miðvikudagur, 24. febrúar 2010

órar um allt og ekkert!!

~~**~~
~~**~~




Halló...

'Eg get nú varla pikkað hér inn mér er svo kalt!!! Hvað er bara að frétta af þessum kulda dag eftir dag!!!???Og spáin í þokkabót hundleiðinleg. En sem betur fer bara í stuttan tíma því það á að fara að rigna á sunnudaginn. spyrjiði mig bara...:O). ég var ekki fyrr byrjuð að vinna eða rúmlega viku og þá fór stórfjölskyldan í svínaflensusprautu. Ég bjóst svo sem við því að ég yrði veik af henni og yrði bara tragedía í kringum það .. Sjúkraflug og alles hjá mér. Því það hefði engum komið á óvart... En nei nei fann ekki fyrir neinu og ekki mjói minn heldur En Hindin mín varð alveg handónýt í tvo daga, Hiti,hausverkur, tvöfaldur upphandleggur og eldrauður... En þetta er allt að koma. Varð því að vera heima í tvo daga með henni. Ég hlýt að fara verða réttdræp í vinnunni. Það er að koma árshátíð þar og kannski verður eitt af skemmtiatriðunum : sá sem hittir Ingu fyrst með rafbyssunni vinnur sér inn þvottavél og þurrkara...:O)

NEi smádjók... ég get ekkert að þessu gert, þið hin eruð þá bara heilbrigð á meðan ég tek þetta allt á mig..

Það var svo skemmtileg bekkjaskemmtunin hjá Hindinni minni í síðust viku . Það var mikið hlegið og toppuðu þau svo allt með að bjóða upp á kökur og kaffi. Hér fyrir neðan eru 3 myndir af henni að leika Ásdísi Rán í þættinum hjá "Loga í beinni" bara flottt...

svo var hundamaraþon hjá þeim systrum Hind og Yasmín og rosa gaman að leika. Lika myndir af því hér fyri neðan. Hefði sko ekki viljað missa af að fá þennan yndislega hund á heimilið.

Svo eru hér fyrir neðan myndir af fjórum kjólum frá útsölum hér í einni góðri búð á fáráðnlegu verði. tveir þeirra á 3.000 og tveir á 4.700kr. Var að pæla í því hvað fermingarföt kosta og eru kjólarnir frá 12.000 krónum núna og þá á eftir að kaupa ermar,leggings og skó... Er þetta þá ekki orðið 40-50 þús??? Mesta svekkelsið af öllu er að svo fara stelpurnar aldrei í þetta aftur...Getiði nefnt mér eina stelpu eða strák sem hefur gengið í fermingarfötunum sínum að þeim degi loknum... Ég veit að ég gerði það ekki...Ég ætla að reyna að gera allt til þess að mín dóttir velji sér eitthvað ódýrt af útsölu og fái svo að velja sér föt eftir fermingu sem gengið verður í!!! Ég gerði þetta við trommarann á sínum tíma og man ég að jakkafötin hans kostuðu 7.500kr á jólaútsölu.
Þetta var nú svona smáhugleiðing hvað hægt er að gera og þarf ekkert að kosta formúlufjár. Jæja þá er að undirbúa hið frábæra Fjólugötusalat í matinn. Ég læt heyra í mér von bráðar!!!
Kv Ingibjörg ofurhagsýna!!!




Ásdís Rán hjá Loga í beinni!!!






sungið um bílabón..:O)




Hundaskemmtun á Fjólugötunni!!!













Kjúklingasalatið fræga á Fjólugötunni!!!


Sætir fermingarkjólar finnst mér


þessi er á 4.750..
Kom fyrir jólin í búðina

þessi mjjög flottur á sama verði og kom einnig í búðina fyrir jólin!!



fermingarjóll síðan í fyrra og kostar núna 3.000.kr


þessi á sama verði og er fermingarkjóll frá í fyrra!!!

~~**~~

miðvikudagur, 17. febrúar 2010

Úr ýmsum áttum síðustu tvær vikur!!!1

Góðan dag!!!!
Já það er öskudagur í dag og fullt um að vera hér í skólanum og í bænum. Já ég er semsagt byrjuð að vinna og er það mikið gott. Reyndar búin að vera svo syfjuð að ég hef ekki mátt halla mér neinsstaðar upp að án þess að dotta. Er þó farin í bælið upp úr 10 en nei nei ekki sofa þá, heldur er að velkjast þar um í eilífðartíma áður en Óla Lokbrá dettur í hug að dreifa yfir mig svefndufti!!!
en á daga mína hefur ýmislegt drifið síðan ég var hér síðast og ég lofaði að vera með ferskan andblæ hér inni þá. Það er nóg af honum eg teknar meira að segja myndir af því öllu saman!! ..:O) Ég þurfti að fara til Rvk semsagt um þarsíðustu helgi og var svo heppin að vera boðin í pizzu Hjá Siggu fræ í Hveró... mmmm takk fyrir okkur. Og á laugardagsmorgninum fórum við á salatbarinn . En þá hittast brottfluttar blómarósir frá Seyðisfirði á Salatbarnum og fá sér að borða og spjall. Mikið var það gaman, það mættu 36 kellur að þessu sinni og var ég að hitta þarna stelpur sem ég hef ekki hitt í háa herrans tíð. Takk fyrir mig það var svo gaman að hitta ykkur. Svo voru þarna aldargömul kuml sem ég bara hafði ekki hugmynd um hverjar væru!!! En það verður að hafa það!!! nú svo vorum við mæðgur boðnar í mat til æskuvinar míns og félaga í heljarinnar fiskiveislu.. mmmm svo gott . Takk fyrir okkur Böggi Þaðan fórum við svo til Guðsteinu vinkonu ég og Hindin mín og Sigurrós. Þar var mikið spjallað yfir rauðvíni og skotum. En þau lét ég nú kyrr liggja í þetta skipti . En er með dásamlegar myndir af þeim vinkonum hér fyrir neðan. Á sunnudeginum fórum við Hind í leikhús og út að borða . Fórum að sjá Harrý og Heimir. Yndislega fyndið. Á mánudeginum fórum við í bíó og út að borða svo ekki verður hægt að segja annað en þessi mæðgnahelgi hafi tekist vel hjá okkur. Farið var svo heim á þriðjudegi eftir að hafa farið til Lýtó og látið krukka aðeins í sig...:O) Það verður að vera með annars fæ ég fráhvarfseinkenni!!!..:O). Ég var ekkert búin að hitta litla flotta frændann minn alla helgina þar sem mamma hans og pabbi voru í bústað og hann í pössun hjá ömmu sinni og afa . Ég heimtaði þess vegna að hann fengi að vera í fríi á þriðjudeginum svo ég gæti knúsað hann fram og til baka allan tímann og fékk það náttlega fram með frekjunni... mmm ... ÞAÐ er svo gott að vera ég og frekjan mín!!!. Já eins og ég sagði áðan þá er Öskudagurinn í dag og þess vegna byrjum við myndasyrpuna af Hindinni frá í dag þar sem hún var hippi og söng hástöfum í staðinn fyrir nammi . Góða helgi gott fólk og megi englarnir vaka yfir ykkur. Þeir vaka yfir mér allavega næstu fimm daga.
Kv INGA Engill.
Öskudagshippi!!


Hind hippi!!!

Flottasti frændinn minn!!!













Vinkonupartý í borginni!!!









Blómarósahittingur á salatbarnum!!!

ohh.. ein voða dreyminn ég tek það fram að þetta er í hádeginu og ég á bílnum ef þið skylduð vera að hugsa um hvort ég sé í því þarna!!!:O)







Kaffiklúbburinn fjórar fræknar!!


Alexaner Örn með smá sýningu...

Alveg eins og pabbi sinn þarna sagði Anna Lilja þegar hann var orðin berrassaður... Hvað ætli hún hafi meint??!!!...:O)



Duglegar þessar vinkonur mínar að búa til börn, ég sú eina sem komin er í caskó af þessum skvísum.. Allar með lítil börn og ein ófrísk af sínu fjórða. Meira ríkidæmið!!!


Anna mín!!!


Sigþóra mín!!!

Þórey mín!!!!
Held það hafi verið þarna sem við fengum hlátusrkastið... yfir kommenti Önnu Lilju!!!




Engin kaffiklúbbur án kræsinga ...
og búið að margtaka fram að vera ekkert að hafa neitt nema kaffi... EN það er einhvernvegin ekki hægt!!!!Skil þetta ekki!!!