fimmtudagur, 20. maí 2010

Fatafríkið ég!!!..:O/

~~**~~ ~~**~~

Já halló... Mín átti afmæli um daginn og gleymdi að taka myndir af öllu saman...:O/ Svo þið fáið engar myndir af kökum ...Það er allt í lagi Ykkur gæti dottið í hug þá að fara að baka og verðið þá bara feit af því. En ég fékk nú ýmislegt fallegt í afmælisgjöf. S.s gallajakka frá mjóa mínum , hálsmen frá Hindinni minni, kerti ,segul á ískáp, boddykrem, armband, hálsklútafesti?? já ég skýri það það bara .. Blóm, rauðvín, andlitsbað, sjússaglös með lopapeysumunstri, snyrtivörur. salt og pipar í háum glærum kvörnum og englamyndir svo eitthvað sé nefnt!! Svo fékk ég líka pening frá familíunni minni. Og mig langar svo að kaupa mér sumarlegan kjól fyrir peninginn en það er úr vöndu að ráða ég fékk heimlánaða 4 kjóla og langar í 3 af þeim!!! Hvað gerir maður þá??? Kaupir alla er það ekki??? en það er of dýrt og ég get ekki valið... En hugsanlega hef ég efni á tveimur af þeim svo að þið verðið núna að ákveða hverjir það eru!!!! Annars er allt í góðu. Það er að koma hvítasunna og þriggja daga frí. mmm.. like á það. Og þá á ég eftir að vinna í 2 vikur og svo komin í sumarfrí...vííííí....fljótlega upp úr því ætla ég austur og vera lengi þar...:O). En jæja endilega kommentið á hvað kjólar ykkur finnast flottastir!!!.
Heilsur í bili Ingibjörg fatafrík!!!

~~**~~


SÆTUR og langar í hann!!!

sumarlegur og langar í hann líka!!!



ógeðslega flottur í sniðinu og í laginu en er ekki alveg viss með litin Einhver myndi kalla þennan lit innanpíkubleikann!!!!!! En langar samt í hann...:O(

~~**~~



föstudagur, 14. maí 2010

Afmælis-öskufall- Ingibjargar !!!

Tekið þann 15. mái... ÓBJÓÐUR....:O(













~~**~~


Já góðan dag... Hann byrjaði ágætlega þessi dagur en síðan syrti heldur betur í álin... Guð minn góður hvað ég vorkenni öllu fólkinu sem býr á Eyjafjallasvæðinu!!! að þurfa að díla við þessa ösku með tilheyrandi vikum saman..!!! En hjá okkur skeði það, að það fór að rigna hér hraunmolum og ösku í stórum stíl... Þvílíkur viðbjóður!!! Ég þurfti að skreppa niður í búð sem allra snöggvast, sá ekki út úr augunum á leiðinni, þurfti að fá vatnsfötu til að hella yfir rúðurnar svo ég kæmist heim aftur!!!Er núna að að drepast í augunum eftir ferðina. Hefði aldrei trúað því hvernig þetta er. Ég tók nokkrar myndir af ósköpunum og set hér inn!! Ætlað að reyna að eiga hér notalega stund með vinum og fjölskyldu í kvöld þar sem ég á afmæli en ætla samt að biðja fólk að dusta af sér og fara úr skónum áður en haldið er til stofu... Góða helgi Ingibjörg eðalhraunmoli!!!






~~**~~

















Þessi diskur var úti í c.a 5. mín. áður en hann varð svona!!

Bíllinn eftir svaðilförina í Vöruval!!





Dimmt yfir að líta!!!






Ógeð!!!







OJJJJJ....


~~**~~





fimmtudagur, 13. maí 2010

Skólasýning!!!

~~**~~

Sæl veriði!!
Yndislegur dagur á eyjunni okkar í dag. Sól og blíða en ég hér inni að setja á tertur eins og engin sé morgundagurinn... Jú jú húsfrúin á afmæli á morgun og mjói minn átti afmæli þann 1.maí og trommarinn minn þann 20.maí . þá er það skylda hverrar kúgaðrar eiginkonu að halda veislu....hahahaha... (not) nei nei ég hef svo ljómandi gaman að þessu að ég þarf ekki að láta kúga mig í að gera nokkuð svona. Vona að vinkonur mínar kíki við og fjölskyldan líka. Átti svo ljómandi skemmtilegan dag í gær en var reyndar gengin upp að öxlum og fann ekki fyrir fótunum á mér lengi eftir að ég kom heim. Því maður eyðileggur nú ekki útlitið með að vera í sléttbotna skóm frekar drepst ég í fótunum. Það var semsagt skólasýning og dagur skólans í gær þar sem árgangurinn hennar Hindar sá um allt kaffisölu,hlutaveltu,sjoppu og. fl. þetta er fjáröflun fyrir skólaferðalag sem þau fara í í 7 bekk. Sýningin byrjaði á flottri danssýningu hjá öllum árgöngum og að lokum var útskriftarverkefni 5. bekkjar dansinn "Thriller" sem var svo flottur hjá þeim. Þau sáu um búninga sjálf og gerðu sér grímur. Þau eru um 80 í árganginum svo þetta var rosa flott á að horfa. Ég reyndi að taka þetta upp á video en það var svo dimmt að ég veit ekki hvort það er gaman að horfa á þetta en ég læt það samt fljóta með... Annars er allt annað í góðu og er fegin að það sé komin helgi einn ganginn enn. Till next INGA.

~~**~~

sunnudagur, 9. maí 2010

Hið virka rauðhausafélag !!!

~~**~~

Góðann Daginn Gott fólk og Mæður veraldar til hamingju með daginn!!! Í tilefni af deginum þá ætla ég hér að drepast úr sjálfsánægju.. Ég er nefnilega alveg að fýla rauðhausinn á mér. Margir búnir að segja við mig sem þekkja mömmu mína" Þú ert alveg eins og mamma þín" Og ég er sko bara ánægð með það . Hún mamma mín er bæði sæt og frábær kona líka!!! Mamma mín til hamingju með mæðradaginn!! Svo á ég líka afmæli næsta föstudag.! Gleymdu því ekki!! ég vona að þú sért búin að taka út summuna fyrir afmælisgjöfinni minni!!!...:O) Annars er bara allt gott að frétta héðan . Ég er búin aðv era að sniglast í kringum garðinn hjá mér og nenni ekki að byrja á neinu... Pabbi þú ert sestur í helgan stein getur þú ekki sest í hann í nokkra daga hjá mér úti í garði!!!..:O) Nú eru bara eftir 4 vinnuvikur í skólanum... MMM það verður gott að komast í sumarfrí. Ætla mér að vera lengi fyrir austan í sumar og velgja foreldrum mínum undir uggum. Jú mikið rétt og þau eru enn að skamma mig fyrir hvað ég er mikill unglingur. Það heldur þeim ungum...hahaha....Jæja elskurnar. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr rauðhausafélaginu. Þar sem ég er formaður. Eigið góða viku í vændum og heilsur að sinni.
Ingibjörg ofurrauðhaus!!!


~~**~~








formaður rauðhausafélsagsins!!1








varaformaður rauðhausafélsagsins!!!

~~**~~

laugardagur, 1. maí 2010

Afmælisdagurinn 01 maí... Góður dagur

Góðan dag þenna dásamlega vordag. Vorið liggur í loftinu og það er 01.maí. Mjói minn á afmæli í dag. Og er duglegasti loverboy í heimi. Hann tók sig til í tilefni dagsins og réri hálfmaraþon í ræktinni eða tæplega 22 kílómetra á 84 mínútum. Á meðan lá ég fyrir og hvíldi mig. Ég fékk yfir mig eitthvað sem líktist því að ég þyrfti nú að drífa mig í ræktina honum til samlætis en ég semsagt lagði mig í staðinn og beið eftir að þessi ónot liðu hjá...:O)
Hindin mín gaf honum tertusneið og rauðvínsglös í afmælisgjöf og bjó til þetta fallega kort handa honum líka . Til hamingju með daginn mjói minn og þið hin líka sem eigið afmæli í dag. S.S Ólöf vinkona en hún verður þess aðnjótandi að vera jafngömul mér í 14 daga. Og svo er það mágur minn hann Kalli sem á líka afmæli í dag en sem betur fer er hann bara á sjó því það er svo mikið að gera hjá systu í dag að hún hefði ekkert getað dekrað við hann. Ég hins vegar er að undirbúa matarboð fyrir góða vini og partý fram á rauða nótt....
Góðar stundir
Ingibjörg hið rauðhærða partýtröll!!!

~~**~~


Gjöfin góða!!!
tekið á því!!

duglegastur...


alveg búin á því!!


~~**~~