Það má segja að nú sé ég þreyttari en allt sem þreytt getur orðið!!! En það er allt í lagi þetta er svo góð þreyta. Ég er sem sagt ekki búin að stoppa og varla sest niður síðan kl 07:00 í morgun og núna er kl22:38. Dagurinn byrjaði eins og venjulega á að reyna að koma heimasætunni á fætur. Í þetta skipti var það með auðveldara móti. Jú af því að það er verið að leggja í langferð í fyrramálið og hún rosa spennt og þar að auki var hún að keppa á Vestmanneyjamóti í sundi og stóð sig svona ljómandi vel!!! Varð í fyrsta sæti í bringusundi, 1. sæti í skriðsundi og 2. sæti í 200.metra fjórsundi.. Svo stolt er ég af duglegu stelpunni minni!!! Já á austurlandið skal bruna á morgun eftir að hafa vonandi náð að sofa alla leiðina í Herra Herjólfi. Góð spá svo að það ætti að ganga. Ferming yngstu systurdóttur minnar verður haldin næstkomandi fimmtudag og verður nóg að gera hjá mér þar sem systir mín er handlama . En það er bara skemmtilegra fyrir mig þá get ég haft þetta allt eins og ég vil...:O) Búið er að fylla bílinn upp í rjáfur af töskum ,tertum, gjöfum og humri. Já ég ætla að taka humar með mér og hafa humarsúpu handa stórfjölskyldunni einhverndaginn og baka jafnvel brauð með...mmm.
Jæja það þýðir ekkert að sitja hér endalaust og röfla .. Áfram með smjörið og klára þetta , drífa sig svo í bað og upp í bæli. Ég óska ykkur gleðilegra páska og vonandi verður eins gaman hjá ykkur öllum eins og það verður hjá mér. Það er alltaf svo gaman hjá mér . Ég er svo glöð með hvað heilsan mín er orðin góð og finnst ég fær í allan sjó!!!
till next. Ingibjörg ofurkona..:O) ( allavega þessa dagana)
Fjóla Lind Heiðdal fermingarstúlka 1 árs og 13 ára!!
sætumús...
Seyðisfjörðurinn minn svo fallegur!!!