mánudagur, 21. mars 2011

Árshátíð!!!!

Góða kvöldið þetta kalda og óskemmtilega mánudagskvöld. Úti er snjóhríð mér til mikils ama. Var að vona að vorið væri á næsta leyti!!!...:(... Að baki er hin fullkomna helgi með miklum hlátri og frábærri árshátíð Grunnskólans þar sem ég var í skemmtinefnd og skreytinganefnd. Mikið var um dýrðir frábær skemmtiatriði og var síðan endað með flottu diskóteki... Þegar því var lokið um kl 02 Lá leiðin í Höllina þar sem Reiðmenn vindana með Helga Björns í fararbroddi lék fyrir dansi. Maður tók náttúrulega allann pakkann á þetta og skrönglaðist ekki heim fyrr en um 04. Það var gott að skríða upp í eftir mikin dans og hamagang. Ætlunin er að taka pásu frá öllu skemmtanahaldi hér á bæ allavega fram að páskum. Það er búin að vera hálfgerð vertíð hjá manni í þessu undanfarið. Ég hef svosem ekki mikið annað að segja í bili en óska ykkur bara góðrar vinnuviku..;)
Ykkar Ingibjörg í útrás!!!


~~**~~

Það var náttlega tekin allur pakkinn og farið í klipp , lit og greiðslu!!
Bara sátt!!!

og knallstutt!!!


voða fín í 500 króna kjólnum mínum!!!



Svona voru borðin dekkuð á árshátíðinni!!! minimalísk í hvítu og glæru!!!

Skreytingin á matborðinu!!!



Nefndin tók svo á móti öllum í " Prom"kjólum og vísaði fólki til sætis...


fyrsta er að nefna Elísu!!! í einkar ljósbláum kjól!!!



þá er það Anna Lilja í kjól af ömmu sinni!!!

Og ég í kjól frá Ameríkunni "Prom"


Ágústa í brúðarkjólnum mínum!!!...:)



Kata í kjól af Ömmu Önnu Lilju!!!




Óla Heiða í "prom"kjól af Önnu Lilju!!!



Bryndís í kjól af mér!!! sem ég saumaði einu sinni fyrir síðkjólakvöld á leikskólanum þegar ég vann þar!!!



Eyþór Ingi sæti kom svo og söng fyrir okkur nokkur lög... Sló algjörlega í gegn!!



Bara flottur!!!

laugardagur, 12. mars 2011

Blogg eða ekki blogg..

Góðan og gleðilegan dag þennan fagra laugardag. Yndislegt veður á eyjunni og sólin skín sem aldrei fyrr. Mér segir svo hugur að vorið sé í nánd og verð ég óendanlega glöð þegar það brestur á. Hef setið í nokkra daga og
velt fyrir mér hvort ég hafi eitthvað að blogga um... Svo er ekki, en það er alltaf hægt að tína til eitthvað. Fann hér eina mynd sem er hér fyrir neðan af mér áður en ég fór í aðgerðina frægu og svo aðra af mér eins og ég lít út í dag. Ég verð reglulega að minna mig á að einhver breyting hafi orðið á kellunni og þessar ættu að segja allt sem segja þarf. Er rosa glöð með árangurinn þó að ýmsir kvillar hafi verið að angra mig síðan en það er dropi í hafið miðað við sem áður var.

Útlitsbreyting ...
hmmmm já smá!!!...:O)

Engin gleði í augunum og þreyttust í heimi...:(
~~**~~
Tók þesar fallegu myndir úti á svölum hjá mér áðan Þetta er eini snjórinn sem komið hefur í allan vetur og ér ég því óendanlega fegin. Austanáttir í kortunum á næstunni svo að þetta verður farið innan tíðar.


Á svo myndarlega dóttir sem tók sig til og prjónaði þessa fallegu lopapeysu á Yasmín í handavinnu í skólanum...


Alsæl í nýju peysunni

~~**~~
Verið góð hvort við annað
og elskið friðinn
Ingibjörg íturvaxna!!