fimmtudagur, 16. desember 2010

jólafrí framundan

Komiði sæl.
Þá er síðasti dagurinn að renna upp fyrir jólafrí og verður það bara gaman að fylgjast með bekknum mínum á sínum fyrstu .." Litlu jólum.." Þau eru búin að vera svo skemmtileg það sem af er desember og góð. Hlakka til að eyða með þeim litlu jólunum á morgun. Að öðru , þá er ég búin að gera nánast allt fyrir þessi jól, á bara eftir að skúra út og binda slaufu á kallinn. Mikið búið að velta´fyrir sér hvað eigi að borða á aðfangadagskvöld og endirinn varð sá að hafa hamborgarahrygg. Höfum held ég aldrei haft hann áður á þessum degi. Einu sinni var ég alltaf með rjúpu en langar ekki lengur í hana Finnst örugglega óbragð af henni vegna þess hversu dýr hún er. Höfum undanfarin ár verið með folaldafilé og kengúru. En langar núna bara í eitthvað gamaldags og gott. Hindin mín fór svo fín á litlu jólin sín kl 5 í dag og finnst algjörlega hún vera komin í fullorðinna manna tölu vegna þess að hún fer ekki lengur á þau á morgnana með smábörnunum eins og hún orðaði það. Og enn monntnari varð hún þegar hún uppgötvaði að ég þarf að vakna til að fara á litlu jólin með" smábörnunum" í fyrramálið en ekki hún...:O)

Það þurfti að fara í bað og blása hárið og slétta það og velja eyrnalokka af mikilli kostgæfni... Loksins var hægt að fara af stað. Hún var svo í leikriti sem þau sýndu þar sem hún lék ekil og draug. Semsagt mikið fjör. Stúlknakórin sem hún er í er búin að vera í ströngu fyrir þessi jólin að syngja út um allt á hinum ýmsu jólahlaðborðum bæjarins og þegar kveikt var á trénu niðri í bæ svo það hefur verið nóg að gera hjá henni. Trommarinn hamrar á trommurnar á milli þess sem hann skenkir gestum vín á öldurhúsi bæjarins og er hann búin að planta sér í vinnu út árið og meira segja um áramótin... Held að hann sé orðin fullorðin..:O)
Bóndann hef ég ekki séð tangur né tetur af í 3 daga . Það er allt vitlaust að gera hjá honum í vinnunni svo að hann er farin áður en ég vakna á morgnana og ég farin að sofa þegar hann kemur heim á kvöldin. Hann nær vonandi að klára fyrir jól svo að við getum allavega borðað saman og tekið upp sitthvorn pakkann!!
Hér fyrir neðan eru síðustu myndirnar af jólaskreytingum heimilisins. Er svo unduránægð með jólatréð mitt og sit löngum stundum upp í stofu og stari á það. Ég býð ykkur góðrar nætur núna
en kem von bráðar hér inn aftur með fréttir af jólunum mínum.
Góða nótt Inga alsæla!!

~~**~~

Jólatréð mitt... sést nú kannski ekki alveg v/ myrkurs en það var mun fallegra að taka myndina án flasssss....
Úrbætur á stofuglugga...

Og hinum líka.....


Þetta endurbætta jólaherðatré stendur enn fyrir sínu...




Hjónóið fékk smá jól líka...

með og án flasssss....:O) aðeins meira rómó ef eitthvað verður hægt að fleka kallinn með því.... thí hí...:O)

~~**~~



föstudagur, 10. desember 2010

Jóla jóla kjellingin ég!!!

Góða kvöldið!!
Það er nú meiri dugnaðurinn í minni núna... Er alveg að kunna við mig í jólaskapinu. Búin að baka og þrífa og skreyta og nú sit ég hér og er að pæla í hvað ég get gert meira.. Er ákveðin í að skreyta jólatréð á morgun og fæ við það hjálp frá heimasætunni. Það var nú ákveðið hér fyrir nokkrum árum að ég fengi að skreyta það annað hvert ár eins og ég vildi og hún svo hitt árið... Það er komið að mér þetta árið og þar sem ég er að kafna úr þemavinnu þá langar mig að hafa það allt hvítt og silfrað þetta árið. En ég ætla nú að sjá til því ég sé glampann í augunum á Hindinni minni og sé að hana langar voða mikið til að hafa puttana í því. Já hún er mikið jólabarn eins og mamman. Trommarinn minn komin heim og flækist fyrir mér eins og endra nær. Sumt breytist aldrei en það er voða gott að hafa hann hangandi yfir sér...:O)
Hann er að fara með félögunum í kvöld en verður svo að vinna á barnum á jólahlaðborði annaðkvöld og búin að ráða sig í vinnu næstu helgar og yfir áramótin í Höllinni. Tók mig til og gerði greniskreytingu í stofuna hjá mér hér í fyrradag. Hún varð aðeins of stór og nær yfir allt borðstofuborðið en það er allt í lagi ég get tekið hana í pörtum í burtu á aðfangadagskvöld svo við getum allavega borðað í stofunni. Það eru myndir af henni hér fyrir neðan. Mér tókst að ná mynd af henni næstum allri á einni mynd...:O) Ekki var nú bakað mikið fyrir þessi jól en lét mig hafa það að baka 3 sortir og þar á meðal hinar vinsælu mömmukökur sem er algjört möst hjá börnunum. En mikið er leiðinlegt að baka þær. það hafðist þó og bíða börnin eftir að kremið lini þær svo þau geti byrjað að háma í sig. Hér er þetta fína veður 8 stiga hiti og vorlykt í loftinu en það er nú best að láta ekki blekkjast það tekur ekki nema korter að allt fari á kaf...:O(.. Ég held ég láti þetta duga í bili og óska ykkur góðrar helgar og vona að þið njótið aðdraganda jólanna jafnvel og ég.
Góðar stundir. Ingibjörg Íðilfagra!!!



~~**~~

Stóra stóra skreytingin mín!!!
......

Annar eldhúsglugginn!!!


Eldhúsveggur!!



Jólakönnur í jólakörfu!!!



Ofurlítil eldhúskertaskreyting!!!


Eldhúsgluggi!!!


Eldhúskrókur með rauðu ívafi!!!



Uppáhalds Siggurnar mínar ,Systir og frænka gáfu mér þetta einu sinni Sigga sys kirkjuturnin
sem hún málaði og Sigga fræ gerði þenna flotta jólasvein... Verð alltaf að hafa þetta á jólunum . Er algjörlega sjúk í hvorutveggja!!!


Sýnishorn af mömmukökunum... Restin er í felum eins og mamma gerði alltaf. ÞAð fóru allar neyðarbjöllur af stað ef maður nálgaðist búrið...

Toffietoppar og súkkulaðibitakökur!!!


........


Hrúga af toffietoppum... Er ekki búin að smakka þær en Hindin segir að þær séu góðar!!!


~~**~~

þriðjudagur, 7. desember 2010

London og Arsenalblogg fyrir pabba!!...:O)

~~**~~

Góða kvöldið þetta kalda desember kvöld. Úti er stilla og ég fegin að vera innandyra. Þá er maður komin úr ferðinni frægu sem var hreint stórkostleg utan einn hlut en það er ekkert hægt við því að gera. Því jú það er víst ófærð á fleiri vegum en á Íslandi svo ég tali nú ekki um járnbrautarteinum. Það var sem sagt ófært til Brigthon svo að við komust ekki þangað og sáum því enga Sissor sister tónleika...:O( Ég sem hlakkaði svooo mikið til, en þeim var sem sagt aflýst svo að það fannst mér mun skárra heldur en hitt!!!
En við fórum á hreint stórkostlega tónleika á o2 Arena leikvanginum með hljómsveitinni Arcade fire. Það var algjör upplifun!!! Á laugardeginum var svo skundað á Emirates fótboltavöllinn að sjá Arsenal- Fullham. Það var líka upplifun að vera innan um 60.000 áhangendur alveg kolvitlausa. Við fengum mjög góð sæti þó að mér hafi fundist við vera aðeins of ofarlega fyrir minn smekk. Þar sem ég er svo lofthrædd en það má öllu breyta með einum hraðdrukknum bjór svo að ég lét mig hafa það... Skoruð voru 3 mörk í leiknum og Nasri skoraði bæði mörk Arsenal og voru þau hreint út sagt rosaleg. Sérstaklega fyrra markið... Gaman að fá svona lagað beint í æð... Þó ég sé síður en svo Arsenal aðdáandi þá er algjört möst að upplifa þetta.

Nú meira var til gamans gert og fórum við út að borða öll kvöldin í góðum félagsskap þar sem Láki vinur Gísla og kærasta hans voru með í för. Ég drekkti sorgum mínum í bjór á föstudagskvöldinu vegna þess hversu miður mín ég var yfir Brigthonleysinu... En það lagaðist þegar líða tók á...:O)..Heimferðin gekk vel þrátt fyrir að tilfinningaleysið frá herðum og niður úr segði til sín vegna burðar og gangs en maður lét sig nú hafa það. Því mér tókst í ferðinni að kaupa allar jólagjafirnar og fata upp fjölskylduna allavega í þrígang...geri aðrir betur. Við lenntum svo um kl 4 á sunnudaginn og máttum hafa okkur öll við að keyra svo í 3 kls til að ná skipinu heim til Eyja en þangað komum við um 21:30 á sunnudagskvöld.
Þar beið okkar hlaðborð og kertaljós með servéttum og alles sem vel uppöldu börnin mín voru búin að taka til...
Góður endir á góðri ferð.. Ég var nú ekkert ofvirk á myndvélinni og gleymdi henni að meira að segja þegar við fórum á tónleikana en eitthvað er þó hér fyrir neðan sem glápa má á... Þó aðallega Arsenalaðdáendur eins og hann pabbi minn..:O) Ég bið að heilsa ykkur í bili og óska ykkur ánægjulegrar jólaverslunnar þar sem ég þarf ekki að pæla í því meir á þessu ári.

Góða nótt!!! Ingibjörg innkaupastjóri!

~~**~~
Þetta beið okkar hjóna þegar við komum inn úr dyrunum heima á sunnudagskvöld...mmm




Mín varð að fá að setjast á hnén á þessum til að óska sér einhvers fallegs í jólagjöf...:O)


Láki og Edda



Hjónin minna óneitanlega á uppvakninga á þessari mynd...:O/




The Garfunkels steakhouse...mmm...

Skál í boðinu!!


Láki greinilega að segja okkur leyndó þarna


og þarna er hann að lesa eitthvað yfir mér!!

Edda var það þessi mynd sem hálsinn á þér var svo langur...thí hí..


Hrókasamræður!!

Hjónin in love eða ég aðeins meira greinilega!!!..::O)

Kærustuparið!!!

Ég og Emirates!!!


Hjónin og Emirates!!!


..................

Ég og hægri hönd mín sem ég studdist við til að klifra upp sætaraðirnar!!!...:O/




Í Alvörunni þá þoli ég ekki Arsenal og það vita það allir!!!



En mér var kalt og þurfti húfu og trefil og heitt kaffi!!!


Hálftími í leik...


Og upphitun í gangi!!

Nallarnir í upphitun!!


Allt orðið þéttsetið og leikurinn að hefjast..


Stumrað yfir öðrum Arsenalleikmanninum þegar þeir hlupu saman samherjarnir en hann verður víst með í næsta leik svo að þetta varð ekki eins alvarlegt og haldið var í fyrstu!!!
~~**~~

fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Jóla -London þema!!!

Góða kvöldið... Júbb mín hafði loksins eitthvað að segja. Komin í jólaskapið og allt það og ekki eyðileggur það fyrir að ég er að fara til LONDON eftir 6 daga. Það verður æði... Er að fara á tvenna tónleika og einn fótboltaleik svo á náttlega að reyna að versla jólagjafirnar og kannski eitthvað meir!!! Æ LOVE IT!!! Svo er bara búið að vera endalaust gaman í vinnunni þessa vikuna. Leynivinavika sem endar á morgun með jólahlaðborði og starfsmannapartýi á eftir. Hlakka til þess líka svo að það er nóg framundan hjá frúnni. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé gaman að vera ég þessa dagana. Svona á lífið að vera!!! Skemmtilegt.
Búin að vera að jólast svolítið en á eftir að baka smákökur svona til að fá fýlinginn og jólakökuilminn í húsið. Ætla nú samt að bíða með það þangað til ég kem dauðþreytt aftur frá London... Þá ætla ég að virkja börnin í baksturinn með mér það tókst svo ansi vel í fyrra. Jú trommarinn minn á leiðinni heim til mömmu sín og ætlar að stoppa í 3 mán. Það verður gott að fá hann heim. Þeir eru að fara að taka upp plötu nr 2 sem verður örugglega flott.
Er þetta ekki bara nóg af fréttum í bili?? Jú ég held það bara. Kem svo með Lundúnarftéttir þegar ég kem heim.
Lifið heil og hamingjusöm þangað til. Kv Inga Jólabarn!!!

~~**~~

Jólasveinkan komin í stuð!!

Þessar myndir sem eru fleiri en þessi gerði ástkær systir mín handa mér í fyrra ... Svo flottar

Horn á skenknum mínum!!!


skraut á skenk..



sama mynd í brúntóna!!



annar stofuglugginn sem á eftir að fá aðeins meiri jól á sig!!!

Hin stofuglugginn sem einnig á eftir að fá aðeins meira jólaútlit!!!

Hvítur!!!

Nýtt útlit á þessari hillu!!

Er alveg að fíla það sko!!!

Hengijólakrans..

í brúntóna
..
Noel sokkurinn frá Gúu vinkonu sko alveg að standa fyrir sínu!!!

Krúttibomba frá Siggu fræ...


Spegillinn á ganginum ofurlítið breyttur frá í fyrra!!!

Og skreyttur!!!
~~**~~