri og það verður bara að hafa það. Með hækkandi sól verður hærra á manni risið og eflaust eitthvað sem maður verður tilbúin að deila með öðrum hér inni..:O)Hér fyrir neðan eru myndir frá afmæli Hindarinnar minnar sem varð 11 ára og svo nokkrar sem voru teknar af mér og vinum á grímuballi eða öllu heldur áður en við fórum. Þær sem voru teknar á ballinu sjálfu eru ekki birtingarhæfar..:).. Stutt er í mína árlegu depurð ..Finn að hún nálgast og ætla að reyna af öllum mætti að reyna að koma í veg fyrir hana.Vonum bara að þessir leiðindarmánuðir verði fljótir að líða. Ekkert verður farið á þorrablót þetta árið hvorki hér í Eyjum né austur á land. En ég stefni á að fara á næsta blót á Seyðis ég get þá allavega farið að láta mér hlakka til þess..:)... Er líka búin að ákveða að fara á sjómannadaginn og halda hann hátíðalegann á Seyðisfirði. Gúa mín bestust ætlar að mæta með mér þangað og þá verður ýmislegt brallað ef ég þekki okkur rétt... En látum þessu lokið í bili. læt hér fylgja lítið kvæði sem mér finnst svo satt... Góða nótt.
Þó lífsins lán og gæði
Afmælisbörnin myndarlegu
Gott kvöld og Gleðilegt ár... Það er víst komið 2011. Maður þarf að hugsa sig um áður en maður skrifar það... Pínuflókið finnst mér. Ég er allavega búin að þurfa að strika yfir vitleysurnar nokkum sinnum... Ég ætla að vona að þetta ár verði upphaf af mörgum skemmtilegum hlutum. Þegar ég fer í huganum yfir síðasta ár þá var það bara nokkuð gott og er ég þakklát fyrir það. Á marga góða vini og góða fjölskyldu svo að eitthvað sé nefnt. Er búin að plana nokkurn vegin þetta ár eða svona part og part af því... Ég vona að það gangi allt saman eftir.Varð pínu döpur þegar ég var að taka niður jólin og öllu því sem því fylgir. Fannst allt svo tómlegt og dimmt. Sit hér nú með kertaljós og ákvað loks að reyna að blogga svolítið. Eins og ég hef áður sagt þá verð ég voðalega sjaldan kjaftstopp en einhvernvegin hefur það verið mér erfitt að blogga síðustu misseri og það verður bara að hafa það. Með hækkandi sól verður hærra á manni risið og eflaust eitthvað sem maður verður tilbúin að deila með öðrum hér inni..:O)Hér fyrir neðan eru myndir frá afmæli Hindarinnar minnar sem varð 11 ára og svo nokkrar sem voru teknar af mér og vinum á grímuballi eða öllu heldur áður en við fórum. Þær sem voru teknar á ballinu sjálfu eru ekki birtingarhæfar..:).. Stutt er í mína árlegu depurð ..Finn að hún nálgast og ætla að reyna af öllum mætti að reyna að koma í veg fyrir hana.Vonum bara að þessir leiðindarmánuðir verði fljótir að líða. Ekkert verður farið á þorrablót þetta árið hvorki hér í Eyjum né austur á land. En ég stefni á að fara á næsta blót á Seyðis ég get þá allavega farið að láta mér hlakka til þess..:)... Er líka búin að ákveða að fara á sjómannadaginn og halda hann hátíðalegann á Seyðisfirði. Gúa mín bestust ætlar að mæta með mér þangað og þá verður ýmislegt brallað ef ég þekki okkur rétt... En látum þessu lokið í bili. læt hér fylgja lítið kvæði sem mér finnst svo satt... Góða nótt.
~~**~~
Þó lífsins lán og gæði
leiki ei öll í höndum mér,
þó ekkert góss ég græði
glöð og ánægð samt ég er
ég hef heilsu föt og fóður......
og fæ að lifa vinum hjá,
skyldi ég ekki guð minn góður,
glöð og ánægð vera þá
~~**~~
Afmælisbörnin myndarlegu
fína kakan sem við gerðum...
4 ummæli:
Elsku stelpan mín, þetta er að mínu mati einn besti tími ársins,kveikja á lömpum hafa kertaljós og kósýheit.
Mömmu leiddist alltaf þessi árstími,
og þið eruð nú svolítið líkar :)En mín kæra það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þú mættir bara gera meira af þessu. Knús á þig fræið mitt. Sigga gamla fræ :)
Flott afmæli hjá Hindinni og þið flottar vinkonurnar :O)
Elska þetta ljóð,
knús Sigga syss
flott header-mynd! og flott afmæliskaka, ég vil svona næst þegar þú kemur ;)
Härliga bilder Inga.
Tårtan såg god ut.
Jag sitter och försöker komma på vad jag ska bjuda på i mars när jag fyller 50.....
Kul att du valde den. Det är ju vårt hus :))
Kramen säger jag härifrån.
Synnöve.
Skrifa ummæli