sunnudagur, 7. mars 2010

Dollý Parton skemmtilegheit!!!

Já sæll!!!
Hvað er svo að frétta???.
Hjá mér er bara allt fínt. Fór upp á land í síðustu viku til að útskrifast af Reykjalundi. Það var gott. Útskrifaðist þaðan með glans og allir ánægðir. Svona til gamans má geta að á tveimur síðustu árum hafa farið af mér 36 cm í mittið... hahahaha það er bara rúmlega 3riðjungur úr metra... Svo fór ég líka til Lýtó og það var allt gott að frétta þaðan og má ég fara að skella mér í sund!!!!! Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið í laaaanngan tíma. Nóg er að gerast í skemmtanalífinu á næstunni og byrjaði þessi helgi með snilldar partýi hjá saumaklúbb Þóreyjar vinkonu þar sem þær héldu Dollý Parton partý... O M G hvað var gaman og hver Dollýin flottari. Ég fór auðvitað heim með flottustu verðlaunin fyrir "Sexy barm" Bara gaman og fékk í verðlaun það sem ég vil kalla rafknúin eyrnapinna og ekki orð um það meir..:O)
Hindin mín öll að koma til eftir veikindi vikunnar og verð ég hreint út sagt ekki eldri ef einhver vogar sér að verða veikur á þessu heimili næstu mánuðina. Þetta er alveg orðið ágætt. En hún var með háan hita,streptokokka sýkingu og berkjubólgu...:O( en eins og ég sagði þá er hún öll að koma til!!Næstu helgi er síðan árshátíð grunnskólanna og er hafin þríþrautakeppni af því tilefni með tilheyrandi pælingum í stærðfræði þrautum, búningagerð og lagasmíðum.. Það er gaman frá því að segja að fólk er farið að stoppa mig út á götu til að spyrja mig af hverju ég bloggi ekki oftar!! Og ekki bara ein manneskja heldur fleiri í þessari viku. Gaman að sjá að fólk hefur gaman af þessu. Mér myndi líka finnast gaman ef fólk kvittaði fyrir lesturinn og myndaskoðunina. ÞAð er í rauninni engin vandi ef þú ferð bara inn og hakar í nafnlaus og á það þá ekki að vera neitt vandamál. Margir segjast nefnilega ekki nenna að kvitta af því það sé svo erfið leið að fara. En settu svo bara nafnið þitt inn í commentið. Því þeir sem fara inn með comment án þess að setja nafnið sitt verða fjarlægðir þar út.

Nú fer að líða að páskum og ætlum við litla fjölskyldan að bregða okkur austur á land þar sem á að ferma yngsta barn systur minnar hana Fjólu Lind Heiðdal. Jú það var rétt giskað á það að ég mun sjá um veitingarnar að mestu leyti í þeirri fermingu og hlakka ég til... Finnst svo gaman að stússast í svoleiðis... (á mínum forsendum) Í guðs bænum farið samt ekki að hringja í röðum og biðja mig um að sjá um veislur... :O)
EN jæja ég er eitthvað svo þurrausin eftir helgina og talaði svo mikið í gær að ég hef eiginlega ekkert að segja en vona að þið eigið góða viku í vændum og sálin sé á uppleið með hækkandi sól eins og hjá mér.
God bless og góða nótt.
Ingibjörg og undrabarmurinn!!!

~~**~~


Svona léit mín Dollý út!!

Guðbjörg Lilja Dollý..


Jóhanna Dollý...

Lilja Dollý....


Kristjana Dollý!!


MAtta Dollý og veit ekki...Dóra Dollý...


Gíslína Dollý. Bertha Dollý, Anna Dollý og Ása Dollý...


Karen Dollý!!

Dóra Dollý og Bára Dollý...

Anna Hulda Dollý og Þórey Dollý...


Dísa Dollý og Aldís Dollý!!Steinunn Dollý Dísa Dollý og Heiða Dollý!!


MArta Dollý!!


Nokkrar af Dollýunum dásamlegu!!

Sigga Ása Dollý!! sumir elska baccardíið sitt meira en annað!!G Lilja Dollý!!!


Dásamlegar Dollýur!!!....


Vinningsdollýur flottasta Dollýin er lengst til vinstri!!!


Dóra , Gíslína,ég Marta, og G Lilja!!!


Pós án botox...:O)


Öll borð voru með skemmtiatriði....Þórey ofurdollý!!!


Lilja og Jóhanna Dollýskvísur!!!einhver leikur!!!
~~**~~

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

SNILLD:) þetta eru æðislegar myndir. Allar svo yndislega flottar Dollýjar.:o) Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Kv.Þórey Svava

Nafnlaus sagði...

Þettta eru svaka Parton skvisur
kannaðist við efri hlutann hjá
þer,alltaf gaman að kikja á síðuna
hjá þer, kveðja Gagga

inga Heiddal sagði...

Æ gaman að sjá þið Kvitta Gagga ..:O)

Ásgerður sagði...

Ji frábærar Dollýarnar! Greinilega verið gaman hjá ykkur! Kær kveðja, Ása

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottar allar saman.
Hefði nú verið voða gaman að vera í rauða kjólnum með ykkur en ég tek það tvöfalt næst.
Kv. Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir :o) þetta var náttúrulega bara snilld!!

Kveðja Dóra

Sigga sagði...

Hver Dollýin annari glæsilegri !!
Til hamingju með eyrnapinnann ;O)

Synnøve. sagði...

Godmiddag.
Her er jag working 9-5 och drikker kaffe, inte bacardi....
Dolly är en söt dam. Hoppas hon är välkonserverad hihi....

Härliga bilder på alla Dolly look a like.

Kramen Synnöve Dolly....

Nafnlaus sagði...

Hreint út sagt glæsilegar konur:) kveðja úr Mosó

Gusta sagði...

þvílíkar Dolly drottningar ógó flottar sé að það hefur verið mikið fjör og ég sé það líka að ég bý ekki á réttum stað varðandi félagslíf bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Greinilega alveg klikkað partý sem ég missti af . Kv Annika

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Vá!!! flottar Dollýar, þarna hefur sko verið stuð. Knús Dollýfræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Snildar partý. Mér finnst eins og ég geti heyrt í þér þegar ég skoða myndirnar. Við hittumst svo sjaldan eftir að þú hættir í klúbbnum okkar.Kíki reglulega á síðuna þína. Kveðja Svandís.
P.S. er að fara að ferma 27 mars ohohoh hefði bara átt að biðja þig um að sjá um það.......:)

123.is/sissu sagði...

Kveðja Sissú stuðpía