mánudagur, 16. maí 2011

45 ára júrovision freak!!!

Let the party begin!!!



Ja hérna hér... Hélt ég yrði ekki eldri úr leiðindum þegar ég var að setja þessar myndir inn svo langan tíma tók það... Sem segir mér bara eitt og það er að ég verð að fara að taka til í tölvunni. En hvað um það. Himneskri helgi lokið þar sem mikið var hlegið og trallað. Já kjellan var 45 ára á sjálfan júróvisíon daginn það var mikið um dýrðir á þessu heimili! Forsetinn sem á sama afmælisdag og ég hefði þurft að vera hér og sjá hvernig almúginn skemmtir sér... Hahahaha hann hefði sjálfsagt hrokkið upp af. Fékk tvær af mínum vinkonum alla leið úr höfuðborginni til að eyða með mér þessum frábæra degi takk fyrir það Sigurrós og Guðsteina. Skvísupartý var það og vorum við 17 saman komnar hér og það var engin lognmolla eins og gefur að skilja...;) Ekki varð það leiðinlegra að Siggi Hlö uppáhald allra kvenna var svo að spila í Höllinni (hverfispöbbanum mínum) og þangað var svo skundað þegar allar voru búnar að leika sér og syngja sig hásar hér heima. Vá hvað ég er rík að eiga allar þessar dásamlegu vinkonur... Saknaði þó nokkurra sem ekki komust vegna vegalengdar og annara ástæðna en það er attalagi eins og einhver sagði..:).. Fékk líka himneskar gjafir. Já þær þekkja mig þessar elskur hver einasta gjöf hitti beint í mark.. Húrra fyrir mér... Ég læt myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli um hvað það er gaman að skemmta sér í góðra vina hópi... Koss og knús á ykkur. Inga svo ofurhamingjusöm.



~~**~~





Fékk þennan fallega hring!!!



og þennan fallega hring!

Þetta armband!


Þetta hálsmen!!


fót og handsnyrtingu og clarins gloss


Hvítt og rautt .. Og þetta skemmtilega kort sem er mynd af mér síðan ég var 18 ára..thí hí




Mikið búið að hlæja að þessum tilgangslausa tertuhníf sem ein gaf mér í gríngjöf... Ég var mikið búin að þusa við hana hversu fáráðnlegur þessi hnífur væri og auðvitað þurfti hún þá að gefa mér hann...:D


fallegar könnur ásamt servéttum og geymslubox


Frábæra mynd unna úr leðri og laxaroði sem málað er á...

Eftir Elísabet Hrefnu!!



Þennan æðislega bol...

Og hefst þá partýið!!




glatt á hjalla!!


í góðum gír!!



Sigga og Íris!!


Veislustjórarnir Lilja og Kristjana ásamt Ingu Hönnu og Guðsteinu


hver ertu!!??


Íris það er bannað að hvísla!!!!



Guðsteina og Inga Hanna



gaman gaman!!


Sigurrós mín ertu eitthvað fúl yfir að vita ekki hver þú ert???..:D


Og ég náði að giska á rétt.... Ber svo sannarlega nafn með rentu... María mey!!! ( not)


alltaf stutt í söngsyrpurnar hjá mér og Önnu!!!




......


Og hjá Írisi líka!!!... thí hí!!



það gekk ekki alveg að halda á Guðsteinu...


......



Henni gekk aðeins betur en mig... Veit ekki af hverju við vorum að þessu en það er svo margt sem maður veit ekki!!!


Ætli ég sé að gá til veðurs????


Þetta kann nú ekki góðri lukku að stýra að þessar tvær nái henni Önnu minni á eintal!!!


hahahahaha... Hvaða svipur er þetta Annika!!!??


hmmm... verð að komast að því hvað þesar tvær voru að ræða um!!!



Þessar eru alltaf sömu djammdúllurnar þegar þær hittast...:*



~~**~~