fimmtudagur, 25. mars 2010

Lagt upp í langferð!!!

Gott kvöld...
Það má segja að nú sé ég þreyttari en allt sem þreytt getur orðið!!! En það er allt í lagi þetta er svo góð þreyta. Ég er sem sagt ekki búin að stoppa og varla sest niður síðan kl 07:00 í morgun og núna er kl22:38. Dagurinn byrjaði eins og venjulega á að reyna að koma heimasætunni á fætur. Í þetta skipti var það með auðveldara móti. Jú af því að það er verið að leggja í langferð í fyrramálið og hún rosa spennt og þar að auki var hún að keppa á Vestmanneyjamóti í sundi og stóð sig svona ljómandi vel!!! Varð í fyrsta sæti í bringusundi, 1. sæti í skriðsundi og 2. sæti í 200.metra fjórsundi.. Svo stolt er ég af duglegu stelpunni minni!!! Já á austurlandið skal bruna á morgun eftir að hafa vonandi náð að sofa alla leiðina í Herra Herjólfi. Góð spá svo að það ætti að ganga. Ferming yngstu systurdóttur minnar verður haldin næstkomandi fimmtudag og verður nóg að gera hjá mér þar sem systir mín er handlama . En það er bara skemmtilegra fyrir mig þá get ég haft þetta allt eins og ég vil...:O) Búið er að fylla bílinn upp í rjáfur af töskum ,tertum, gjöfum og humri. Já ég ætla að taka humar með mér og hafa humarsúpu handa stórfjölskyldunni einhverndaginn og baka jafnvel brauð með...mmm.
Jæja það þýðir ekkert að sitja hér endalaust og röfla .. Áfram með smjörið og klára þetta , drífa sig svo í bað og upp í bæli. Ég óska ykkur gleðilegra páska og vonandi verður eins gaman hjá ykkur öllum eins og það verður hjá mér. Það er alltaf svo gaman hjá mér . Ég er svo glöð með hvað heilsan mín er orðin góð og finnst ég fær í allan sjó!!!
till next. Ingibjörg ofurkona..:O) ( allavega þessa dagana)
Fjóla Lind Heiðdal fermingarstúlka 1 árs og 13 ára!!



sætumús...
ofurgellzzz........
Seyðisfjörðurinn minn svo fallegur!!!

Gufufoss...


fallega bláa kirkjan þar sem fermingin fer fram!!!



séð niður í seyðandi fjörðinn...


ó mæ god hvað þetta er fallegt...


múlafoss...

mánudagur, 15. mars 2010

Árshátíð Grv....svoooo gaman!!!

Sæl veriði!!
Þá er nú enn einni djammhelginni lokið hjá mér og er þetta alveg orðið ágætt. Alveg með ólíkindum hvað það er allt á sama tíma hjá manni og svo í annan tíma er bara ekkert að ske vikum og mánuðum saman. Fór á svo ljómandi skemmtilega árshátíð hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Mikið í hana lagt og alveg fullt af fólki eða rúmlega 100 manns. Var alveg þreyttust í heimi í gær og syfjaðri en svefngengill í dag. Allir voru eitthvað voða rólegir í vinnunni...:O)Nú fer að líða að páskafríi og ferðinni austur á land ... Ohhh ég hlakka til þess að komast í fjörðinn minn fagra. Ma og pa að koma frá Kanarí í vikunni sólbrún og sæt. Ætli maður verði ekki að taka nokkra ljósatíma áður en maður hittir pabba svo maður verði ekki eins og kríuskítur við hliðina á honum!!!Meira hvað hann verður alltaf svartur kallinn!!!Hann varð sjötugur á Kanarí og var mikið um dýrðir á afmælisdeginum hans. Sjötugur er eitthvað svo há tala finnst mér en það er ekki að sjá á þeim gamla. Svo unglegur og hraustur alltaf.. Hér fyrir neðan eru myndir frá árshátíðinni þar sem allir skemmtu sér konunglega ég vona að engum mislíki að fá myndir af sér hér inn ,en þá er minnsta mál að taka þær út. þið látið mig bara vita!!!!
Ef einhver er með einhverja stæla á þessum myndum þá er það ég og það er ég venjulega svo það er engin breyting á. Enda er ég bara ég hvar sem ég er!!! Ég bið að heilsa eftir Inga T í bili og kem vonandi hér inn fljótlega. Bless bless Inga efnilega!!!!


~~**~~

ég í fína árshátíðarkjólnum mínum!!!




Svava og Lilja... Lilja eitthvað þyrstari en aðrir!!!



þrjár litríkar og sætar!!!




Þóra og Þóra...:O)



fólk!!!

ég og Elva Ágústa í okkar fínasta pússi!!!



studdurnar mínar!!!


eldhúsmellurnar mínar!!!


og þarna líka!!!


veisluræðuna hélt hin stórskemmtilega Halla Andersen... Svo fyndin!!!! hjá henni ræðan!!!



Svava í auglýsingu fyrir Irish coffie!!!



Siggi og Anna Lilja og Siggi Braga íbyggin á svip!!!


Studdurnar samankomnar!!!


Barnaskólinn eitthvað að monnta sig yfir einhverjum verðlaunum...:O)


Kossaflengs við borðið okkar!!!

Siggi Braga og Elísa...



Siggi Inga og Anna Lilja...


Greinilegt að Jói og Lilja Rut eru búin að búa alltof lengi saman þau voru svo fljót að kyssast að ég náði því ekki á mynd!!!


Siggi og Lilja Ó


hahaha... þær voru makalausar Svava og Hjödda ...



þessi mynd er náttúrulega snilldin ein... og nei hún kom ekki svona klædd þetta var skemmtiatriði!!!


Kolla og Hjödda...


ég og Siggi að syngja í fjarstýringu... veit ekkert hvaðan hún kom!!!



Eigum við að ræða eitthvað myndina þessa??? Ég og Jógvan illa hreyfð



Jógvan hreyfður...


og þarna líka...:O/

skásta myndin af honum!!!


þarna voru allir að syngja "ég veit þú kemur" og Jógvan söng það á færeysku... svo flott!!!



Þarna líka!!!


Skemmtinefndin sem á hrós skilið fyrir sína miklu og skemmtilegu dagskrá!!! Björn Ívar eins og mafíuforingi yfir púdduhópnum sínum!!!



og að síðustu var ein pöbbamynd af mér og Kristjönu minni. En auðvitað hittumst við á trallinu einu sinni sem oftar...:O)
~~**~~

sunnudagur, 7. mars 2010

Dollý Parton skemmtilegheit!!!

Já sæll!!!
Hvað er svo að frétta???.
Hjá mér er bara allt fínt. Fór upp á land í síðustu viku til að útskrifast af Reykjalundi. Það var gott. Útskrifaðist þaðan með glans og allir ánægðir. Svona til gamans má geta að á tveimur síðustu árum hafa farið af mér 36 cm í mittið... hahahaha það er bara rúmlega 3riðjungur úr metra... Svo fór ég líka til Lýtó og það var allt gott að frétta þaðan og má ég fara að skella mér í sund!!!!! Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið í laaaanngan tíma. Nóg er að gerast í skemmtanalífinu á næstunni og byrjaði þessi helgi með snilldar partýi hjá saumaklúbb Þóreyjar vinkonu þar sem þær héldu Dollý Parton partý... O M G hvað var gaman og hver Dollýin flottari. Ég fór auðvitað heim með flottustu verðlaunin fyrir "Sexy barm" Bara gaman og fékk í verðlaun það sem ég vil kalla rafknúin eyrnapinna og ekki orð um það meir..:O)
Hindin mín öll að koma til eftir veikindi vikunnar og verð ég hreint út sagt ekki eldri ef einhver vogar sér að verða veikur á þessu heimili næstu mánuðina. Þetta er alveg orðið ágætt. En hún var með háan hita,streptokokka sýkingu og berkjubólgu...:O( en eins og ég sagði þá er hún öll að koma til!!Næstu helgi er síðan árshátíð grunnskólanna og er hafin þríþrautakeppni af því tilefni með tilheyrandi pælingum í stærðfræði þrautum, búningagerð og lagasmíðum.. Það er gaman frá því að segja að fólk er farið að stoppa mig út á götu til að spyrja mig af hverju ég bloggi ekki oftar!! Og ekki bara ein manneskja heldur fleiri í þessari viku. Gaman að sjá að fólk hefur gaman af þessu. Mér myndi líka finnast gaman ef fólk kvittaði fyrir lesturinn og myndaskoðunina. ÞAð er í rauninni engin vandi ef þú ferð bara inn og hakar í nafnlaus og á það þá ekki að vera neitt vandamál. Margir segjast nefnilega ekki nenna að kvitta af því það sé svo erfið leið að fara. En settu svo bara nafnið þitt inn í commentið. Því þeir sem fara inn með comment án þess að setja nafnið sitt verða fjarlægðir þar út.

Nú fer að líða að páskum og ætlum við litla fjölskyldan að bregða okkur austur á land þar sem á að ferma yngsta barn systur minnar hana Fjólu Lind Heiðdal. Jú það var rétt giskað á það að ég mun sjá um veitingarnar að mestu leyti í þeirri fermingu og hlakka ég til... Finnst svo gaman að stússast í svoleiðis... (á mínum forsendum) Í guðs bænum farið samt ekki að hringja í röðum og biðja mig um að sjá um veislur... :O)
EN jæja ég er eitthvað svo þurrausin eftir helgina og talaði svo mikið í gær að ég hef eiginlega ekkert að segja en vona að þið eigið góða viku í vændum og sálin sé á uppleið með hækkandi sól eins og hjá mér.
God bless og góða nótt.
Ingibjörg og undrabarmurinn!!!

~~**~~


Svona léit mín Dollý út!!

Guðbjörg Lilja Dollý..


Jóhanna Dollý...

Lilja Dollý....


Kristjana Dollý!!


MAtta Dollý og veit ekki...



Dóra Dollý...


Gíslína Dollý. Bertha Dollý, Anna Dollý og Ása Dollý...


Karen Dollý!!

Dóra Dollý og Bára Dollý...

Anna Hulda Dollý og Þórey Dollý...


Dísa Dollý og Aldís Dollý!!



Steinunn Dollý Dísa Dollý og Heiða Dollý!!


MArta Dollý!!


Nokkrar af Dollýunum dásamlegu!!

Sigga Ása Dollý!! sumir elska baccardíið sitt meira en annað!!



G Lilja Dollý!!!


Dásamlegar Dollýur!!!....


Vinningsdollýur flottasta Dollýin er lengst til vinstri!!!


Dóra , Gíslína,ég Marta, og G Lilja!!!


Pós án botox...:O)


Öll borð voru með skemmtiatriði....



Þórey ofurdollý!!!


Lilja og Jóhanna Dollýskvísur!!!



einhver leikur!!!
~~**~~