~~**~~ ~~**~~
Já halló... Mín átti afmæli um daginn og gleymdi að taka myndir af öllu saman...:O/ Svo þið fáið engar myndir af kökum ...Það er allt í lagi Ykkur gæti dottið í hug þá að fara að baka og verðið þá bara feit af því. En ég fékk nú ýmislegt fallegt í afmælisgjöf. S.s gallajakka frá mjóa mínum , hálsmen frá Hindinni minni, kerti ,segul á ískáp, boddykrem, armband, hálsklútafesti?? já ég skýri það það bara .. Blóm, rauðvín, andlitsbað, sjússaglös með lopapeysumunstri, snyrtivörur. salt og pipar í háum glærum kvörnum og englamyndir svo eitthvað sé nefnt!! Svo fékk ég líka pening frá familíunni minni. Og mig langar svo að kaupa mér sumarlegan kjól fyrir peninginn en það er úr vöndu að ráða ég fékk heimlánaða 4 kjóla og langar í 3 af þeim!!! Hvað gerir maður þá??? Kaupir alla er það ekki??? en það er of dýrt og ég get ekki valið... En hugsanlega hef ég efni á tveimur af þeim svo að þið verðið núna að ákveða hverjir það eru!!!! Annars er allt í góðu. Það er að koma hvítasunna og þriggja daga frí. mmm.. like á það. Og þá á ég eftir að vinna í 2 vikur og svo komin í sumarfrí...vííííí....fljótlega upp úr því ætla ég austur og vera lengi þar...:O). En jæja endilega kommentið á hvað kjólar ykkur finnast flottastir!!!.
Heilsur í bili Ingibjörg fatafrík!!!
~~**~~