sunnudagur, 5. október 2008

Hippaball og hugleiðingar.

Helloj...
Það var mikið að maður nennti að blogga pínulítið. Það hefur svosem ekki verið mikið að frétta svo að það er ekki endalaust hægt að bulla um ekki neitt. Síðasta vika einkenndist af því að ég var færandi mig á milli sófa og svaf. Allsstaðar þar sem ég hallaði mér upp að þar dottaði ég. Blóðþrýstingurinn komin í lag en ég er mjög lág í járni svo að það útskýrir syfjuna og orkuleysið. Fór nú samt í sund á fimmtudag og föstudag og hafði mjög gott af því. Ákvað ásamt tveimur vinkonum að fara á Hippaballið sem ég hafði gott af en dagurinn í dag var mjög sérstakur. Hef örugglega haft gott af því að drekka allt þetta rauðvín það hlýtur að vera fullt af járni. Nú er að færast betri mynd á eldhúsið mitt og byrjað er að flísaleggja og búið að setja upp alla grindina og búið að mála. Svo að þetta mjakast í rétta átt. Tók nokkrar myndir á Hippaballinu sem þið hafið gaman af að skoða hér fyrir neðan. Með þeim orðum lík ég þessari færslu þar sem ég er farin að geispa ótæpilega. Heyrumst næst þegar eitthvað verður að frétta úr mínu lífi. Tjingeling
~~**~~


Anna Lilja með einhverjar útskýringar í einni klósettferðinni sem við þurftum náttúrulega að fara saman á ... Hvað er það eiginlega með kvenfólk???
Kristjana... Henni fannst hún eins og dómari með þessa hárkollu en mér fannst hún eins og Dolly Parton...:=)
Vinkonurnar saman á kamrinum... nema hvað. Og ég eins og Stevie Wonder... :=)
Anna Lilja blómabarn....
Annika með Óðni en hann er nú samt ekkert voðalega hippalegur í hermannabúning.... Hippabandið að störfum... með Kalla lækni fremstan í flokki... Mín að njóta guðaveigana með bros á vör...

Trylltur lýðurinn á dansgólfinu....
Við Kristjana í góðum gír með mojito í glösum...mmm
Brjáluð stemming....
Ég og Kristjana....áður en við lögðum í hann til Önnu...
Annika partýtröll....

Held að þetta sé tekið eftir að Kristjana fór heim og við partýtröllin enn eftir, en ég fór næst svo að maður veit hver er mesta partýtröllið... Og vinninginn hefur ANNA LILJA TÓMASD'OTTIR..... Hún hefur unnið sér inn þvottavél og þurrkara og bingólottobol...:=)
~~**~~



8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Partýtröll eða ekki, maður var nú heillengi að leita að konunni sem var með húslyklana manns og alla peningana. Nei nei hún stakk bara af eins og ALLTAF. Mjög glöð að maðurinn minn var heima og gat sótt mig og hleypt mér inn hahahahaha.

Sigga sagði...

Þið eruð glæsilegar allar saman.

Kveðja sys

inga Heiddal sagði...

ssssuuuusss... Anna þetta var nú alveg óþarfi..Já ég veit ég verð að fara að gera eitthvað í þessu.Það gengur ekki að skilja alltaf vinkonur sínar eftir varnarlausar. Svo var ég nátturlega í Mojitomóki Er það engin afsökun?? :=( love you INGA

Goa sagði...

Sit hér og hlæ..:)
Ohhh, hvað hefur verið gaman hjá ykkur!
Sammála Siggu, þið eruð glæsilegar allar!

Vonandi líður þér betur hjartað mitt! Og gaman að eldhúsið skuli vera á leiðinni!!!
Hver veit nema að ofurlítill poki fái pláss þar..;)

Stærti faðmurinn til þín...litla mjóa kona!

Nafnlaus sagði...

Mjóa kona,ég segi það líka ég þekkti þig ekki strax,hvar er hún Inga mín??Miljón knús og kossar
Sigga fræ í Hveró

inga Heiddal sagði...

Thí hí hvað er að ykkur ég roðna bara ....

Synnøve. sagði...

Hej Inga.
Har bara en kort fråga idag.
Ska iväg till doktorn. Ska ta mig en tur till biblioteket och se om det finns nått på islänska där.
Såg p tvn igår. Snöar det hos dig?
Stor kram Synne.

Hanna sagði...

Sæl Inga mín, já það væri ekki leiðinlegt að komast á hippaball(ekki leiðinlegt að fara í svona múnderingar) og þið eruð ansi dugleg við það, hlakka til að sjá eldhúsið þitt.