þriðjudagur, 7. október 2008

Íslenska þjóðin.

~~**~~


Ég einfaldlega varð að fá að setja þessa grein hér inn en hún er eins og töluð úr margra munni þessa dagana. Hún er eftir systur mína og tekin á mína ábyrgð af síðunni hennar Bara snilld eins og svo margt sem henni er til lista lagt.

~~**~~

Íslenska Þjóðin...

~~**~~

íslenska þjóðin verður nú að herða ólina, sameinast og bíta á jaxlinn.Neyðarástand og engin séð það svartara síðan 1914 (hljóta að vera
að vitna í upphaf fyrri heimsstyrjaldar).Svona hefur maður nú lítið um líf sitt að segja. Það er víst búið að vera góðæri síðustu ár. En nú er allt að fara til fjandans.Sorry, ég finn engan mun, hef það bara ágætt, en hef heyrt að þeir sem áttu fullt af pening eigi hann víst ekki lengur. Mér var sama þegar þeir áttu hann og er líka sama þó þeir tapi honum. Það er hvorki mér að þakka góðærið né mér að kenna hrunið sem nú er.En einhverra hluta vegna á ég að redda þessu öllu saman að mér skilst. Einhversstaðar sá ég að það eigi að framlengja samninga og jafnvel að krukka í þá sem í gildi eru. En það er alltaf hægt að sjá það góða í öllu. Ég er svo heppin að eiga hvergi pening né bréf nokkursstaðar. En hálf svekt verð ég nú ef börnin mín tapa sínum pening sem langamma gaf til mennta eða bara sem amma gaf í afmælisgjöf. Vonandi verða þeir þarna enn þegar ég er búin að redda þessum bankamönnum í soðið með hömsum og öllu.Það skildi þó ekki vera þorskurinn sem reddar okkur enn og aftur þó að peningamenn hafi talið okkur trú um annað síðustu misseri.
~~**~~
Love you Sys!!!

2 ummæli:

Gusta sagði...

vel mælt hjá systur þinni Inga mín knús til þín kveðja Guðsteina

Synnøve. sagði...

Hej vännen.
Igår var jag på biblioteket och beställe en språkkurs i Isländska.
Så nu du hehe....
Måste höra hur det uttalas med.
Ska bli så skoj.
Hoppas det går bra hos er, med bankkris och allt.
Tänker på dig.
Stor kramen Synne.