laugardagur, 23. apríl 2011

Páskar

Heil og sæl öll!!
Loksins segja sumir og detta mér þá nokkur nöfn í hug....:D Ég er orðin svo löt við þetta blogg en það kemur inn öðru hvoru. Þið verðið bara að láta það duga..;) Gott að vera í fríi núna í 10 daga þó svo að það sé nú farið að síga á seinni hlutann. Ég gerði þó alveg heilmikið í fríinu svo sem að taka stofuna í nefið. Verð alltaf jafn hissa þegar kemur að því að kíkja í skápa og skúffur og sé hvers konar rusli maður safnar. Allt frá hálfbrunnum kertum og gömlum þurrskreytingum upp í forljótt drasl sem mér fannst einu sinni svo flott. Sá það að ég átti aldrei eftir að stilla því upp svo ég henti því. (Heyri móður mína garga núna.) Hún límir frekar saman það sem brotnað hefur og stillir því bara upp aftur... Já nei takk ekki ég!!! Er svo ánægð að hafa drifið í að mála stofuna og létta aðeins á henni ,fækkaði um eins og einn borðstofuskáp sem ég veit núna ekkert hvað ég á að gera við... Finnst hann enn flottur en langaði samt að losna við hann úr stofunni svona til að létta á. Síðan hefur maður legið reglulega um allt hús og lesið, étið og drukkið. Hlakka bara til að fara í rútínuna aftur sem verður þó ekki nema um mánuð því að þá hefst sumarfríið. Þarf að finna mér eitthvað annað en að lesa og éta þá..:)
Hér fyrir neðan eru myndir af nýmálaðsri stofunni ásamt ýmsu öðru svo sem þessu pínkulitla páskaskrauti sem ég stylli upp... Finnst gulur ljótur litur svo það er í algjöru lágmarki..:/
Gleðilegt sumar öll og gæfan veri með ykkur. Kv Inga alls ekki svo ofurfrek en samt..

Fína stofan






Ofurlitla páskaskrautið mitt
~~**~~





Fannst þessar svo dúllulegar að þær fá að vera í eldhúsinu í nokkra daga!!!


~~**~~



Höfðum voða fínan mat á föstudaginn langa


rækjukokteil







og folaldalund með steiktu grænmeti og bökuðum!!

~~**~~
Kjellan verður nú að fá að monta sig af nýja kjólnum og skónum og jakkanum



þennan kjól keypti ég og ætla að vera í honum í brúðkaupinu hjá Gústa bro í sumar..Leðurjakkann var ég að fá frá mamms og pabbs í afmælisgjöf..:)


~~**~~


Mæðgurnar á leið í fermingarveislu!!






KJellan með nýju gleraugun... mætur maður hér í bæ kallar mig núna Ingu framrúðu!!!...;)



Að ógleymdri dásamlegu nýju kápunni sem mjói minn gaf mér í 45 ára afmælisgjöf


Já ég veit ég á ekki afmæli aaaaaalveg strax en varð engu að síður að fá þessa kápu þar sem ég held að ég myndi ekki hafa það af án hennar... Sumir kalla þetta frekju en það er allt í lagi ég verð seint talin annað..;)




~~**~~