sunnudagur, 7. nóvember 2010

Sex and the city.. Abu dabi Nettar nálar og dásamlegheit!

~~**~~Jæja gott fólk!!! ÞAÐ var mikið að ég hafði eitthvað að segja!!

Verð bara að deila því með ykkur að ég fór í samkvæmi aldarinnar hér á föstudagskvöldið og ég sem hélt að ekki væri hægt að toppa þetta en jú það er allt hægt. Og því er fyrir að þakka þeim frábæru saumaklúbbsystrum " Nettum nálum"MIkið er ég glöð að vera í hópi þeirra sem var boðið, maður fann svo mikið til kvenleikans að það var hreint ótrúlegt. Ég vil bara enn og aftur þakka fyrir frábæra skemmtun frábæra umgjörð og hreina snilld af öllu tagi. ÞEmað hjá þeim var að þessu sinni Sex and the city (mynd 2) Ég var ekki búin að horfa á neitt af þessu fannst aldrei neitt varið í þættina en ég varð hreinlega til að passa inn í mynstrið að leigja myndina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Svo var farið á fullt í að reyna að finna outfittið og upphugsa hvort maður ætti að vera glamúr New yorker eða Abu dabi búrkuskvísa. New yorkerinn varð ofan á með öllu sínu glysi og glamúr. Og fannst mér bara takast vel til..:O) Þarna voru konur í búrkum og dásamlegum slæðum og ciffoni en ég feilaði á að taka mynd af búrkukonunum og finnst það miður. En veitingarnar voru himneskar, Matur og drykkir eins og hver gat í sig látið og allir leystir út með gjöfum. Þetta getur varla orðið betra... Hér sit ég svo og velti mér upp úr minningum sem seint gleymast og er glöð og sátt við líf mitt sem kona!!!.. Ný vinnuvika að hefjast og ég fer inn í hana alsæl og kvenleg...:O) Góða nótt!!!
~~*~~


Ready to go

Glamúr og glys var það heillin!!

Alda og Þórey!!

Ingunn og Aníta


Systurnar Hrönn og Kata!!Sonja og Þóra
Elfa og Sigga Lára


Sonja og Kolla


Hrönn og Aníta


Ég ,Dísa og Lilja..Guðný og LovísaFjóla og ÞóraNanna og Sigga


Ég og NannaVið skutlurnar


og aftur
Dísa sæta


Lilja ,Helga Björk ein af gestgjöfunum og mín boðssystir..


~~*~~

5 ummæli:

http://abebedorespgondufo.blogs.sapo.pt/ sagði...

Very good.

Nafnlaus sagði...

Þú berð af flotta fræ
Sigga fræ

Gusta sagði...

mesta skutlan á svæðinu að sjálfsögðu mega skvísa knús og kossar kv Guðsteina

Synnøve. sagði...

Hallå där.
Ser att det är full fart här som vanligt.
Hoppas att allt är bra.
Har ni fått snö ännu?
Här kom det lite, men nu regnar det bort. Haft kallt med, ner till 10 minus. Men nu är det 2 plus.

Ser du julpyntat lite med. Håller på att prova mig fram på bloggen. Få se om jag gillar det eller om det blir förändringar igen.

Ha det gott nu.
Sköt om dig och hälsa familjen.
Kram Synnöve.

hlíf sagði...

Takk fyrir kommentid hjá mér <3